Friday, August 24, 2012

Stefán Kristjánsson gengur í Víkingaklúbbinn

Stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2473) einn sigursælasti íslenski skákmaður síðustu ára gekk i vikunni til liðs við Víkingaklúbbinn, en Stefán var áður félagi í Taflfélagi Bolungarvíkur. Óþarfi er að telja upp öll afrek Stefáns á síðustu árum, en Stefán var útnefndur Stórmeistari á síðasta ári, þegar hann náði 2500 stiga markinu eftir kröftuga taflmennsku.  Stefán á eftir að auka skáklíf Víkingaklúbbsins í vetur, en Stefán er annar íslenski stórmeistarinn sem gengur í klúbbinn á árinu



Thursday, August 23, 2012

Víkingaklúbburinn lagði TR!

Víkingaklúbburinn og Taflfélag Reykjavíkur mættust í 8-liða úrslitum Hraðskáksmóts taflfélaga fimmtudaginn 23. ágúst í félagsheimili TR.  Viðureignin var heimaleikur Víkingaklúbbsins, en TR-ingar lánuðu húsnæði sitt.  Bardaginn endaði með nokkrum öruggum sigri Víkingaklúbbsins, en lokastaðan varð 45.5 vinningar gegn 26.5 vinningum TR-inga.  Viðureignin var þó mjög jöfn í upphafi.  TR mætti með grjótharða sveit og Arnar Gunnarsson, Snorri Bergsson og Daði Ómarsson byrjuðu vel.  Snorri lagði m.a Hannes Hlífar í fyrstu umferð og fyrstu tvær viðureignirnar enduðu jafnar 3-3.  Í þriðju umferð sigraði svo Vikingaklúbburinn 5-1 og eftir það létu Víkingar forustuna ekki af hendi. 

Viðureignirnar fóru eftirfarandi: 

3-3, 3-3, 5-1, 4-2, 2.5-3.5, 5-1, 4.5-1.5, 4-2, 4-2, 3.5-2.5, 3-3, 4-2.

Samtals: 45.5-26.5 fyrir Víkingaklúbbinn, en staðan í hálfleik var 22.5-13.5 fyrir Víkinga.

Björn Þorfinnsson var með besta skor Víkinga 9 v. af 12, Hannes Hlífar var með 8.5 v. af 12 og Davíð Kjartansson var með 8 v. af 10.  Bestur TR-inga var Arnar Gunnarsson með 10.5 v. af 12, en Júlíus Friðjónsson var með 4.5 v. af 12 og Snorri Bergsson var með 4 v. af 7.

Videó af viðureign hér:

Besti árangur Víkingaklúbbsins:

Björn Þorfinnsson 9. v af 12 (75%)
Hannes Hlífar Stefánsson 8.5 v. af 12 (71%)
Davíð Kjartansson 8. v af 10 (80%)
Magnús Örn Úlfarsson 8.v af 12 (66%)
Ólafur B. Þórsson 7.5 v. af 12 (63%)
Gunnar Freyr Rúnarsson 2 v af 3 (66%)
Þorvarður Fannar Ólafssson 2.v af 7
Stefán Þór Sigurjónsson 0.5.v af 4

Haraldur Baldursson og Jónas Jónasson tefldi ekki að þessu sinni!

Besti árangur TR:

Arnar Gunnarsson 10.5. v af 12 (88%)
Júlíus Friðjónsson 4.5. v af 12 (38%)
Snorri Bergsson 4. v af 7 (57%)
Daði Ómarsson 4 v. af 12
Ríkharður Sveinsson 2.5 v. af 12
Eiríkur Björnsson 1. v af 9
Björn Jónsson 0. v af 3
Óttar Felix Hauksson 0. v af 2
Skotta 0. v af 3



Wednesday, August 15, 2012

Víkingaklúbburinn lagði Reykjanesbæ í hraðkeppninni

Víkingaklúbburinn og Skákfélag Reykjanesbæjar mættust í 16-liða úrslitum Hraðskáksmóts taflfélaga þriðjudaginn 15. ágúst í Skáksambandinu.  Viðureignin endaði með nokkrum öruggum sigri Víkingaklúbbsins, en lokastaðan varð 56.5 vinningar gegn 15.5 vinningum Reykjanesbæjar.  Reykjanesbær saknaði reyndar síns sterkasta manns IM Björgvins Jònssonar.  Staðan í hálfleik var 28.5 v. gegn 7.5 v. fyrir Víkingaklúbbinn.

Magnús Örn Úlfarsson var bestur Víkinga, en hann vann allar tólf skákir sínar.  Davíð Kjartansson fékk 11.5 vinninga af tólf og Òlafur B. Þórsson fékk 10 v. af tólf.  Þorvarður Fannar stóð sig einnig frábærlega með 7.5 vinninga af átta mögulegum.  Bestur Reyknesinga var Jóhann Ingvarsson með 4 v. af tólf, en Haukur Bergman og Siguringi Sigurjónsson fengu 3. v. af tólf.

Besti árangur Víkingaklúbbsins:

Magnús Örn Úlfarsson 12.v af 12 (100%)
Davíð Kjartansson 11.5 vinningar af 12 (95.8%)
Ólafur B. Þórsson 10 v. af 12 (83.3%)
Þorvarður Fannar Ólafssson 7.5.v af 8 (93.8%)
Stefán Þór Sigurjónsson 6.v af 8 (75%)
Gunnar Freyr Rúnarsson 4 v af 4 (100%)
Sigurður Ingason 3.v af 7 (43%)
Jónas Jónasson 1.5 v. af 2 (75%)
Jón Úlfljótsson 1.v af 3
Gunnar Ingibergsson 0. v af 4
Ágúst Örn Gíslason tefldi ekki að þessu sinni

Besti árangur Reyknesinga:

Jóhann Ingvarsson 4. v af 12 (33%)
Haukur Bergman 3. v af 12 (25%)
Siguringi Sigurjónsson 3. v af 12 (25%)
Ólafur Ingason 2.5 v. af 12
Agnar Ólsen 2. v af 12
Helgi Jónatansson 1. v af 12




Víkingar æfa sig

Víkingaklúbburinn er þessa dagana að einbeita sér að hraðkeppni taflfélaga, enda lítil starfsemi í klúbbnum í sumar.  Þegar þetta er ritað hefur Víkingaklúbburinn slegið út tvö öflug lið, fyrst Vestmannaeyinga í forkeppninni og Reykjanesbæ í 16-liða úrslitum keppninnar.  Hér eru nokkur mót sem hraðskákmenn klúbbsins hafa tekið þátt í, til að halda sér í formi fyrir hraðskákmót Taflfélaga. 

Magnús Örn Úlfarsson stóð sig með prýði á Stórmóti Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur sem fór fram inni í hinu skemmtilega Kornhúsi Árbæjarsafns á meðan úti geysaði rok og rigning. Tuttugu og níu skákmenn mættu til leiks á þetta skemmtilega skákmót sem er einskonar óopinbert upphaf á skákvertíðinni.

Úrslit urðu þau að Magnús Örn Úlfarsson og Daði Ómarsson urðu jafnir og efstir með 6 vinninga úr 7 skákum, en Magnús var úrskurðaður sigurvegari á stigum. Nokkuð athyglisvert að þeir mættust aldrei á mótinu.  Úrslit hér:

Gunnar Fr. Rúnarsson og Þorvarður Fannar Ólafsson tóku þátt í Íslandsmóti skákmann í golfi og stóður sig þokkalega báðir.  Sérstaklega stóðu þeir sig vel í skákhluta mótsins, en Gunnar varð í 2. sæti, en næst neðstur í golfinu.  Gunnar var með performance upp á 2239 stig í skákinni, en Þorvarður var í miðjum hóp.  Úrslit hér:

Fjórir Vìkinar tóku þátt í glæsilegu minningarmóti um Hauk Angatýsson sem haldið var í Vin mánudaginn 13. ágúst.  Svo skemmtielga vildi til að í þrem efstu sætunum urðu þeir Víkinga-fóstbræður, Ólafur B., Gunnar Fr. og Stefán Þór.  Òlafur B. Þórsson varð efstur með 6. vinninga af sex mögulegum.  Í öðru sæti kom Gunnar Fr. með 4.5 af sex, en Stefán Þór varð í 3-4 sæti með 4. vinninga.  Úrslit hér:

Nokkri linkar:

Töfluröð fyrir ìslandsmót skákfélaga hér:

Víkingaklúbburinn lagði Goðann í úrslitaviðureign hér:
Vikingaklúbburinn lagði Helli í undanúrslitum hér:
Víkingaklúbburinn lagði TR í 8 liða úrslitum  hér:
Víkingaklúbburinn lagði Reykjanesbæ í 16 liða úrslitum hér:
Víkingaklúbburinn lagði Vestmannaeyjar í forkeppninni hér:
Umræður um keppnina á skákhorninu hér: & hér:
Hraðskákkeppni taflfélaga:  dagskrá og reglur hér:
Goðinn sigrar SA hér:
Garðabæingar lögðu Bridgefélagið hér:
Hellir lagði SFÍ hér:
TG lagði Vinverja hér:
Goðinn lagði Bola hér
Akureyri lagði Máta hér:
Bridgefélagið lagði Akranes hér:
TR lagði Fjölni hér:
Hellir lagði Selfoss hér:
Selfoss lagði Hauka hér:
Frétt um mótið hér:








Wednesday, August 1, 2012

Víkingaklúbburinn lagði Vestmannaeyjar í hraðkeppninni

Viðureign Víkingaklúbbsins og Vestmannaeyja í forkeppni Hraðskáksmóts taflfélaga fór fram í húsnæði Skáksambands Íslands miðvikudagskvöldið 1. ágúst.  Víkingaklúbburinn hafði á endanum betur í hörku viðureign og sigruðu með 48.5 gegn 23.5 vinningum Vestmannaeyja.  Staðan í hálfleik var 26.5-9.5.

Besti árangur Víkingaklúbbsins:  

Davíð Kjartansson 10.5 vinningar af 12 (87.5%)
Björn Thorfinnsson 10.0 v. af 12 (83.3%)
Magnús Örn Úlfarsson 9.v af 12 (75%) 
Ólafur B. Þórsson 8.5 v. af  12 (70.8%)
Gunnar Freyr Rúnarsson 7.5 v af 9 (83.3)
Þorvarður Fannar Ólafssson 3.v af 11
Sigurður Ingason  0.v af 3
Haraldur Baldursson 0.v af 1
Jón Úlfljótsson tefldi ekki að þessu sinni


Besti árangur Vestmannaeyinga:

Þorsteinn Þorsteinsson 6.5 vinninga af 12 (54.2%/)
Björn Ívar Karlsson 5,5 v. af 12 (45.8%)
Kristján Guðmundsson 5.0 v. af 12 (41.7%)
Ingvar Þór Jóhannesson 4.5 af 12 (37.5%)
Bjarni Hjartason 2.v
Kjartan Guðmundsson 0.v