Friday, February 22, 2013

Reykjavik Open í Víkingaskák

Reykjavík Open í Víkingaskák var haldið miðvikudagskvöldið 20. febrúar í Víkinni.  Mótið er haldið samhliða Reykjavík Open í gömlu skákinni, en margir meðlimir klúbbsins taka thessa dagana thátt í thví móti.  Tefldar voru 5. umferðir allir við alla og var mótið nokkuð sterkt.  Sveinn Ingi virðist vera að ná fyrri styrk, thví hann vann sitt annað mót í röð.  Halldór Ólafsson og Thröstur Thórsson eru líka öflugir thessa dagana og fáir virðast ráða við Halldórs-gambítinn í Víkingaskákinni, en Halldór hefur farið illa með Svein og Gunnar í undanförnum tveim mótum í thessari mögnuðu byrjun.  Gunnar Fr. er í einhverjum öldudal og endaði næstsíðastur á mótinu.

Úrslit:

* 1 Sveinn Ingi Sveinsson 4.0 v.
* 2-3 Thr0stur Thórsson  2.5
* 2-3 Halldór Ólafsson  2.5
* 4 Gunnar Fr. Rúnarsson 2.0
* 5 Arnar Valgeirsson 0.0 v.



Barnaskákæfing miðvikudaginn 20. febrúar



Víkingar á Reykjavík Open







Félagsheimilið Kjartansgötu víkt



Tuesday, February 19, 2013

Reykjavik Open í Víkingaskák


Reykjavik Open í Víkingaskák verður haldið í Víkinni miðvikudaginn 20. febrúar og hefst mótið  kl. 20.00.  Tefldar verða 7. umferðir með 10. mínútna umhugsunartíma.   Venjuleg skákæfing fellur niður, vegna þess að fjöldi skákmanna teflir nú á Reykjavík Open.
Dagskrá fram á vor:

6. febrúar. Atskák (15. min).  Víkin kl 20.00
(Reykjavíkurskákmótið 19-27. febrúar)
20. febrúar.  Reykjavik Open í Víkingaskák  (Víkin) kl 20.00
(Íslandsmót skákfélaga 1-2 mars)
6. mars. Víkingaskák  Víkin kl 20.00
20. mars. Skákæfing.  Víkin kl 20.00
3. april. Vikingaskák.  Víkin kl 20.00
17. april Hraðskákmót Víkings.  Víkin kl 20.00
1. mai. frí (heimamót í Víkingaskák)
15. mai. Ìslandsmeistaramótið í Víkingaskák (liðakeppni).  Víkin kl 20.00


Reynt verður að hafa mótaætlun Skáksambandsins til hliðsjónarhér:

Stefán Kristján sigrar á Fastus mótinu 2013

Vel heppnuðu Fastus móti Goðans-Máta er nú lokið eftir skemmtilega keppni. Stórmeistarinn Stefán Kristjánsson, Víkingaklúbbnum, varð hlutskarpastur 30 keppenda, hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum. Hann kom greinilega vel undirbúinn til leiks og var sá eini keppenda sem tapaði ekki skák.

Sjá nánar hér:

Friday, February 8, 2013

Atmót Víkings

Atmót Víkings var haldið miðvikudagskvöldið 6. febrúar í Víkinni. Mættir voru nokkrir mjög öflugir Víkingar og gestir theirra. Einn keppandi var thó ekki thekktur, en hann kom með Páli Andrasyni. Hann gerði sér lítið fyrir og var efstur á mótinu lengi vel, en endaði svo í 3. sæti. Dagur Andri Friðgeirsson heitir hann og hefur búið síðustu ár í Noregi, en var á árum áður mjög efnilegur skákmaður. Ólafur B. Thórsson sigraði á mótinu, Stefán Sigurjónsson varð annar, en Dagur og Gunnar Fr. urðu jafnir í 3-4 sæti. Tefldar voru 9. umferðir allir við alla og umhugsunartími var 10 mínútur.

Úrslit:

* 1 Ólafur B. Thórsson 8.5 v.
* 2 Stefán Thór Sigurjónsson  7.5
* 3-4 Dagur Andri Friðgeirsson  5.5
* 3-4 Gunnar Fr. Rúnarsson 5.5
* 5-6 Páll Andrason 4.0 v.
* 5-6 Jón Úlfljótsson 4.0
* 7 Sverrir Sigurðsson 3.5
* 8 Sigurður Ingasons 3.0
* 9 Óskar Long 2.5
* 10 Orri Skotta Víkingsson 0.0





Barnaskákæfing í Víkinni 6. febrúar



Wednesday, February 6, 2013

Davíð Reykjavíkurmeistari

Davíð Kjartansson (2323) Víkingaklúbbnum varð í síðustu viku skákmeistari Reykjavíkur eftir hörkubaráttu við Omar Salama (2265). Davíð varð efstur með 8 vinninga og Omar annar með 7,5 vinning. Mikael Karlsson náði svo þriðja sætinu með frábærum endaspretti en hann hlaut 7 vinninga.

Úrslit hér:


Tuesday, February 5, 2013

Atmót Víkingaklúbbsins


Atmót Víkings verður haldið í Víkinni miðvikudaginn 6. febrúar og hefst æfingin kl. 20.00.  Tefldar verða 5. umferðir með 15. mínútna umhugsunartíma.  Mótið er ágætis æfing fyrir Reykjavíkurskákmótið og Íslandsmót skákfélaga, en Reykjavík Open hefst 19. febrúar og Íslandsmót skákfélaga verður helgina 1-2 mars.  Margir skákmenn Víkingaklúbbsins er skráðir til leiks á Reykjavík Open.
Dagskrá fram á vor:

6. febrúar. Atskák (15. min).  Víkin kl 20.00
(Reykjavíkurskákmótið 19-27. febrúar)
20. febrúar. hraðskákmótskák (Víkin) kl 20.00
(Íslandsmót skákfélaga 1-2 mars)
6. mars. Víkingaskák  Víkin kl 20.00
20. mars. Skákæfing.  Víkin kl 20.00
3. april. Vikingaskák.  Víkin kl 20.00
17. april Hraðskákmót Víkings.  Víkin kl 20.00
1. mai. frí (heimamót í Víkingaskák)
15. mai. Ìslandsmeistaramótið í Víkingaskák (liðakeppni).  Víkin kl 20.00


Reynt verður að hafa mótaætlun Skáksambandsins til hliðsjónarhér: