Monday, September 29, 2014

Hraðskákmót Víkingaklúbbsins 2014

Hraðskákmót Víkingaklúbbsins verður haldið miðvikudaginn 1. oktober kl 19.30 á veitingastaðnum Ríó Hverfisgötu 46.  efldar verða 7. umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma.  Við tökum á móti ofurmeisturum okkar frá Pollandi og hitum upp saman í góðri stemmingu fyrir Íslandsmót skákfélaga, sem byrjar fimmtudagin 2. október (1. deild).  Þau leiðu mistök urðu að mótið var fyrir mistök auglýst mánudaginn 29. september (í dag), en þau mistök leiðréttast hér með.

Mörg fræg skákmót hafa verið haldin á veitingarstaðnum Hverfisgötu 46, m.a Reykjavík blitz open hér um árið og einnig var minngarmótið um BöðvarBöðvarsson á menningarnótt í sumar, en Hjörvar Steinn sigraði það með glæsibrag.

.

Úrslitin komu gríðarlega á óvart og Kristján Örn stóð upp sem sigurvegari á hraðskákmóti Víkingaklúbbsins sem haldið var á Veitingarstaðnum Ríó daginn fyrir fyrri hluta Deildarkeppninnar.  Kristján tryggði sér sigur í síðustu umferð með því að ná jafntefli við sjálfa Luis Galegó.  Ólafur B. Þórsson varð í öðru sæti og er jafnframt hraðskákmeistari félagsins, því Kristján Örn er skráður í Skákfélag Íslands.  Þriðji endaði stórmeistarinn og Íslandsvinurinn Luis Galegó.

Úrslit:

1. Kristján Örn Elíasson 5.4.5vinn af 5.
2. Ólafur B. Þórsson 4.0 v.
3. Luis Galego 3.5 v.
4. Sigurður Ingason 3.0 v.
5. Robert Riis 3.0 v.
6. Stefán Þór Sigurjónsson 3.v.
7. Gunnar Fr. Rúnarsson 3.0 v.
8. Marc Ghannoum 3.0 v.
9. Arnljótur Jónsson 2.0 v.
10. Héðinn Briem 2.0 v.
11. Ingi Tandri Traustason 2.0 v.
12. Dagbjartur Taylor 1.0 v.
13. Halldór Pálsson 1.0 v.
14. Víkingur Orri Víkingsson 0.0 v

Friday, September 26, 2014

Barnaæfingar Víkingaklúbbsins hafnar

Barnaæfingar Víkingaklúbbsins hófust aftur eftir sumarleyfi miðvikudaginn 17. september. Þær fóru vel af stað, en mikill efniviður mætir á æfingar félagsins. Æfingarnar verða hefbundar í vetur, en fljótlega verður Meistaramótið fyrir yngir flokkinn og jólamótið verður 10. desember. Einnig er stefnt á að senda tvær sveitir á Íslandsmót barnaskólaasveita í Garðabæ í nóvember. Víkingaklúbburinn er einnig með nýtt spennandi verkefni, barnaæfingar fyrir nemendur Ingunnarskóla á þriðjudögum í vetur, en stefnt er að því að skákvæða Ingunnarskóla enn meira, sem nú þegar hefur skólinn eignast nokkra mjög efnilefga skákmenn. Æfingarnar í Ingunnarskóla hófust þriðjudaginn 23. september.













Monday, September 22, 2014

Golfmót Víkingaklúbbsins 2014

Skákdeild Breiðabliks vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil, þegar þeir sigruðu í fyrstu liðakeppni í skákgolfi á Golfskákmóti Víkingaklúbbsins sem lauk á Hliðarvelli í Mosfellsbæ á laugardaginn. Halldór Grétar Einarsson og Pálmi Pétursson (Breiðablik) söfnuðu fæstum höggum í golfinu og flestum vinningum í í skákinni í hús, en þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í liðakeppni taflfélaga í golfi og skákgolfi. Víkingaklúbburinn, Stefán Bjarnason og Gunnar Fr. sigruðu í liðakeppni í golfinu (frekar óvænt). Pálmi Ragnar Pétursson sigraði skákgolfið eftir harða keppni við félaga sinn Halldór Grétar, en Gunnar Fr. Rúnarsson vann punktakeppnina.  eftir 18. holu golfhring, var haldið hraðskákmót í hinum vinalega golfskála Mosfellinga.  Keppendur í skákmótinu voru sex og telfdar voru 5. umferðir allir við alla.  Halldór Einarsson sigraði í skákmótinu, með 4.5 vinninga, en Pálmi kom næstur með 4. vinninga og Gunnar Fr. varð þriðji með 3. vinninga.  Eftir mótið varð ljóst að Pálmi Pétursson hafði sigraði í fyrsta Meistaramóti Víkingakúbbsins i skákgolfi.

Eins og sjá má voru margir sigurvegarar á golf-skákmótinu, en í liðakeppninni var keppt í tveggja manna liðum, þs.  tvö bestu skorkort hvers liðs voru lögð saman í höggleik og punktakeppni.

Golfmeistari Víkingaklúbbsins 2014:  Stefán Bjarnason
Punktameistari Víkingaklúbbsins:  Guðlaug Ágústa (35 punktar)
Meistari Víkingaklúbbsins með forgjöf:  Gunnar Fr. Rúnarsson (30 punktar)
Púttmeistari Víkingaklúbbsins:  Halldór Grétar Einarsson  (34 pútt)
Unglingameistari Víkingaklúbbsins í golfi:  Benjamín Jóhann Johnsen
Kvennameistari Víkinaklúbbsins í golfi:  Guðlaug Ágústa
Skákgolfmeistari:  Pálmi Pétursson
Skákgolfmeistari (punktar):  Gunnar Fr. Rúnarsson
Skákmót:  Halldór Grétar Einarsson
Íslandsmeistari skákfélaga í golfi:  Víkingaklúbburinn
Íslandsmeistari skákfélaga í skákgolfi:  Skákdeild Breiðabliks
Íslandsmeistari skákfélaga í golfi (punktar):  TR
Íslandsmeistari skákfélaga í skákgolfi (punktar): Víkingaklúbburinn

Nánari úrslit má nálgast hér: http://chess.is/golf/vikingagolf2014.htm









Afmælismót formans 2014

Afmælismót formanns Víkingaklúbbsins var haldið að heimili formanns í Álftamýri miðvikudaginn 17. september. Afmælisbarnið Gunnar f. 8. september vildi halda upp á afmælið sitt með óvenjulegum hætti eins og undanfarin ár. 

Úrslit mótsin urðu þau að  Stéfán Þór Sigurjónsson sigraði nokkuð óvænt með 5.5 vinninga, en hann leyfði bara eitt jafntefli gegn Inga Tandra.  Ingi fylgdi Stefán eftir allt mótið, en tapaði óvænt fyrir Þresti Þórssyni í síðustu umferð.  

Úrslit:

1.  Stefán Þór Sigurjónsson 5.5 vinninga.
2.  Ingi Tandir Traustason 4.5 v.
3.  Gunnar Fr. Rúnarsson 4.v.
4.  Þröstur Þórsson 2. v.
5.  Halldór Ólafsson 1.v. 
6.  Orri Víkingsson 0.v.



Hraðskákkeppni taflfélaga 2014

Víkingaklúbburinn tefldi tvær viðureignir á hraðskákmóti taflfélaga í sumar.  Í  16. liða úrslitum drógumst við gegn Skákfélagi Íslands og úr varð hörku viðureign.  Fyrir umferðina var það ljóst að dregið hafði verið í 8-liða úrslit og sigurvegar viðureignarinnar átti að mæta hinu geysisterka liði sem ber nafnið Huginn.  Viðureign var mjög jöfn og spennandi.

Frétt hér: 

Víkingaklúbburinn mætti svo Huginn í 8. liða úrslitum keppninnar og leist greinahöfundi síður en svo á þessa viðureign, enda hafði Huginn gersigrað geysisterkt lið Vestmannaeyja í umferðinni á undan. Við höfðum líka ákveðið að hvíla okkar sterkustu menn, Björn Þorfinnsson og Davíð Kjartansson. Hér má sjá facebookskrif frá 2. september:

Greinahöfundur leist síður en svo á þennan bardaga, en hefur samt marga fjöruna sopið á skáksviðinu. Við mættum þarna firnasterku nýju liði, sem hafði nokkrum dögum áður kafsiglt sjálfa Vestmannaeyinga. Í keppninni við Hugingsmenn vorum við án okkar bestu fallbyssna theirra Davíðs Kjartanssonar og Bjarnar Þorfinnssonar. Formaður Víkingaklúbbsns átti því von á slátrun og hann tjáði félögum sínum að honum væri ekki á móti skapi þótt við myndum sleppa því að mæta til leiks, en einbeita okkur í staðin að deildinni. Þeir félagar Stefán Þór og Ólafur Brynjar tóku það ekki í mál og á endanum ákvað formaðurinn að mæta til leiks ásamt bardagaköppum sínum. Leikar fóru hins vegar svo að við börðumst eins og ljón og náðum heilum 19. vinningum í hús gegn ofurliði Huginsmanna. Orustan tapaðist en stríðinu er ekki lokið.

Frétt hér: