Tuesday, July 24, 2012

Þorvarður Fannar gengur í Víkingaklúbbinn!

Hinn öflugi skákmaður Þorvarður Fannar Ólafsson (2202) gekk á þriðjudagskvöld í raðir Víkingaklúbbsins. Þorvarður Fannar er góður liðstyrkur fyrir Víkingaklúbbinn í baráttunni í deildarkeppninni í vetur, en Þorvarður var áður félagi í Skákdeild Hauka. Þorvarður er einnig frábær liðsmaður sem teflir allar skákir i liðakeppnum og er manna iðnastur við skákborðið, en hann varð nýlega öðlingur í skákinni (fertugur) og hélt upp á það með því að vinna Öðlingamótið 2012.  Það var vel við hæfi að Hafnfirðingurinn knái, vigðist í Víkingaklúbbinn á heimasvæði Golfklúbbsins Keilis í Hafnafirði.  Skammt er stórra högga á milli, því fyrr í sumar gekk hinn þétti skákmaður og norski víkingur Hrannar Baldursson (2137) í Víkingaklúbbinn en Hrannar  var áður í Skákdeild KR og úr sjálfu Svíalandi eða Svíaríki kemur sænskur landi sjálfs Gláms, enginn annar en GM Emanuel Berg (2573), en hann gekk einnig í Víkingaklúbbinn í vikunni. 




Tuesday, July 3, 2012

Mótaátlun Víkingaklúbbsins 2012

Mótaáætlun Víkingaklúbbsin fyrir haustið 2012 er nú loksins komin á vefinn. Reynt verður að hafa dagskránna sem fjölbreyttasta. 

Mótaáætlun haustið 2012
5. september. Víkingaskák: Afmælismót formanns. Hróksafbrigðið (Álftamýri 56)
19. september. Skák: Meistaramót Víkingaklúbbsins í atskák. 6 umf. 15 mín kl 19.30
3. október. Víkingaskák: Miðnæturmótið. Reykjarvíkurmótið 10 mín (staðsetning óákveðin)
17. október. Skák: Meistaramót Víkingaklúbbins í 10 mín skák. 7 umf. 10. min. (staðsetning óákveðin)
31.. okt. Víkingaskák: Meistaramótið í 10 mín.  (staðsetning óákveðin)  
14. nóvember. Skák. æfing (staðsetning óákveðin) 
28. nóvember: Víkingaskák: Íslandsmótið í Vîkingaskák. 7. umf. 15. mín. (Vin Hverfisgötu)
12. desember: Skák: Meistaramót Víkingaklúbbsins í hraðskaḱ. 7. umf. 2x5. min. (staðsetning óákveðin)
28. desember:   (föstudagur) Skáḱ&Víkingaskák. Jôlamót Víkingaklúbbsins. (Skáksambandið)

Þessi mótaátælun er ekki fullmótuð og gæti tekið breytingum og að sjálfsögðu verður tekið tillit til mótaáætlunar S.Í, sem nú er thegar komin á vefinn. Almennt eru æfingar Víkingaklúbbsins á miðvikudögum en geta færst yfir á fimmtudaga við sérstakar aðstæður, en þá verður það auglýst sérstaklega. Afmælismót formanns verður fyrsta víkingaksákmót haustsins og áhugasamir verða á staðfesta þátttöku (facebook eða sms: 8629744) ef þeir vilja vera með. Keppnisstaður á fyrsta mótinu verður Álftamýri 56. Æfingar og mot hefjast ávalt kl. 20.00, nema annað sé tekið fram.