Sunday, November 13, 2016

Úrslit á Meistaramóti Víkingaklúbbsins

Meistarmót Víkingaklúbbsins var haldið miðvikudaginn 9. nóvember á æfingatíma.  Alls tóku 26. keppendur þátt í mótinu, nítján telfdu í eldri flokki (3-10 bekkur), en sjö í yngri flokki (2. bekkur og yngri).  Hörkukeppni var í báðum flokkum, m.a tóku fimm stúlkur þátt í mótinu.  Sigurvegar í eldri flokki varð Benedikt Þórsson með 5. vinninga af 6. mögulegum.  Annar varð Adam Ómarsson einnig með 5. vinninga, en lægri á stigum.  Óttar Örn varð þriðji með 4.5 vinninga.  Elsa Arnaldardóttir varð efst stúlkna, Bergþór Helga önnur og Batel þriðja.  Begþóra Helga varð efst Víkinga í eldri flokki, en Sigurður Rúnar efstur drengja.

Í yngri flokki sigraði Bjartur Þórsson með 6. vinninga, en Einar Dagur varð annar með 5. vinninga. Þriðji varð svo Jósep Omarsson með 4. vinninga.  Einar Dagur varð efstur Víkinga í yngri flokki.

Telfdar 6. umfeðir með 7. mínútna umhugsunartíma.  Skákstjórar voru Stefán Bergsson (eldri flokki) og Lenka Ptacnikova (yngri flokki).

Sigurvegari í eldri flokki:  Benedikt Þórisson
Sigurvegari í yngri flokki:  Bjartur Þórisson
Sigurvegari í stúlknaflokki:  Elsa Arnaldardóttir
Meistari Víkingaklúbbsins eldri flokkur:  Bergþóra Helga
Meistari Víkingaklúbbsins drengja eldri flokkur:  Sigurður Rúnar
Meistari Víkingaklúbbsins yngri flokkur:  Einar Dagur Brynjarsson.

Sigurvegarar í hverjum árgangi:

2011: Josef Omarsson
2009:  Bjartur Þórissin
2008:  Bergþóra Helga Gunnarsdóttir
2007:  Benedikt Þórisson
2006:  Óttar Örn
2005:  Tristan Thoroddsen

Eldri flokkur, Chess results hér:
Yngri flokkur, Chess results hér:











Meistaramót Skákfélags Ingunnarskóla 2016

Sextán krakkar tóku þátt í Meistaramóti Skákfélags Ingunnarskóla sem haldið var á æfingartíma. Magnús Hjaltason og Guðmundur Peng unnu allar sínar viðureignir, en gerðu jafntefli innbirgðis. Þeir tefldu svo tveggja skáka bráðabana, sem Guðmundur Peng sigraði.  Þriðji í mótinu varð svo Jökull Ómarsson, en hann tapaði einungis fyrir Guðmundi og Magnúsi.







Monday, November 7, 2016

Meistaramót Víkingaklúbbsins 2016

Meistaramót Víkingaklúbbsins fyrir yngri flokka (Haustmótið) fer fram miðvikudaginn 9. nóvember í Víkingsheimilinu og hefst það kl 17.15.  Telfdar verða 6. umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma  Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, auk þess sem efsti Víkingurinn í stráka og stelpuflokki fá viðurkenningapening. Telft verður í einum flokki, en efsti einstaklingur hvers árgangs fær verðlaunapening.  Mótið er opið öllum ungmennum fædd 2001 og síðar og þátttaka er ókeypis.  Skákstjóri á mótinu verður Stefán Bergsson.  Núverandi meistari Víkingaklúbbsins er Jón Hreiðar Rúnarsson.