Monday, September 26, 2011

Wednesday, September 21, 2011

Stefán Þór atskákmeistari

Stefán Þór Sigurjónsson varð á miðvikudagskvöld fyrsti atskákmeistari Víkingaskákdeildar Þróttar. Mótið fór fram í Laugarlækjaskóla og 14. keppendur tóku þátt í bráðfjörugu móti, en umhugsunartíminn var 15. mínútur á skák og tefldar voru 6. umferðir. Sigurstanglegastur fyrirfram var fidemeistarinn Ólafur B. Þórsson, en ferðaþreyta var að há honum á mótinu, enda nýlentur á klakanum eftir Kanadaævintýri.

Stefán Þór endaði með 5.5 vinninga og leyfði aðeins eitt jafntefli gegn Gunnari Finnssyni. Í öðru sæti varð Sigurður Ingason með 4.0 vinninga. Þriðji varð Gunnar Fr. formaður með jafn marga vinninga, en lægri á stigum. Unglingameistari Þróttar að þessu sinni urðu tveir, Rafn Friðriksson og Arnar Ingi Njarðarsson og munu þeir tefla einvígi um sjálfan verðlaunapeningin, en báðir stunda þeir nám við Laugarlækjaskóla hjá Svavari Viktorssyni skákþjálfara. Gunnar Björnsson forseti skáksambandsins var heiðursgestur á mótinu og lék hann fyrsta leikinn í skák Gunnars Fr og Ólafs B. Þórssonar.

Úrslit:

1. Stefán Þór Sigurjónsson 5.5 v af 6.
2. Sigurður Ingason 4.0
3. Gunnar Fr. Rúnarsson 4.0
4. Ólafur B. Þórsson 3.5
5. Svavar Viktorsson 3.5
6. Gunnar Finnsson 3.5
7. Magnús Magnússon 3.5
8. Hörður Garðarsson 3.0
9. Ingimundur Guðumundsson 3.0
10. Jón Úlfljótsson 2.5
11. Rafnar Friðriksson 2.0
12. Arnar Ingi Njarðarsson 2.0
13. Garðars Sigurðsson 1.0
14. Jôhannes Kári Sólmundarsson 1.0















Monday, September 19, 2011

Atskákmót Skákdeildar Þróttar og Víkingaklúbbsins

Víkingaklúbburinn-Þróttur heldur fyrsta skákmót félagsins miðvikudaginn 21. september og hefst taflið kl. 19:30. Tefldar verða 6 umferðir með fimmtán mínútna umhugsunartíma. Teflt er í Laugarlækjaskóla einum af nýjum húsakynnum Víkingaskákdeildar Þróttar. Æfingar verða framveigis hálfsmánaðarlega (Víkingaskák og skák til jafns) og m.a verður stórt hraðskákmót í desember. Verðlaunagripir verða fyrir þrjú efstu sætin og einnig sérstök unglingaverðlaun. Mótið er opið öllum skákmönnum.

Mótaáætlun Víkingaskákdeildar Þróttar hér:

Wednesday, September 14, 2011

Víkingaklúbburinn-Þróttur

Vikingaklúbburinn mun nú í fyrsta sinn senda lið í 2. deild á Íslandsmóti skákfélaga, en liðið sigraði 3. deildina í ár og 4. deildina í fyrra. Víkingaklúbburinn mun nú keppa í fyrsta skipti undir merkjum Knattspyrnufélagsins Þróttar og mun hin nýja skákdeild senda þrjú lið til leiks, en auk A-liðs félagsins mun liðið eiga B og C lið í 4. deildinni. Þetta er í fyrsta skiptið sem Þróttarar eiga skáklið í keppni sterkustu félaga landsins, en Þróttarar hafa aldrei verið þekktir fyrir að vinna sigra í skákinni undir merkjum félagsins, en það breyttist nú í ár, því nýlega unnust tvö merkileg afrek.

Fyrst má nefna hin glæsilega árangur í keppni stuðningsmanna liðanna þar sem Þróttarar urðu óvænt í 2. sæti á Reykjarvíkurmóti íþróttafélaga á Hlíðarenda, en lið Vals og Fram var skipuð tómum titilhöfum. Það voru hinir vösku Ingvar Þór Jóhannesson fyrirliðið liðsins, Svavar Viktorsson og Þorgeir Einarsson sem áttu stærstan þátt í að koma Þróttaraliðinu saman.
Úrslit hér:

Skákdeild Þróttar og Víkingaklúbbsin náði svo frábærum árangri í hraðkeppni taflfélaga sem er að ljúka. Víkingaskákdeildin vann þrjár viðureignir gegn sterkum liðum. Fyrst var 1. deildarlið Fjölnis lagt að velli. Síðan var röðin komin að Haukum og í 8. liða úrslitum var Skákfélag Íslands lagt að velli. Í 4. liða úrslitum vann svo Hellir Skákdeildina í hörkubardaga, en teflt var í Þróttaraheimilinu í Laugardal. Niðurstaðan var 3-4 sæti, sem er frábær árangur í keppni sterkustu skákfélaga landsins í hraðskák.

Kynning á hraðkeppni taflfélaga, frétt hér:
Víkingar lögðu Fjölni í undankeppni, frétt hér:
Víkingar lögðu Hauka í 16. liða úrslitum, frétt hér:
Víkingar lögðu Skákfélag Íslands í 8. liða úrslitum, frétt hér:
Undanúrslit hér:



Sunday, September 11, 2011

Afmælismót formanns

Stórafmælismót formanns Víkingaklúbbsins var haldið að heimili formanns í Álftamýri laugardaginn 10. september. Afmælisbarnið Gunnar f. 8. september vildi halda upp á afmælið sitt með óvenjulegum hætti eins og undanfarin ár. Úrslit mótsins urðu þau að afmælisbarnið "kom" sá og sigraði og leyfði einungs eitt tap, gegn Tómasi Björnsyni og endaði með 6. vinninga. Stefán Þór Sigurjónsson kom annar með 5. vinninga. Tómas Björnsson og Ólafur B. Þórsson komu svo næstir í 3-4 sæti með 4.5 vinninga. Lokaumferðin var æsispennandi, því þá mættust Sveinn Ingi og Gunnar Fr. í æsispennandi skák. Ef Sveinn hefði unnið þá hefðu Stefán Þór og Sveinn náð Gunnari að vinningum. Tefltar voru 10. mín. skákir allir við alla.

Úrslit:

1 Gunnar Fr. Rûnarsson 6.0 vinningar.
2 Stefán Þór Sigurjónsson 5 vin.
3-4 Ólafur B. Þórsson 4.5 vin.
3-4 Tómas Björnsson 4.5 vin.
5 Sveinn Ingi Sveinsson 4.0 vin
6-7 Halldór Ólafsson 2.0 vin.
6-7 Sigurður Ingason 2.0 vin
8 Orri Víkingsson 0.0 vin

Môtið var með óvenjulegu sniði í ár, því i fyrsta skipti var teflt svokallað "Hróksafbrigði" eða Sturlungaskák, eins og þetta var líka kallað. Í þessu afbriðgði er leyfilegt að færa hrókinn á þær línur sem hann kemst ekki á að öllu jöfnu í víkingaskák, þs b, d, f og h línu. Það fer þannig fram að hrókurinn getur fært sig einn leik til hliðar, þegar hann ferðast á milli lengdarlína. Þetta afbrigði er stórskemmtilegt og gerir sóknartilburði í byrjun og endatöfl miklu frjálslegri. Almennt var gerður góður rómur að þessari nýbreyttni, en framtíðin verður að leiða í ljós hvort þetta afbrigði verði verði vinsællt.








Tuesday, September 6, 2011

Mótaáætlun haustið 2011

Mótaáætlun Víkingaklúbbsins & Skákdeildar Þróttar er nú loksins komin á vefinn. Reynt verður að hafa dagskránna sem fjölbreyttasta og eftir samvinnuna við skákdeild Þŕóttar verður nú klassísku skákin og Víkingaskákinni i jöfnum hlutföllum. Æfingar og mót í Vîkingaskákinni verða á Kjartansgötu 5. Skákmót verða haldin í Laugarlækjarskóla og stærstu mót felagsins verða svo haldin í Þróttaraheimilinu stóra salnum,

Mótaáætlun haustið 2011

10. september. Víkingaskák: Afmælismót formanns. Hróksafbrigðið (fimmtudag)
21. september. Skák: Meistaramót Þróttar í atskák. 6 umf. 15 mín (Laugarlækjarskóli) kl 19.30
5. október. Víkingaskák: Miðnæturmótið. Reykjarvíkurmótið 10 mín (Kjartansgata)
19. október. Skák: Meistaramót Þróttar í 10 mín skák. 7 umf. 10. min.
2. nóvember. Víkingaskák: Meistaramótið í 10 mín. (Kjartansgata)
16. nóvember. Skák. æfing (Laugarlækjaskóli).
30. nóvember: Víkingaskák: Íslandsmótið í Vîkingaskák. 7. umf. 15. mín. (Stóri salur)
14. desember: Skák: Meistaramót Þróttar í hraðskaḱ. 7. umf. 2x5. min. (Stóri salur)
28. desember: Skaḱ&Víkingaskák. Jôlamót Víkingaklúbbsins. (Stóri salur)

Þessi mótaátælun er ekki fullmótuð og gæti tekið breytingum. Almennt eru æfingar Víkingaklúbbsins-Þŕottar á miðvikudögum en geta færst yfir á fimmtudaga við sérstakar aðstæður, en þá verður það auglýst sérstaklega. Afmælismót formanns verður fyrsta víkingaksákmót haustsins og áhugasamir verða á staðfesta þátttöku (facebook eða sms: 8629744) ef þeir vilja vera með. Keppnisstaður á fyrsta mótinu verður Álftamýri 56. Æfingar og mot hefjast ávalt kl. 20.00, nema annað sé tekið fram.