Sunday, December 31, 2017

Jón Viktor, Lenka og Gunnar Freyr Jólavíkingar 2017.

Jón Viktor Gunnarsson, Lenka Ptacnikova og Gunnar Fr Rúnarsson sigruðu á Jólamóti Víkingaklúbbsins sem haldið var í húsnæði Skáksambands Íslands föstudaginn 29. janúar síðasliðin.  Jón Viktor sigraði örugglega á skákmótinu, en hann fékk 5.5 vinninga af sex mögulegum, en Lenka Ptacnikova varð önnur með 4.5 vinninga og Páll Þórarinsson þriðji með 4.0 vinninga. 

Í Víkingaskákinni sigraði Gunnar Freyr eftir hörku baráttu við Lenku og Gauta Pál Jónsson, en Gunnar fékk 5. vinninga af 6 mögulegum.  Lenka varð önnur með 4.5 vinninga, en í 3-4 sætu komu Ólafur Brynjar Þórsson og Sigurður Ingason með 4. vinninga, en eftir bráðabanaskák, náði Sigurður bronsinu.  Efst kvenna í Víkingaskákinni varð Lenka, en Gauti Páll varð efstur í unglingaflokki og Adam Omarsson varð annar. 

Á mótinu var einnig keppt um titilinn Íslandsmeistari í tvískák, en sérstakur bikar var fyrir besta árangur í báðum mótunum.  Eftir útreikninga kom í ljós að Lenka varð efst í Tvískákinni, Gunnar Fr varð annar, en Ólafur Brynjar varð þriðji. 

Í skákmótinu voru tímamörkin 3 2, en í Víkingaskákinni voru tímamörkin hins vegar 5 3, en tefldar voru 6. umferðir í báðum mótunum (samtals 12 umferðir).  Keppendur á skákmóltinu voru tólf, en níu tóku þátt í Víkingaskákinni.  Skákstjóri á motinu var Gunnar Fr. Rúnarsson.

 Úrslit í hraðskákmótinu:

1. Jón Viktor Gunnarsson 5.5 af 6
2. Lenka Ptacnikova 4.5
3. Páll Þórarinsson 4.0
4. Gunnar Fr. Rúnarsson 3.5
5. Ólafur Brynjar Þórsson 3.5
6. Halldór Pálsson 3.5
7. Gauti Páll Jónsson 3.0
8. Sigurður Ingason 2.5
9. Sturla Þórðarson 2.0
10. Sune Bang 2.0
11. Adam Omarson 2.0
12. Jósep Omarson 0.0

Tvískákmótið:

1. Lenka Ptacnikova 9.0
2. Gunnar Fr Rúnarsson 8.5
3. Ólafur Brynjar Þórsson 7.5

Víkingaskákin:

1. Gunnar Fr. Rúnarsson 5.0 af 6
2. Lenka Ptacnikova 4.5
3. Sigurður Ingason 4.0
4. Ólafur Brynjar Þórsson 4.0
5. Gauti Páll Jónssn 3.5
6. Sturla Þórðarson 3.0
7. Páll Þórarinsson 2.0
8. Adam Omarson 2.0
9. Halldór Pálsson 2.0
10. Orri Víkingsson 0.0
















Saturday, December 23, 2017

Jólamót Víkingaklúbbsins 2017

Jólamót Víkingaklúbbsins verður haldið föstudaginn 29. des í húsnæði Skáksambands Íslands og hefst það kl 19.30. Teflt verður bæði skák og Víkingaskák. Fyrst 6. umferða skákmót með 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir það verða 6. umferðir í Víkingaskák, þs 6 umferðir 7. mínútur.  Verðlaun í boði fyrir þrjú efstu sæti og ókeypis veitingar, m.a Víkingamjöður.  Ekki er nauðsynlegt að taka þátt í báðum mótunum og þeir sem ætla að tefla einungis Vîkingaskák mæta ekki seinna en kl 21.30.  Víkingaskákmótið er jafnframt Ìslandsmótið í Víkingahraðskák.  Einnig eru veitt sérstök verðlaun fyrir besta árangur í báðum mótunum, en sá sem er með besta árangurinn úr báðum mótunum er jafnframt Íslandsmeistari í tvískák.  Í Víkingaskákinni er jafnframt veitt verðlaun fyrir besta liðið.  Þrjú bestu skor gilda.

Sérstök aukaverðlaun fyrir Víkingaskák:  1. sæti:  8000, 2. sæti 6000, 3. sæti 4000, 1. sæti kvenna:  5000 (2. sætið 3000 og 3. sæti 2000)  1. sæti unglinga 5000 (2. sætið 3000 og 3. sæti 2000).

Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið: vikingaklubburinn(hjá)gmail.com


Mótið á sér orðið nokkra ára sögu eins og sjá má:

Mótið 2016 hér:
Mótið 2015 hér:

Mótið 2014 hér:
Mótið 2013 hér:
Mótið 2012 hér:
Mótið 2011 hér: 
Mótið 2010 hér:
Mótið 2009 hér:



Monday, December 18, 2017

Úrslit á jólamót Víkingaklúbbsins 2017.

Jólaskákmót Víkingaklúbbsins var haldið miðvikdaginn 13. desember á æfingartíma. Alls tóku tuttugu keppendur þátt, en mótið var í sterkari kantinum.  Benedikt Þórisson (2005)var í miklu stuði á mótinu og vann allar sínar skákir og endaði í efsta saeti.  Naestir honum komu svo hinir bráðefnilegu Gunnar Erik (2007) og Árni Ólafsson (2006) en báðir hlutu þeir 4. vinninga, en Gunnar Erik varð örlítið haerri á stigum.  Efst stúlkna á mótinu varð Soffía Berndsen  Einar Dagur Brynjarsson varð efstur Víkinga á mótinu og Bergþóra Gunnarsdóttir varð efst Víkinga í stúlknaflokki.

Telfdar voru 5. umferðir með 7. mínútan umhugsunartíma. Skákstjóri á mótinu var Ingibjörg Edda, en henni til aðstoðar voru þeir Gunnar Fr Rúnarsson og Sigurður Ingason..

Úrslit

1. Benedikt Þórisson 5 af 5
2. Gunnar Erik Guðmundsson 4
3. Árni Ólafsson 4
4. Adam Omarsson 3.5
5. Óttar Örn Bergman 3
6. Einar Dagur Brynjarsson 3

Stúlkur úrslit

1. Soffía Berndsen 3 af 5
2. Anna Katarína 2
3. Bergþóra Helga 2

Bestur 2005: Benedikt Þórisson
Bestur 2006: Árni Ólafsson
Bestur 2007:  Gunnar Erik
Bestu 2008:  Soffía Berndsen
Bestur 2009:  Einar Dagur Brynjarsson
Bestur 2010:  Gunnar Jóhannsson
Bestur 2011:  Jósep Omarsson

Nánari úrslit á chessresults hér:









Tuesday, December 5, 2017

Jólamót Víkingaklúbbsins 2017

Jólamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu miðvikudaginn 13. desember.  Telfdar verða 5. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann.  Mótið hefst mótið kl. 17.15. Allir krakkar/unglingar á grunnskólaaldri eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.  Veitt verða verðlaun fyrir 3. efstu sætin, auk þess sem þrjár eftstu stúlkur fá verðlaun.  Einnig eru verðlaun fyrir þrjá efstu félagsmenn í stúlku og drengjaflokki, auk þess sem efsti einstaklingur í hverjum árgangi fær medalíu. 

Barna og unglingaæfingar voru vikulega í vetur, en næsta æfing eftir jólafríð verður miðvikudaginn 11. janúar og verða æfingar vikulega fram á vor. 
Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið:  vikingaklubburinn(hjá)gmail.com og á skak.is (guli kassinn), þs þegar sá kassi verður tilbúinn!

Nánari upplýsingar veitir Gunnar (gsm:  8629744).


Úrslit mótsins 2016 hér:
Úrslit mótsins 2015 hér:
Úrslit 2014 hér: 
Úrslit 2013 hér: 
Úrslit 2012 hér: