Saturday, January 30, 2010

Ingi Tandri heiðraður

Ákveðið var að færa einum efnilegasta Víkingaskákmanni ársins 2009 víkingatafl að gjöf, en Ingi Tandri Traustason náði að vinna eitt af þremur stórmótum ársins í Víkingaskák, þegar hann varð efstur í jólamóti Vinjar. Stefnt er að því að útdeila fleirri skáksettum til áhugasamra leikmanna. En skilyrðið er að menn mæti á a.m.k eina æfingu hjá klúbbnum.

Næsta verkefni klúbbsins er deildarkeppnin í Víkingaskák, en stefnt er að því að sex sveitir mætist á þrem boðum og keppi um hvaða lið verður Íslandsmeistari í fyrstu liðakeppninni í Víkingaskák. Umhugsunartími verður 15 mínútur á skák og keppnin verður haldin seinni partinn í febrúar. Hér fyrir neðan má sjá hugsanlega liðsuppstillingu liðanna. Einnig verða að öllum líkindum lið frá, Vin, stúlknalið Sögu, heimspekinemar osf.

Hugsanleg liðskiðan:

Víkingaklúbburinn A

1. Sveinn Ingi Sveinsson
2. Tómas Björnsson
3. Gunnar Fr. Rúnarsson

Víkingaklubburinn B

1. Halldór Ólafsson
2. Ólafur B, Þórs
3. Ólafur Guðmundsson

Haukar

1 Ingi Tandri
2. Jorge Foncega
3. Aðalsteinn Thoraresen

Hellir

1. Róbert Lagerman
2. Rúnar Berg
3. Guðmundur Lee

Gotturmur Tuddi

1. Þorgeir Einarsson
2. Bjarni Sæmundsson
3. John Ovintieros

Friday, January 15, 2010

Monday, January 11, 2010

Jón Úlfljótsson og Stefán Þór efstir á fimmtudagsæfingu

Tveir Vikingar röðuðu sér í efstu sætin á síðustu fimmtudagsæfingu í T.R um daginn. Jón Úlfljóts var þar fremstur meðal jafningja og sigraði á stigum. Glæsilegur árangur hjá Jóni, sem er að sigla í sitt besta form. Stefán Þór Sigurjónsson er einnig í góðum málum þessa dagana.

Úrslit má nálgast hér: