Tuesday, September 29, 2015

Mótaáætlun Víkingaklúbbsins haustið 2015

Knattspyrnufélagið Víkingur og Víkingaklúbburinn verða með skákæfingar fyrir börn og unglinga í Víkinni Víkingsheimilinu á miðvikudögum í vetur.  Fyrsta æfingin var miðvikudaginn 23. september og síðasta æfingin fyrir jólafrí verður miðvikudaginn 9. desember, en þá verður jólamót Víkingaklúbbsins haldið.  Einning er stefnt að því að byrja skákæfingar í Inngunnarskóla á þriðjudögum í vetur, eins og síðasta vetur.  Þeir tímar verða á þriðjudögum frá kl 14.20-16.00.  


Mótaáætlun þessi er birt með fyrirvara um breytingar.

Barna og unglingaæfingar í Víkinni

23. september. 17.15-18.30.  (fyrsta æfing).
14. október. 17-10-18.30.  (Meistaramót Víkingaklúbbsins).
??'.  Íslandsmót unglingasveita (Garðabær).
9. desember. 17.15-19.00.  (Jólamót Víkingaklúbbsins 2014).
Önnur mót fyrir börn og unglinga má nálgast hér:

Fullorðinsæfingar:  Skák og Víkingaskák

1. október.  Kringlumótið
14. október. Afmælismót formanns (Víkingaskák) kl 20.00 (Staðsetning óákveðin).
28. október. Víkingaskák (Víkin) kl 20.00
11. nóvember.  Atskákmót Víkingaklúbbsins (Víkin).  kl 20.00.
25. nóvember.  Íslandsmótið í Víkingaskák (Víkin).  kl 20.00.
30. desember (miðvikudagur). Jólamót Víkingaklúbbsins (skák&Víkingaskák) Skáksambandið kl 20.00.

Íslandsmót skákfélaga, fyrri hluti

Víkingaklúbburinn sendi þrjú lið á Íslandsmót skákfélaga í Rimaskóla, en fyrri hlutin mótsins lauk síðustu helgi.  A liðið keppir í 1. deild, B liðið í 3. deild og C liðið í 4. deild.

Frétt um mótið hér:
Chess results hér:

Barnaæfing í Víkinni

Fyrsta barnaæfingin í Víkinni í september. Fengum góða gesti, því þeir Grzegorz Gajewski og Marcin Dziuba frá Póllandi mættu og heilsuðu uppá krakkana. Þeir félagar eru mjög öflugir stórmeistarar og Grzgorz var m.a aðstoðarmaður Anands í heimsmeistaraeinvígi hans við Magnús Carlsen. 10 krakkar mættu á fyrstu æfinguna, sem heppnaðist vel, en frumsýning myndarinnar Pawn Sacrifice setti strik í reikningin, því yfirkennarinn var vant viðlátinn.

Æfingar Víkingaklúbbsins verða alla miðvikudaga í vetur frá kl 17.15-18.30.  Einnig verða æfingar á þriðjudögum í Ingunnarskóla, frá kl. 14.20-16.00.
Wednesday, September 23, 2015

Barnaæfingar í Víkinni hefjast í dag


Kringluskákmótið 2015

Kringluskákmótið 2015 fer fram fimmtudaginn 1. október, og hefst það kl. 17:00. Mótið fer fram í Kringlunni, en að mótinu stendur Víkingaklúbburinn skákfélag, með aðsetur í Víkingsheimilinu í Víkinni, í samstarfi við markaðsdeild Kringlunnar.  Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar muni taka þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst eftir að opnað verður fyrir skráningu. Mótið er öllum opið og er þátttaka ókeypis en skráning mun fara fram á Skák.is (Guli kassinn). Hámarkfjöldi keppenda er 60 manns og því er ekki hægt að tryggja þátttöku nema að skrá sig til leiks. Einnig er hægt að skrá sig í síma 8629744 (Gunnar).  Fyrirkomulag mótsins er þannig að keppendur draga fyritækjaspjald úr hatti, sem keppandinn síðan teflir fyrir í mótinu.  Skráningu líkur kl 12.00 að hádegi á mótsdag. Tefldar verða 8 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma.   Skákstjóri er Haraldur Baldursson. 


Saturday, September 12, 2015

Golfmót Víkingaklúbbsins 2015

Meistaramót Víkingaklúbbsins fór fram í frábæru veðri laugardaginn 29. ágúst í Leirdalnum.  Nokkur forföll urðu á síðustu stundu, og tæknimeistari mótsins Halldór Grétar Einarsson var á bakvakt hjá Aktavía og var kallaður út á 4. braut og þurfti því að hætta í miðjum leik.

Golfmeistari Víkingaklúbbsins 2015:  Gunnar Fr. Rúnarsson
Punktameistari Víkingaklúbbsins:  Davíð Kjartansson
Púttmeistari Víkingaklúbbsins:  Benjamín Jóhann Johnsen  (16 pútt)
Unglingameistari Víkingaklúbbsins í golfi:  Benjamín Jóhann Johnsen
Skákgolfmeistari:  Gunnar Fr. Rúnarsson
Skákgolfmeistari (punktar):  Ingi Tandri Traustason
Skákmót:  Pálmi Pétursson & Davíð Kjartansson
Íslandsmeistari skákfélaga í golfi:  Vín/Fjölnir
Íslandsmeistari skákfélaga í skákgolfi:  Vin/Fjölnir

Videó 1 hér:
Videó 2 hér:
Videó 3 hér:
Videó 4 hér:

Nánari úrslit hér: