Friday, November 30, 2012

Íslandsmótið í Víkingaskák 2012

Hörkuspennandi Íslandsmóti í Vîkingaskák lauk fimmtudagskvöldið 29. nóvember í húsnæði Knattspyrnufélagsins Víkings í Víkinni, en Víkingaklúbburinn hefur fengið frábæra aðstöðu fyrir æfingar í vetur í Víkinni.  Eftir nokkuð grimma baráttu á víkingataflborðinu varð Tómas Björnsson efstur, en Tómas náði að vinna allar sex skákir sínar, en tefldar voru 15. mínútna skákir.  Tómas hefur verið að ná sínum fyrri styrk og hefur hann tekið stefnuna á að velta Gunnari Fr. úr efsta sæti á heimslistanum, en heimslistinn er sérstök eló víkingaskákstig.  Annar varð Þröstur Þórsson með 5.5 vinninga, en Þröstur hefur verið í mikilli framför síðasta ár og hefur eins og Tómas tekið stefnuna upp heimslistann.  Þriðji varð svo Páll Andrason, en hann að koma sterkur inn aftur eftir nokkurt hlé.   Þröstur Þórsson varð Íslandsmeistari í flokki 45. ára og eldri.  Ingi Tandri varð Íslandsmeistari í flokki 35-45 ára, en Páll Andrason vann unglingaflokkinn. 

ÚRSLIT:

Unglingaflokkur 20 ára og yngri:
1. Páll Andrason 4.5
2. Örn Leó Jóhansson 1.0 

Öðlingaflokkur I, 35 ára og eldri:
1. Ingi Tandri Óskarsson 4.0
2. Ólafur B. Þórsson 3.0 
3. Ólafur Freyr Orrason 0.0

Öðlingaflokkur II, 45 ára og eldri:

1. Þröstur Þórsson 5.5
2. Sigurður Ingason 3.0

Opinn flokkur:

* 1 Tómas Björnsson 7.o
* 2 Þröstur Þórsson   5.5
* 3 Páll Andrason 4.5
* 4 Ingi Tandri Traustason 4.0
* 5 Sigurður Ingason 3.0
* 6 Ólafur B. Þórsson 3.0
* 7. Örn Leó Jóhannsson 1.0
* 8. Ólafur Freyr Orrason 0.0














Sunday, November 25, 2012

Íslandsmótið í Vìkingaskák 2012!

Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2012 fer fram í húsnæði knattspyrnufélagsins Víkings í Víkinni fimmtudaginn 29. nóvember kl. 19.00. Tefldar verða 7 umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds. Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com, eða senda sms á Gunnari Fr. gsm; 8629744. Veitt verða sérstök veðlaun fyrir efstu sætin, auk þess sem sérstök veðlaun fyrir besta árangur kvenna, unglinga og öldunga.

Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2011 má sjá hér:


Davíð Kjartansson Víkingaklúbbnum teflir til úrslita á Íslandsmótinu í Atskák

Undanúrslitum í Atskákmóti Íslands lauk um síðustu helgi í Rimaskála.  Davíð Kjartansson og Arnar Gunnarsson unnu sínar viðureignir í undanúrlitum keppninnar og munu mætast í úrslitum keppninnar.  Arnar vann Stefán Kristjánsson (Víkingaklúbbnum), en Davíð vann Einar Hjalta Jensen (Goðanum).  Thað verður thví hart barist og ekkert gefið eftir í úrslitaeinvíginu.  Stefnt er að því að úrslitaeinvígið fari fram í beinni   útsendingu á RÚV.

Friday, November 23, 2012

Víkingaskákæfing 15. nóvember

Þröstur Þórsson kom sá og sigraði á Meistaramótinu í 10. mínútna Víkingaskák, sem haldið var í Víkinni fimmtudaginn 15. nóvember.   Þröstur Þórsson sem bætt hefur sig mikið í Víkingaskákinni síðustu 2. árin sigraði á sínu fyrsta móti og tefldi af miklu öryggi.  Annar varð Gunnar Fr. með tvo sigra, en undraskákvélin Rúnar Berg mætti á sína fyrstu æfingu eftir langt hlé og tefldi með miklum tilthrifum og náði thriðja sæti.  Ingi Tandri vermdi síðasta sætið, sennilega í fyrsta skiptið á ferlinum.  Íslandmótið í Víkingaskák verður svo haldið í Víkinni fimmtudaginn 29. nóvember. 

Úrslit:

1. Þröstur Þórsson 2.5 vinningar.
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 2. v.
3. Rúnar Berg 1. v.
4. Ingi Tandri Traustason 0.5 v.




Barnaæfingin 14 nóvember






Barnaæfingin 31 október