Thursday, April 25, 2013

Úrslit á Barnaskákmóti Vikings 2013


Barnaskákmót Víking fór fram í húsakynnum Knattspyrnufélags Víkings í Víkinni 24. april.  Tefldar voru 5. umferðir með 10. mínútna umhugsunartíma.  Góð þátttaka var í mótinu, Sem fór vel fram.  Veitt voru verðlaun fyrir besta árangur í stráka og stelpnaflokki auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir besta árangur krakka fædda 2004 og síðar.  Þrír urðu efstir og jafnir, þeir Benedikt Ernir Magnússon, Jón Hreiðar Rúnarsson og Guðmundur Grímsson.  Benedikt tefldi við sterkustu andstæðingana og varð efstur á stigum. Jón Hreiðar varð efstur barna fædd 2004 og síðar (1-3 bekk).  Íris Daðadóttir varð efst stúlkna eftir stigaútreikning.  Skákstjóri á mótinu var Gunnar Fr. Rúnarsson, en Vigfús Óðinn Vigfússon Helli veitti einnig ómetanlega aðstoð við skákstjórn.


Úrslit

 1-3 Benedikt Ernir Magnússon                     4         9.5  15.5   14.0
        Jón Hreiðar Rúnarsson                          4         9.0  15.0   13.0
        Guðmundur Grímsson                           4         7.0  12.0   12.0
  4    Jóhann Thór Vilhjálmsson                      3         7.0  12.0    8.0
5-9   Stefán Björn Stepensen                         2         8.0  13.0    7.0
        Einar Örn Sigurðsson                             2         7.0  13.0    7.0
        Íris Daðadóttir                                       2         6.0  11.0    3.5
        Sigrún Ásta Jónssdóttir                          2         6.0   9.0    3.5
        Arnór  Tjörvi Thórsson (tefldi. 3. umf.)   2         1.5   6.5    3.0
 10-11 Kristján Örn Sigurðsson                     1         7.5  13.5    4.0
            Sigurður Rúnar Gunnarsson               1         8.0  14.0    8.0










Monday, April 22, 2013

Barnaskákmót Víkings 2013


Knattspyrnufélagið Víkingur og Víkingaklúbburinn verða með barnaskákmót miðvikudaginn 24. april og hefst mótið kl. 17.00. Allir krakkar 12. ára og yngri eru velkomin og þátttaka er ókeypis Tefldar verða 5. umferðir og veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Umhugsunartíminn er 15. mínútur á skák.

Teflt verður í Víkinni Víkingsheimilinu í stóra salnum á efri hæðinni.

Barna og unglingaæfingar voru vikulega í vetur og eftir 24. april er sumarfrí.

Æfingar hefjast svo aftur í haust og verður fyrsta æfingin miðvikudaginn 11. september.

Víkingaklúbburinn var með barnaskákmót í desember á síðasta ári, sem hinn efnilegi Jón Hreiðar vann.  Jón Hreiðar hefur verið duglegur að mæta á barnaæfingar í vetur, en hann náði frábærum árangri um daginn á Íslandsmóti barnaskákasveita þar sem hann náði 9. vinningum af 9. mögulegum á 4. borði fyrir Ingunnarskóla.  Stefán Stephensen Fossvogskóla hefur einnig verið duglegur að mæta í vetur og hefur mætt á æfingar hvernig sem hefur viðrað.  Einnig hefur Guðjón Pétursson Háaleitisskóla sem byrjaði eftir áramót, verið mjög áhugasamur eftir að hann mætti á sína fyrstu æfinguna í febrúar.  Einnig mætti hópur ungra krakka á Skákmót Víkings í síðustu viku og hluti af þeim ætlar að mæta á lokamótið miðvikduaginn 24. april.









Friday, April 19, 2013

Skákmót Víkings 2013

Síðasta skákmót Víkingaklúbbins fyrir sumarfrí var tileinkað Knattspyrnufélaginu Víking.  Skákmót Víkings hefur ekki verið haldið síðan 1975 að sögn Jóns Úlfljótssonar.  Sextán keppendur mættu í Víkinna fimmtudaginn 18. april og gleðilegt var að sjá unga efnilega skákmenn taka thátt í mótinu.  Mótið snérist upp í einvígi milli Ólafs B. Thórssonar og Magnúsar Pálma Örnólfssonar Víkings.  Ólafur hafði betur eftir mikla baráttu.  Gunnar F. Rúnarsson náði 3. sætinu.  Benjamín Jóhann Johnsen varð efstur unglinga á sínu fyrsta móti, en hann endaði með 5.5 vinninga.  Matthías Ævar Magnússon varð efstur í barnaflokki með 5. vinninga, en hann varð hærri á stigum en bróður hans Benedikt Ernir.  Síðustu verkefni Víkingaklúbbsins fyrir sumarfrí, verður barnaskákmót miðvikudaginn 24. april, sem hefst kl. 17.00 í Víkinnni og liðakeppni í Víkingaskák sem sett er miðvikudaginn 15. mai.


Úrslit

  1   Thórsson, Ólafur B                      10.5     54.0  64.5   63.0
  2   Örnólfsson, Magnús P                    10       53.5  66.5   58.0
  3   Rúnarsson, Gunnar F                     8.5      54.5  66.0   48.0
  4   Thorfinnssdóttir, Elsa                  8        52.0  63.0   46.5
  5   Thorarensen, Aðalsteinn                 7        54.5  65.5   39.0
  6   Úlfljótsson, Jón                        6.5      54.0  65.0   36.5
7-8   Sigurðsson, Sverrir                     5.5      58.0  69.5   38.0
7-8  Johnsen, Benjamín J                     5.5        52.5  64.0   32.0
9-11 Ásgeirsson, Pétur                       5        50.0  61.0   36.0
        Magnússon, Matthías Ævar                5        45.0  56.0   26.0
        Magnússon, Benidikt Ernir               5        43.0  52.0   32.0
 12   Thorgeirsson, Kristófer                 4.5      39.0  49.5   21.5
 13   Sigurðsson, Einar Örn                   3.5      46.5  57.5   23.5
 14   , Kristján Örn Sigurðsson               2.5      46.0  56.5   13.5
 15   Jóhannsdóttir, Fanney                   1        44.0  53.0   10.0
 16   Róbertsson, Tómas                       0.5      47.0  58.5    4.5












Friday, April 12, 2013

Hraðskákmót Víkings 2013!

Hraðskákmót Víkings verður haldið 18. april (fimmtudagur) kl 20.00 í Víkinni.  Tefldar verða 11. umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma.  Allir skákmenn velkomnir og þátttaka er ókeypis.  Boðið verður upp á léttar veitingar. 

Víkingaklúbburinn er núna að enda vetrarstarf sitt, en klúbburinn skrifaði sig inn í skáksöguna í vetur þegar liðið var Íslandsmeistari í 1. deild.  Starfið hefur gengið vel í vetur, en mánaðaralegar æfingar hafa verið í skák og Víkingaskák annan hvern miðvikudag í vetur.  Einnig voru vikulegar barnaskákæfingar í Víkinni á miðvikudögum frá 17.00-18.30.  Síðasti viðburður vetrarins er liðakeppni í Víkingaskák miðvikudaginn 15. mai.

Dagskrá fram á vor:


18. april (fimmtudagur). Hraðskákmót Víkings. Víkin kl 20.00

1. mai. frí (heimamót í Víkingaskák)

15. mai. Ìslandsmeistaramótið í Víkingaskák (liðakeppni). Víkin kl 20.00

Sumarfrí







Friday, April 5, 2013

Barnaaefing





Víkingaskákæfing 3. apríl

Fámennnt og góðmennt var á Víkingaskákiæfingunni 3. apríl í Víkinni.  Ólafur B. Thórsson var í miklu stuði og sigraði mótið, en tefldar voru atskákir allir við alla.  Ólafur sigraði á sínu fyrsta Víkingaskákmóti og einnig gerðust thau undur og stórmerki að stigahæsti Víkingaskákmaður heims var núllaður út, en Gunnar Fr. tapaði öllum threm skákum sínum.
   
Úrslit:

* 1 Ólafur B. Thórsson 2.5 v.
* 2 Halldór Ólafsson  2.0
* 3 Tröstur Thórsson 1.5
* 4 Gunnar Fr. Rúnarsson 0.0