Monday, August 26, 2024

Kringlumótið 2024

 

Kringluskákmótið 2024 fer fram fimmtudaginn 26 september, og hefst það kl. 16:30. Mótið fer fram í Kringlunni, en að mótinu stendur Víkingaklúbburinn skákfélag, með aðsetur í Víkingsheimilinu í Víkinni, í samstarfi við markaðsdeild Kringlunnar.   Mótið er öllum opið og er þátttaka ókeypis en skráning mun fara fram á Skák.is(Guli kassinn)

Hámarkfjöldi keppenda er 40 manns og því er ekki hægt að tryggja þátttöku nema að skrá sig til leiks. Einnig er hægt að skrá sig í síma 8629744 (Gunnar). Fyrirkomulag mótsins er þannig að keppendur draga fyritækjaspjald úr hatti, sem keppandinn síðan teflir fyrir í mótinu.  Skráningu líkur kl 12.00 að hádegi á mótsdag. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútur í umhugsunartíma.  Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. 

Sigurvegarinn mótsins hlýtur titilinn Kringuskákmeistari 2023 og forlátan verðlaunagrip að auki.  Þrjár efstu konur og þrjú efstu ungmenni 15. ára og yngri og þrjár efstu í stúlkur 15. ára og yngri fá sérstök verðlaun (Verðlaunagrip fyrir efsta sætið og verðlaunapeningur fyrir annað og þriðja sætið). Núverandi Kringlumeistari er Björn Þprfinnsson (2022), sem telfdi fyrir Decode.   Skákstjórar á mótinu verða Haraldur Baldursson og Kristján Örn Elíasson. 

Kringlumeistari 2015:  Björn Þorfinnsson
Kringlumeistari 2016:  Ingvar Þór Jóhannesson
Kringlumeistari 2017:  Omar Salama
Kringlumeistari 2018:  Vignir Vatnar Stefánsson
Kringlumeistari 2019:  Björn Þorfinnsson
Kringlumót 2020:  Féll niður
Kringlumót 2021:  Féll niður
Kringlumót 2022:  Jóhann Hjartarson
Kringlumótið 2023:  Björn Þorfinnsson


Friday, May 31, 2024

Kringlumótið 2023, úrslit

Kringlumót Víkingaklúbbsins. Efstir međ 6.5 vinninga af 7 urđu Björn Þorfinnsson og Róbert Lagerman. Björn var hærri á stigum og vann því mótiđ í þriđja skipti. Arnar Hreiđarsson varđ þriđji. Gunnar Gunnarsson sigrađi í flokki 65. ára og eldri. Nánar úrslit hér: https://chess-results.com/tnr825658.aspx?lan=1&art=4


































Kringlumót 2022 úrslit

Kringlumótið 2022 (Hamborgarafabrikkumótiđ 2022) var haldiđ í Kringlunni síđasta miđvikudag 27. april 2022. 14 keppendur tóku þátt. Mótið var fjáröflunarmót fyrir skákdeildina. Tefldar voru 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 plús 2. Sigurvegari varđ Jóhann Hjartarson (Íslensk erfđargreining). Annar varđ Tómas Björnsson (Malbikunarstöðin) og þriđji varđ Gunnar Fr. Rúnarsson (Bæjarbakarí). Efst kvenna varð Lisseth Mendez (Guðmundur Arason smíðajárn). Skákstjóri á mótinu var Páll Sigurðsson. Nánari úrslit hér: https://chess-results.com/tnr632255.aspx?lan=1&art=5














Thursday, September 21, 2023

Kringluskákmótið 2023

 

Kringluskákmótið 2023 fer fram fimmtudaginn 28 september, og hefst það kl. 16:30. Mótið fer fram í Kringlunni, en að mótinu stendur Víkingaklúbburinn skákfélag, með aðsetur í Víkingsheimilinu í Víkinni, í samstarfi við markaðsdeild Kringlunnar.   Mótið er öllum opið og er þátttaka ókeypis en skráning mun fara fram á Skák.is(Guli kassinn)

Hámarkfjöldi keppenda er 30 manns og því er ekki hægt að tryggja þátttöku nema að skrá sig til leiks. Einnig er hægt að skrá sig í síma 8629744 (Gunnar). Fyrirkomulag mótsins er þannig að keppendur draga fyritækjaspjald úr hatti, sem keppandinn síðan teflir fyrir í mótinu.  Skráningu líkur kl 12.00 að hádegi á mótsdag. Tefldar verða 9 umferðir með 3 2 mínútur í umhugsunartíma.  Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. 

Sigurvegarinn mótsins hlýtur titilinn Kringuskákmeistari 2023 og forlátan verðlaunagrip að auki.  Þrjár efstu konur og þrjú efstu ungmenni 15. ára og yngri og þrjár efstu í stúlkur 15. ára og yngri fá sérstök verðlaun (Verðlaunagrip fyrir efsta sætið og verðlaunapeningur fyrir annað og þriðja sætið). Núverandi Kringlumeistari er Jóhann Hjartarson (2022), sem telfdi fyrir Decode.   Skákstjórar á mótinu verða Haraldur Baldursson og Kristján Örn Elíasson. 

Kringlumeistari 2015:  Björn Þorfinnsson
Kringlumeistari 2016:  Ingvar Þór Jóhannesson
Kringlumeistari 2017:  Omar Salama
Kringlumeistari 2018:  Vignir Vatnar Stefánsson
Kringlumeistari 2019:  Björn Þorfinnsson
Kringlumót 2020:  Féll niður
Kringlumót 2021:  Féll niður
Kringlumót 2022:  Jóhann Hjartarson



Friday, December 4, 2020

Víkingaklúbburinn á facebook

 Við erum að mestu komin á facebook með fréttir af skákstarfi okkar.  Þangað til annað kemur í ljós.  Þið finnið grúbbuna undir Víkingaklúbburinn.




Thursday, October 1, 2020

Golfmót Víkingaklúbbsins 2020

Meistaramót Víkingaklúbbsins í golfi 2020 verður haldið á Gufudalsvelli Hveragerði (Mýrinni Garðabæ til vara), sunnudaginn 4. október og hefst mótið kl:12.30.  Mæting kl. 12.00.  Spilaðar verða 18 holur og keppt verður bæði í höggleik án forgjafar og punktakeppni með fullri forgjöf. Sigurvegarinn í höggleik hlýtur sæmdarheitið: Golfmeistari Víkingaklúbbsins 2020. 


Um kl. 16.00 verður skákmót í golfskála, þar sem fer fram 5. mínútna hraðskákmót (9. umferðir), þar sem keppt verður í samanlögðum árangri í golfskák, með og án forgjafar.  Nánari upplýsingar um mótið gefur Gunnar Fr. Rúnarsson (gsm:  8629744).



Sunday, March 1, 2020

Stjórn Víkingaklúbbsins

Breytingar í stjórn. Á fundi Víkingaklúbbsins í febrúarmánuði var Stefán Bjarnason tekin í sjórn Víkingaklúbbsins. Ólaur Guðmundsson gengur úr stjórn. Stjórn Víkingaklúbbsins skipa nú:

Gunnar Fr Rúnarsson formaður
Haraldur Baldursson meðstjórnandi
Stefán Bjarnarson meðstjórnandi.

Að gefnu tilefni vil stjórnin árétta, að engin fjáröflun er í gangi á vegum klúbbsins, sb sala á harðfiski eða öðrum varningi. Allir styrkir fara í gegnum reikning Víkingaklúbbsins í Landsbankanum og Markaðsmenn ehf hafa séð um fjáröflun fyrir félagið fyrir hið árlega Kringlumót og aðra viðburði. Annað fyrirtæki eða einstaklingar eru ekki í fjáröflun fyrir félagið.