Thursday, December 30, 2010

Davíð Kjartansson og Sveinn Ingi Jólavíkingar 2010

Davíð Kjartansson og Sveinn Ingi Sveinsson sigruðu á jólamóti Víkingaklúbbsins sem haldið var þriðjudaginn 28 des. Davíð sigraði með yfirburðum á skákmótinu, leyfði aðeins tvö jafntefli. Í öðru til fjórða sæti urðu, Jón Árni Halldórsson, Lárus Knútsson og Tómas Björnsson. Jón Árni varð úrskurðaður í annað sæti á stigum og Lárus fékk þriðja sætið. Davíð er því hraðskákmeistari Víkingaklúbbsins 2010, en Ólafur B. Þórsson vann mótið 2009. Davíð Kjartansson vann því öll mót sem hann keppti á í jólafríi sínu. Hann varð m.a jólameistari Factory á Þorláksmessu og Íslandsmeistari í netskák 27 des. Átján keppendur tóku þátt í gríðalega skemmtilegu móti, þar sem tímamörk voru 5. mínútur og umferðirnar sjö.

Í Víkingaskákinni varð Sveinn Ingi Sveinsson langsterkastur, en hann er nú kominn sterkur til baka eftir að hafa átt slæmt Íslandsmót í 15. mínútna Víkingaskák. Sveinn sigraði alla andstæðinga sína og endaði með sjö vinninga. Sveinn er því Íslandsmeistari í hraðvíkingaskák 2010, en formaðurinn vann titilinn í fyrrra. Í öðru sæti varð Tómas Björnsson með 6. vinninga. Gunnar Fr. náði þriðja sætinu með fimm vinninga. Keppendur í Víkingaskákinni voru tólf, þar sem tímamörk voru 7. mínútur og umferðirnar sjö.

Á mótinu var einnig keppt um nýjan titil í fyrsta skipti, en sérstakur bikar var fyrir besta árangur í báðum mótunum. Sveinn Ingi kom gífurlega á óvart í skákmótinu með hörku framistöðu og því varð hann með flesta vinninga samanlagt. Hann hlaut því einnig titilinn bezti "tvískákmaður" ársins 2010. Sveinn fékk samanlagt ellefu vinninga, en Tómas varð annar með 10.5 vinninga. Þriðji í tvískákinni varð Gunnar Fr. með 9. vinninga.

Mótið var glæsilegt í alla staði og veitingar voru veittar án endurgjalds. Mótið í fyrra var heppnaðist einnig mjög vel, en hér má sjá úrslit og myndir frá 2009

Mótið 2009

Úrslitin á hraðskákmótinu

* 1. Davíð Kjartansson 6.0
* 2. Jón Árni Halldórsson 5.0
* 3. Lárus Knútsson 5.0
* 4. Tómas Björnsson 5.0

Úrslitin á Víkingahraðskákmótinu

* 1. Sveinn Ingi Sveinsson 7.0
* 2. Tómas Björnsson 5.5
* 3. Gunnar Fr. Rúnarsson 5.0
* 4. Ingi Tandri Traustason 4.0

Úrslitin í Tvískákinni

* 1. Sveinn Ingi Sveinsson 11.0
* 2. Tómas Björnsson 10.5
* 3. Gunnar Fr. Rúnarsson 9.0

Aukaverðlaun í Vîkingaskákinni

Öldungur 35 ára og eldri
1. Tómas Björnsson

Öldungaverðlaun II 45 ára og eldri
1. Gunnar Fr. Rúnarsson

Kvennaverðlaun
1. Inga Birgisdóttir

Unglingaverðlaun 20 ára og yngri
1. Jón Trausti Harðarsson









Davíð Kjartansson Íslandsmeistari í netskák

Davíð Kjartansson félagi í Víkingaklúbbnum varð í vikunni Íslandsmeistari í netskák. Mótið var mjög sterkt og var Davíð því vel að sigrinum kominn. Þetta er í annað sinn sem Davíð vinnur mótið. Davíð náði með sigrinum á mótinu bezta árangri Víkingaklúbbmeðlims frá upphaf. Það vakti mikila athygli í haust þegar Davíð tók U-beygju á ferlinum og gekk til liðs við lítinn 3. deildarklúbb í skákinni. Hann tók því Ólaf Stefánsson á þetta, því handboltamaðurinn sterki gerði svipað í boltanum á sínum tíma og eftir það og ferilinn fór bara upp á við. Það sama gerði einnig Hermann Hreiðarsson með góðum árangri. Formaðurinn óskar Davíð áframhaldandi sigra á skáksviðinu.

Lokastaðan:

Röð ICC-heiti Nafn Stig Vinn.
1 LennyKravitz Davið Kjartansson 2275 8.0
2 TheGenius Björn Ívar Karlsson 2170 7.5
3 Sallatkongurinn Arnar Erwin Gunnarsson 2405 6.5
4 omariscoff Omar Salama 2255 6.5
5 uggi Jón Kristinsson 2290 6.5
6 Grettir Bragi Þorfinsson 2435 6.0
7 Xzibit Ingvar Jóhanesson 2350 6.0
8 Vrykil Sigurður Daði Sigfússon 2355 6.0
9 HaddiBje Halldór Halldórsson 2205 6.0
10 Tupelo Heimir Ásgeirsson 2165 6.0
11 herfa47 Guðmundur Gíslasson 2360 6.0
12 isisis Erlingur Þorsteinsson 2045 6.0
13 Keyzer Rúnar Sigurpálsson 2145 6.0
14 Sonni Áskell Örn Kárason 2250 6.0
15 Blikablik Bjarni Hjartarson 2000 6.0
16 Busta Björn Þorfinnsson 2430 5.5
17 Njall Bragi Halldórsson 2225 5.5
18 skyttan Bjarni Jens Kristinsson 2020 5.5
19 sun Sverrir Unnarsson 1895 5.5
20 Lodfillinn Þorvarður Fannar Ólafsson 2200 5.0
21 gilfer Gunnar Magnússon 2100 5.0
22 orn94 Örn Leó Jóhannsson 1940 5.0
23 velryba Lenka Ptacnikova 2260 5.0
24 Cyprus Ögmundur Kristinsson 2100 5.0
25 Mikael1995 Mikael Jóhann Karlsson 1780 5.0
26 Semtex Sigurður Ingason 1775 5.0
27 Kumli1 Sigurður Arnarson 1870 4.5
28 Sleeper Hrannar Baldursson 2130 4.5
29 Reykjavik Kristján Örn Elíasson 1940 4.5
30 webhex Hrafn Arnarson 1905 4.5
31 Nappi Ingvar Örn Birgisson 1795 4.5
32 Gaflarinn Stefán Þór Sigurjónsson 2030 4.5
33 Vandradur Gunnar Björnsson 2095 4.5
34 Nokkvi94 Nökkvi Sverrisson 1805 4.5
35 Atli54 Atli Freyr Kristjánsson 2170 4.5
36 doddi Þórður Harðarson 0 4.5
37 neskorts Palmi R. Pétursson 2095 4.0
38 Veigar Tómas Veigar Sigurðarson 1825 4.0
39 krian27 Birkir Karl Sigurðsson 1560 4.0
40 EikZooon Eiríkur Örn Brynjarsson 1605 4.0
41 BluePuffin Jón G Jónsson 1680 4.0
42 kazmaier Gunnar Freyr Rúnarsson 1965 4.0
43 Haust Sigurður Eiríksson 1900 4.0
44 Dufgus Þorlákur Magnússon 1810 4.0
45 Arndis Arnaldur Loftsson 2085 3.5
46 eldingin Vignir Vatnar Stefánsson 1225 3.5
47 sendro 3.5
48 oddgeir Oddgeir Ottesen 1760 3.5
49 fluga1 Ingibjörg Birgisdóttir 1440 3.5
50 lands Gunnar Þorsteinsson 0 3.0
51 BVT Ingi Tandri Traustason 1860 3.0
52 Icelandictaurus Ólafur Gauti Ólafsson 1420 3.0
53 fiber Birgir Rafn Þráinsson 1795 3.0
54 umfs Magnús Matthíasson 1650 3.0
55 Kolskeggur Vigfús Ó. Vigfússon 1945 3.0
56 nonniulf Páll Snædal Andrason 1720 3.0
57 Heimaey Kristófer Gautason 1625 3.0
58 gamligaur Jón Kristjánsson 0 3.0
59 magnus000 Magnús Garðarsson 1475 2.5
60 Asstastic Daði Steinn Jónsson 1590 2.5
61 krusilius Veronika Steinunn Magnúsdóttir 1400 1.0

Sjá nánar á skak.is

Saturday, December 25, 2010

Jólamót Vîkingalúbbsins

Jólamót Víkingaklúbsins verður haldið þriðjudaginn 28. des og hefst það kl 19.30. (athuga breytta tímasetningu). Teflt verður bæði skák og Víkingaskák. Fyrst 7 umf skákmót með 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir það verða 7 umferðir í Víkingaskák, þs 7 umferðir 7. mínútur. Mótið fer fram í húsnæði Skáksambands Íslands að Faxafeni. Vegleg verðlaun í boði og ókeypis veitingar. Þeir sem ætla bara að tefla Vîkingaskák mæta ekki seinna en kl 21.00.

Friday, December 24, 2010

Úrslit á jólamóti Víkingaklúbbsins og Faktory

Jólamót Víkingaklúbbsins og skákklúbbs Factory var haldið á í gær Þorláksmessu. Môtið var mjög vel sótt þrátt fyrir anríki dagsins. Tuttugu og þrír keppendur mættu til leiks og margir mjög öflugir meistar, m.a einn alþjóðlegur meistari og þrír fide-meistarar. Á mótinu kepptu m.a fjórar konur. Sigurvegarar á mótinu voru þeir Tômas Björnsson og Davíð Kjartansson. Félagar í Vikingaklúbbnum röðuðu sér í efstu sætin, því sex efstu menn eru allir félagar í Víkingaklúbbnum. Reyndar er Tômas Björnsson orðinn Goði, en hann er samt enn í Víkingaklúbbnum, þótt hann sé ekki lengur félagi í SKÁKDEILD félagsins! Verðlaun voru vegleg, en veitt voru mörg aukaverðlaun fyrir utan sjóðspott og verðlaunagripi. Flestir voru leystir út með gjöfum. Aukaverðlaun voru m.a stressaðasti pabbinn, þolimóðasti krakkinn og bezti róninn. Látum það liggja milli hluta hver vann þau eftirsóttu verðlaun. Á mótinu voru tefldar 7. umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma og röggsamur skákstjóri mótsins var Haraldur Baldursson yfirvíkingur.

Úrslit jólamótsins:

* 1-2 Tómas Björnsson 6.0
* 1-2 Davíð Kjartansson 6.0
* 3. Stefán Þór SiJgurjónsson 5.5
* 4. Ólafur B. Þórsson 5.0
* 5-6 Jôn Úlfljótsson 4.5
* 5-6 Gunnar Fr. Rûnarsson 4.5
* 7-10 Sævar Bjarnason 4.0
* 7-10 Kristján Örn Elíasson 4.0
* 7-10 Halldór Pálsson 4.0
* 7-10 Jorge Fonsega 4.0
* 11 Hörður Garðarsson 3.5
* 12 Haraldur Baldursson 3.5
* 13 Ingibjörg Birgisdóttir 3.5
* 14 Ágúst Örn Gíslason 3.5
* 15 Páll Sigurðsson 3.5
* 16 Óskar Long Einarsson 3.5
* 17 Ingólfur Gíslason 3.0
* 18 Kjartan Ingvarsson 3.0
* 19 Helgi Björnsson 3.0
* 20 Sturla Þórðarson 2.5
* 21 Sóley Pálsdóttir 2
* 22 Saga Kjartansdóttir 2.0
* 23 Þorbjörg Sigfúsdóttir 1.0










Wednesday, December 22, 2010

B-heimsmeistaramótið

Undanrásir fyrir sjálft heimsmeistaramótið sem haldið verður snemma á næsta ári fór fram miðvikudaginn 15 desember. Mótið var opið öllum, en keppt var um þau fjögur sæti sem laus eru í tíu manna úrvalsmótinu. Leikar fóru þannig að Sveinn Ingi Sveinsson sigraði á mótinu með 4. vinninga. Annar varð Tómas Björnsson með 3.5 vinninga. Gunnar Fr. varð svo þriðji með 3.0 vinninga. Þrír efstu menn höfðu þegar tryggt þátttöku á úrvalsmótinu, en Sigurður Ingason, Halldór Ólafsson og Inga Birgisdóttir tryggðu sér þátttökurétt með framistöðu sinni. Á B-heimsmeistaramótinu var teflt með 10. mínútna umhugsunartíma, en í úrvalsmótinu verða tímamörkin 25 mínútur á skák og umferðirnar verða tíu.

Úrslit B-heimsmeistaramótsins:

1. Sveinn Ingi Sveinsson 4.0 vinningar.
2. Tómas Björnsson 3.5 v.
3. Gunnar Fr. Rûnarsson 3.0 v.
4. Sigurður Ingason 2.5 v.
5. Halldór Ólafsson 2.0 v.
6. Inga Birgisdóttir 0.0 v.

Í seinni hlutanum var svo teflt um síðasta bikar ársins, sjálfan meistaratitilinn í 10 mínútna skák. Á mótinu urðu þrír efstir og jafnir, en Siguður Ingason náði að stoppa Gunnar Fr. í síðustu umferð með því að sigra, en Siguður vann einnig Gunnnar í B-heimsmeistaramótinu. Siguður hefur því náð feiknagóðu taki á formanninum í Víkingaskákinni. Sigurður, Tómas og Gunnar munu því hafa aukamót um meistarabikarinn á næstu dögum.

Úrslit 10 mínútna Meistaramótsins:

1-3. Gunnar Fr. Rúnarsson 2. vinningar.
1-3. Tómas Björnsson 2.0 v.
1-3. Sigurður Ingason 2.0 v.
4. Halldór Ólafsson 0.0. v.




Monday, December 20, 2010

Jólaskákmót Víkingaklúbbsins í skák og Skákklúbbs Faktory

Hressilegt Jólaskákmót Víkingaklúbbsins í skák og Skákklúbbs Skemmtistaðarins Faktory við Smiðjustíg 6. (gamli Grand, efri hæð) verður haldið 23. desember n.k.

Í ljósi Þorláksmessunnar og að það verður síðasti dagurinn fyrir Jól – þá er þreyttum og útúr tjúnnuðum víkingum (margir eflaust), feðrum, mæðrum og brjáluðum börnum – sérstaklega gert hátt undir höfði!


...
T.d. með sérstöku hlaðborði fyrir börnin og fullorðna. Ungum sem heldri graðhestunum er einnig velkomnir að mæta. Mótið er einnig til þess fallið að kynna starfsemi víkingaklúbbsins á næsta ári.

Mótið byrjar kl: 20:00 (til c.a. 21:30) – 6. umferðir (Monrad-kerfi)
og 6min. eru á hvorum keppenda.

Jólaverðlaun eru eftirfarandi (fyrir utan sjóðspott* og verðlaunagripi):

1. Drottningarpakki
2. Riddarapakki
3. Biskuparpakki
4. Víkingarpakki
5. Hrókspakki

Aukaverðlaun A

1. Stressaðasti pabbinn
2. Stressaðasta Mamman
3. Þolinmóðasti Krakkinn
4. Flottasti Víkingurinn
5. Bezti Róninn (alveg satt)

Aukaverðlaun B

1. Versti Róninn
2. Bezta Valkyrjan
3. Flottasti Einherjinn**

Tilvalið að kíkja inn á milli jólapakka kaupa. Mamman eða Pabbinn (eða bæði, og börnin fá nóg að drekka) tekið skák!

Sérstakur gestur kvöldsins er Jóhann Eiríksson víkingatrúbador (úr Gjöll og Reptilicus). En hann mun með rafmögnuðum strengjum sínum dramatasera stemningu að hætti sagnameistarana í den!

Aðgangur er 1500kr (að nokkrum fríðindum m.t.)

Þátttaka takmarkast við hámarksfjölda, svo skráið ykkur sem fyrst.

Sendið bara póst með fullu nafni, símanúmeri og … völdum línum (max tvær) út Hávamálum – á netfangið: stereohypnosis@gmail.com því flottasta framsögnin verður alveg sérstaklega** verðlaunuð!

Að lokum: Sjóðspotturinn* verður með klassísku sniði (50% / 30% / 20%), af höfuðstól eftir kostnað.

Samkundan er einnig gerð til að styrkja hina raunverulegu útrásarvíkinga: Trúboðann Stereo Hypnosis, í ,,Víking”.

Sjáumstum hressrir og kátr !!

Monday, December 13, 2010

3. stórmót eftir á árinu 2010

Viljum benda áhugasömum Vîkingaskákmönnum á að lítil breyting hefur orðið á upphaflegri mótaáætlun vetrarins. Miðvikudaginn 15. desember verður haldið B-heimsmeistaramótið í Vîkingaskák. Âkveðið var á fundi klúbbins að koma á 10. manna úrvaldsmóti þar sem tíu bestu Víkingaskákmenn heimsins myndu berjast um sjálfan heimsmeistaratitilinn. Til þess að gefa öllum tækifæri á að vera með mun næsta mót verða undankeppni um að komast í sjálfa úrlistakeppnina. En einugis fjögur sæti eru í boði. Gætu hugsanlega verið fleirri. þar sem búsast má við að einhverjir geti ekki notað kepnnisrétt sinn. Sjálft úrslitamótið verður tvö atkvöld sem verða augĺýst fljótlega, en á úrslitamótinu verða tefldar verða níu umferðir með 25. mínútna umhugsunartíma. Fimm umferðir fyrra kvöldið og fjórar það seinna. Kepnin verður miðvikudaginn 12 & föstudaginn 14 janúar. Þeir sem þegar hafa unnið sér sæti eru þeir sem náð hafa bestum árangri á tveim síðustu Íslandsmótum. Það eru þeir, Sveinn Ingi Sveinsson, Tómas Björnsson, Jorge Fonsega, Guðmundur Lee,Gunnar Fr. Rûnarsson & Ingi Tandri Traustason.

A. B-heimsmeistaramótið & Meistaramótið í 10. mínútna Vîkingaksák verður haldið miðvikudaginn 15. desember og tefldar verðar 6. umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Öllum er heimild þátttaka og einnig þeim sem þegar hafa unnið sér rétt í lokamótinu, en fjögur efstu sætin gefa sæti í úrslitamótinu, sem verður haldið fljótlega eftir áramót. Mótið hefst kl. 20.15 og keppt verður í félagsheimilinu Kjartansgötu.

B. Factory-mótið er hraðskákmót í samvinnu við Veitingastaðinn Factory (Gamli Grand Rokk), Víkingaklúbbsins og athafnarmannsins og Vîkingsins Ólafs B. Þórssonar. Mótið verður stórt hraðskákmót, þar sem starfsemi Víkingaklúbbsins verður kynnt. Nánar auglýst síðar.

C. Jôlamót Vîkingaklúbbsins verður haldið þriðjudaginn 28. desember (gæti þurft að færa yfir á miðvikudag eða fimmtudag). Mótið verður með svipuðu sniði og tvö síðustu ár, þar sem fyrst verður teflt gamla skákin og svo Vîkingamót. Vegleg verðlaun verða og góðar veitingar í boði klúbbsins. Í skákmótinu verða tefldar 7. umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma, en í Vîkingamótinu verða tefldar 7. umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma. Môtið verður að öllum líkindum haldið í húsnæði Skáksambands Íslands en verður auglýst nánar þegar nær dregur. Það gæti þurft að breyta dagsetningu, ef mótið rekst á jólamót annara skákfélaga.

Mótaætlun Víkingaklúbbsin í desember:

15. desember B-heimsmeistaramótið í Vîkingaskák (miðvikudagur). Mótið hefst kl. 20.15
23. desember Factorý-mótið (fimmtudagur). Mótið hefst kl 20.00
28. desember Jólamót Víkingaklúbbsins (þriðjudagur). Mótið hefst kl. 20.00 í húsnæði Skáksambandsins. (Ekki staðfest).

Úrslitin á síðustu miðvikudagsæfingu

Því miður vannst ekki tími til að birta úrslit síðustu miðvikudagsæfingu fyrir Íslandsmótið mikla. Sîðasta heila æfingin var haldin miðvikudaginn 18. nóv og var hún mjög fámenn en góðmenn. Sterkustu mennirnir mættu og tóku gott mót sem Ingi Tandi Traustason vann nokkuð örugglega.

Úrslit:

1. Ingi Tandri Traustason 5. vinningar
2. Tómas Björnsson 3 .v
3. Gunnar Fr. Rûnarsson 2,5 v
4. Halldór Ólafsson 0.5. v.

Friday, December 3, 2010

Úrslit á Íslandsmótinu í Vîkingaskák

Hörkuspennandi Íslandsmóti í Vîkingaskák lauk á fimmtudagskvöldið í húsnæði Vinjar. Eftir hörkubarning varð krýndur nýr sigurvegari Guðmundur Kristinn Lee, en hann tapaði einungis einni skák. Í öðru til þriðja sæti urðu svo Gunnar Fr. Rúnarsson og Ingi Tandri Traustason. Gunnar varð úrskurðaður í annað sæti á stigum. Sigurvegari í kvennaflokki varð hin bráðefnilega Ingibjörg Birgisdóttir, sem hefur á undratíma náð mikilli færini í taflinu. Páll Andrason varð krýndur Íslandsmeistari unglinga, en í flokki 35 ára og eldir varð Ingi Tandri meistari og Gunnar Fr, sigraði í flokki 45. ára og eldri. Metþátttak varð í mótinu, en átján skráðu sig til leiks. Sú hefð hefur skapast að á aðalmótinu er spiluð Víkingaskák með atskákfyrirkomulagi með 15 mínútna umhugsunartíma. Tefldar voru sjö umferðir og skákstjóri var öðlingurinn Haraldur Baldursson. Tvö stórmót eru enn eftir á árinu og það seinna er hið bráðskemmtilega jólamót. Hitt mótið verður ofurmót, sem verður auglýst fljótlega.

Myndaalbúm mótsins má finna hér:


Lokastaðan:

Opinn flokkur:

1. Guðmundur Lee
2. Gunnar Fr. Rúnarsson
3. Ingi Tandri Traustason

Kvennaflokkur:

1. Ingibjörg Birgisdóttir
2. Guðrún Ásta Guðmundsdóttir

Unglingaflokkur 20 ára og yngri:
1. Páll Andrasonn
2. Dagur Ragnarsson
3. Jón Trausti Harðarsson

Öðlingaflokkur I, 35 ára og eldri:
1. Ingi Tandri Óskarsson
2. Tómas Björnsson
3. Stefán Þór Sigurónsson

Öðlingaflokkur II, 45 ára og eldri:

1. Gunnar Fr. Rúnarsson
2. Sveinn Ingi Sveinsson
3. Arnar Valgeirsson

Opinn flokkur:

* 1 Guðmundur Lee 6
* 2-3 Gunnar Fr. Rûnarsson 5.5
* 2-3 Ingi Tandri Traustason 5.5
* 4-8 Jorge Fonsega 4
* 4-8 Sveinn Ingi Sveinsson 4
* 4-8 Páll Andrason 4
* 4-8 Ingimundur Guðmundsson 4
* 4-8 Tómas Björnsson 4
* 9 Ingibjörg Birgisdóttir 3.5
* 10. Stefán Þór Sigurjónsson 3
* 10-12 Halldór Ólafsson 3
* 10-12 Arnar Valgeirsson 3
* 13 Dagur Ragnarsson 2.5
* 14 Jón Trausti Haraldsson 2
* 15 Guðrún Ásta Guðmundsdóttir 2
* 16 Ólafur Guðmundsson 0
* 17 Magnús Magnússon 0
* 18 Hörður Garðarsson 0










Wednesday, November 24, 2010

Íslandsmótið í Víkingaskák

Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2010 fer fram í húsnæði Vinjar, Hverfisgötu 47 í Reykjavík fimmtudaginn 2 desember kl. 19.00. Tefldar verða 7 umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds. Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com eða í síma 8629744 (Gunnar) eða 8629712 (Halldór). Nauðsynlegt er að skrá sig til að tryggja þátttökurétt.

Verðlaun eru sem hér segir:

1) Vegleg veðlaun fyrir þrjú efstu sætin

2) Þrír efstu unglingarnir (20, ára og yngri).

3) Þrjár efstu konurnar.

4) Öðlingaverðlaun 40. ára og eldri.

5) Öðlingaverðlaun 50. ára og eldri.

Tuesday, November 23, 2010

Íslandsmótið í Vîkingaskák!

Íslandsmótið í Víkingaskák verður haldið fimmtudaginn 2. desember kl 19.00. Keppnisstaður Vin við Hverfisgötu. (Nánar auglýs síðar í vikunni). Æfing fyrir Íslandsmótið, miðvikudaginn 24. nóv & þriðjudaginn 30 nóvember kl 20.15 að Kjartansgötu 5!!!

Ath. Æfingar Vîkingaklúbbsins hafa verið færðar yfir á miðvikudaga vegna fjölda áskorana. Miðvikudagsæfingin 1. des fellur þó niður í næstu viku vegna Îslandsmóts deginum síðar!

Tuesday, November 16, 2010

Atmót / æfing

Atmót / æfing verður á morgun MIÐVIKUDAG 17. nóv og hefst mótið kl. 20.15 Í félagsheimilinu Kjartansgötu 5. (EKKI Á ÞRIÐJUDAG)

Saturday, November 13, 2010

Þriðjudagsæfingin

Þriðjudagsæfingin 9. nóvember var fámenn en góðmenn. Ingi Tandri mætti eftir nokkurt hlé, en hann hafði verið að tefla gömlu skákina síðustu vikur á Haustmóti TR. Ingí sýndi að hann hafði engu gleymt og sigraði glæsilega með fullu húsi. Tefldar voru 3. umferðir allir við alla með 11. mínútna umhugsunartíma!

Við minnum á að í næstu viku miðvikudaginn 17. nóvember verður atmót, sem verður síðasta alvöru upphitun fyrir sjálft Íslandsmótið sem verður að öllum líkindum þriðjudaginn 29. nóvember.

Úrslit:

1. Ingi Tandri Traustason 3. vinningar
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 1.5 .v
3. 'Ólafur B. Þórsson 1,5 v
4. Halldór Ólafsson 1. v.

Monday, November 1, 2010

Þriðjudagsæfing

Æfing í Víkingaskákinni þriðjudaginn 2. nóvember kl. 20.15. Viljum sérstaklega hvetja nýliða til að mæta í kvöld og hafa jafnframt samband við Halldór Ólafsson umsjónarmann í síma 8629712 til að tilkynna þátttöku. Formaðurinn er hins vegar að keppa á heimskraftamóti öldunga og kemst ekki að þessu sinni.

Thursday, October 28, 2010

Magnús Ólafsson

Magnús Ólafsson höfundur Víkingaskákarinnar er fæddur á þessum degi 28. október árið 1924. Magnús hefði því orðir 86. ára í dag ef hann hefði lifað. Víkingklúbburinn er staðráðinn í að halda á lofti arfleið Magnúsar og hans helstu uppfinningu sem Víkingakskákin er. Íslandsmótið í fyrra var minningarmót um Magnús eins og mótið í ár.

Wednesday, October 27, 2010

Pistill formanns

4. deild

Víkingaklúbbnum-b var spáð góðu gengi í 4.deild enda valinn maður í hverju rúmi. Gengi sveitarinnar var þó örlítið lakara en vonast var til, en nýtt kerfi hefur nú tekið gildi í 3 & 4 deild svokallað match-point. Það er því mjög slæmt að tapa viðureign í toppbaráttu deildarinnar. Því miður töpuðust tvær viðureignir með minnsta mun, en nokkrir þéttir skákmenn gátu ekki mætt í fyrri hluta keppninnar, m.a þeir Sverrir Sigurðsson, Þröstur Ingibergsson, Ágúst Örn Gíslason, Kári Elíson og Óskar Haraldsson svo fáeinir séu nefndir. Í seinni hlutanum verða flestir þessa manna klárir í slaginn og því er ekkert útilokað að liðið komist upp um deild.

Í fyrstu umferð mótsins sigrði Vìkingaklúbburinn sterkt d-lið TR með minnsta mun. Sú sveit er frekar sterk á pappírunum. Í næstu umferði mætti sveitin svo hinum geysiöflugu nýliðum í Skákfélagi Íslands. Sú viðureign tapaðist því miður með minnsta mun. Í þriðju umferð vannst svo góður sigur á sveit frá Akureyri, en í lokaumferð fyrri hluta Íslandsmótisins kom svo tap gegn þéttri sveit "unglinganna " í Skáksambandi Asturland.

Fyrri hlutinn er lokið, en því miður töpuðust dýrmæt stig. Framtíðin er þó björt og liðsmenn b-sveitar geta borið höfuðið hátt. Þriðja sætið ætti að vera raunhæft markmið, ef það næst að smala saman sterku b-liði í seinni hluta keppninnar í mars.

Framistaða einstakra liðsmanna

Jónas Jónasson tefldi bara tvær skákir og stóð sig þokkalega á fyrsta borði. Ef hann hefði mætt í fleirri umferðir eins og upphafleg stóð til, hefði sveitin styrkst til muna niður á við. Jónas tapaði einni og vanna eina

Jón Úlfljóttsson tefldi af miklu öryggi og gerðir allar fjórar skákirnar jafntefli. Bara nokkuð góð niðurstaða á 1 & 2 borði þar sem andstæðingarnir eru alla jafna mjög sterkir.

Birgir Berndsen stóð sig mjög vel og vann þrjár fyrstu skákirnar, en tapaði óvænt í fjórðu umferð. Mjög góður árangur hjá Birgi.

Sveinn Ingi Sveinsson gerði tvö jafntefli og stóð fyrir sínu. Getur gert enn betur í seinni hlutanum.

Sigurður Ingason tefldi af miklu öryggi og vann eina skák og gerði tvö jafntefli.

Svavar Viktorsson tefldi þrjár skákir og tapaði tveim en gerði eitt jafntefli. Svavar hefur oft teflt betur og mun örugglega gera betur næst

Þröstur Þórsson tefldi tvær skaḱir og tapaði annari en gerði hina tafntefli. Þröstur hefur oft gert betur og bað um að láta taka sig út í síðustu umferðunum. Hann kemur sterkur inn síðar.

Ingimundur Guðumundsson tefldi þrjár skákir og vann tvær og leyfði aðeins eitt jafntefli. Ingimundur hefur alltaf staðið fyrir sínu og er þettur liðsmaður.

Gunnar Ingibergsson tefldi aðeins eina skák og gerðir janftefli við Akureyri-d. Gunnar fær örugglega að spreyta sig meira á næstunni, enda í örri framför.

Sjá nánar á Chess-results:

Tuesday, October 26, 2010

Þriðjudagsæfing

Æfing á Víkingaskákinni í kvöld, þriðjudaginn 26. október kl. 20.15. Viljum sérstaklega hvetja nýliða til að mæta í kvöld!

Tuesday, October 19, 2010

Úrslit á afmælismótinu

Afmælismót formanns var mjög skemmtilegt mót, þar sem níu keppendur voru mættir til leiks. Meðal þeirra voru þrír kornungir skákmenn úr Skákfélagi Íslands, sem voru komnir til að fá Vîkingatafl að gjöf frá klúbbnum fyrir góða mætingu. Tefldar voru 9. umferðir (allir við alla) með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótið var gífurlega spennandi og ungu mennirnir komu ferskir inn. Páll Andrason átti gífurlega gott mót og náði m.a að vinna sterka meistara og stóð að lokum uppi sem sigurvegari. Svo skemmtilega vildi til að hann mætti Gunnar Fr. í hreinni úrslitaskák í síðustu umferð, þar sem Gunnar þurfti að vinna skákina til að komast yfir Pál á vinningum. Jafntefli nægði Páli til sigurs og þau urðu úrslitin eftir mikið tímahrak.

Úrslit:

1. Páll Andrason 7.5 vinningar
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 7. v
3. Tómas Björnsson 6.5 v
4. Jon Birgir Einarsson 6
5. Guðmundur Lee 5.5
6. Sigurður Ingason 4.5
7. Halldór Ólafsson 3
8. Birkir Karl Sigurðsson 2
9. Arnar Valgeirsson 2
10. Orri Víkingsson (skotta) 0

Stórafmælismóts Gunnars Freys!

Víkingaskákmót/æfing í kvöld þriðjudag 19. október í félagsheimili Vîkingaklúbbsins. Mótið hefst kl 20.15. Mótið er tileinkað formanni klúbbsins sem átti stórafmæli i september. Afmælismótið í fyrra var stórskemmtilegt, en sigurvegari mótsins í fyrra varð Sveinn Ingi Sveinsson.

Úrslit afmælismóts 2009 hér:

Thursday, October 14, 2010

Pistill formanns

Íslandsmót skákfélaga lauk um síðustu helgi. Tefldar voru fjórar umferðir af sjö, en síðustu þrjár umferðirnar verða tefldar í mars á næsta ári. Víkingaklúbburinn sendi nú tvö öflug lið til keppni, en amk tveir sterkir skákmenn höfðu farið í önnur félg frá síðasta íslandsmóti. Þar munaði mest um að hinn feiknaöflugi Tómas Björnsson stjórnarmaður í Víkingaklúbbnum hafði gengið til liðs við Goðann. Í staðinn fengum við geysiöflugan Fidemeista Davíð Kjartansson sem leist vel á metnaðarfull áform klúbbsins um að komast í hóp þeirra beztu eftir 2-3 ár. Einnig gengu nokkrir þéttir skákmenn í okkar raðir, m.a Birgir Bendsen og Sigurður Ingason. Það skal einnig taka fram að nokkrir aðilar hafa sett sig í samband við formann og vilja taka þátt í ævintýrinu á næsta tímabili og þétta enn frekar raðir okkar.

3. deild

A-lið Víkingaklúbbsins var spáð góðu gengi í keppninni og þeir brugðust ekki væntingum aðdáenda. Í fyrstu umferð átti sveitin í kappi við vaska sveit C-liðs Vestmannaeyja. Leikar fóru svo að Víkingar unnu stórsigur á hinum efnilegu skákmönnum. Í umferð tvö mættum við svo einna sterkasta liðinu, þegar við mættum Vestamannneyingum B. Vestmanneyjingar voru með feiknisterkt lið, en af einhverjum orsökum stilltu þeir ekki upp sínu sterkasta liði gegn okkur að þessu sinni. Það gerðu þeir reyndar í umferðinni á eftir, þar sem Klímova stórmeistari kvenna, sem einnig er alþjóðlegur meistari karla tefldi á þriðja borði og sjálfur IM Sævar Bjarnason var á fjórða borði. Leikar fóru því þannig að Víkingaklúbburinn sigraði hið sterka lið 4-2 og þar munaði mestu sigur Ólafs Þórssonar á IM Sævari Bjarnasyni. Í þriðju umferð mættum við svo sterkri sveit Goðans. Hinn gamli refur Àsgeir Asbjörnsson náði að sigra okkar mann í fyrsta borði, en formaður Víkinga á sjötta borði náði að kreysta fram vinning á Sindra Goða. Í síðustu umferðinni mættum við svo KR-b, sem einnig virtist stilla upp frekar skringilega upp á móti okkur, því KR-b var liðið sem vann stórsigur á Víkingaklúbbnum í keppninni í fyrra, 5-1. Víkingaklúbburinn sigraði KR-b 4.5-1.5, en eflaust hefði sigurinn getað orðið stærri, ef Gunnar Fr. formaður hefði ekki leikið af sér hróki gegn andstæðingi sínum í spennandi endatafli, en skoðun á lokastöðu sýndi að endataflið hefði unnist auðveldlega.

Niðurstaða helgarinnar var í heildina mjög góð, en liðið er nú í efsta sæti þegar einungis þrjár umferðir eru eftir. Liðið hefur fengið flest sterku liðin, en á þó eftir að mæta amk tveim erfiðum andstæðingum. Helsti kostur liðsins er góð liðsheild og ótrúlega jafnt og þétt lið á pappírunum í elo-stigum talið. Þar munar mestu um innkomu Davíðs Kjartanssonar og endurkomu hins sterka skákmanns Arinbjarnar Gunnarsson sem loksins fékst til að mæta að skákborðinu aftur, en hann hefur verið skráður Víkingur í þrjú ár. Hver einasti Víkingur í a-sveitinni lagði sig 100% fram í fyrri hlutanum og því þurfti ekki að breyta liðinu í neinni umferð.

Framistaða einstakra liðsmanna:

Davíð Kjartansson tefldi allar skákirnar og ef frá er talin skákin við Ásgeir Ásbjörnsson í Goðanum, þá stóð Davíð sig vel og halaði inn vinninga á efsta borði.

Ólafur B. Þòrsson tefldi allar skákirnar af miklu öryggi og leyfði aðeins eitt jafntefli. Gífurlega sterkur liðsmaður sem verður seint fullþakkað innkomu hans í félagið. Teflir af mikilli ástríðu og fyllir liðið eldmóði og sjálfstrausti.

Arinbjörn Gunnarsson kom sérstaklega frá Ísafirði til að eiga ágætt come-back í skákina. Arinbjörn hafði ekki hreyft peð í mörg ár, en er geysilega stigahár og skólaður skákmaður. Arinbjörn olli ekki vonbrigðum og leyfði einungis tvö jafntefli.

Stefán Þór Sigurjónsson stóð sig vel að vanda og leyfði einungis tvö jafntefli.

Haraldur Baldursson tefldi af miklu öryggi og tapaði ekki heldur skák, en leyfði þrjú jafntefli.


Gunnar Fr. Rúnarsson tefldi nokkuð vel, var þó alltaf í einhverju tímahraki og náði að snúa á andstæðinga sína. Hann tapaði þó illa síðustu skák sinni gegn KR, en hefði annars getað endað með fullt hús vinninga. Samt þokkalegt í heildina hjá liðstjóranum.

Nánari úrslit má sjá á Chess-Results:

4. deild

Pistill um 4. deildina er í vinnzlu :)

Tuesday, October 12, 2010

Æfing fellur niður

Æfing hjá Víkingaklúbbnum fellur því miður niður í kvöld þriðjudaginn 13 okt, vegna veikinda umsjónamanns.
Minni á stórmótið eftir viku :)
kv Stjórnin

Thursday, October 7, 2010

Meistaramót Vîkingaklúbbsins í skák

Hef- er orðið fyrir því að Meistaramótið í gömlu skákinni er haldið fyrir Íslandsmót skákfélaga. Î fyrra sigrÐI Ólafur B Þórsson, en hann átti ekki heimagengt að þessu sinni vegna flensu. Ûrslitin urðu þau að Gunnar Fr. Rûnarsson og Siguður Ingason urðu efstir og jafnir með 4.5 vinninga. Þeir tefldu svo tveggja skáka einvígi um titilinn, þar sem Gunnar hafði betur og sigraði 1.5-0.5

Úrslit:

1-2. Gunnar Fr. Rúnarsson 4.5 vinningar
1-2. Sigurður Ingason 4.5 v.
3. Stefán Sigurjónsson 3. v
4. Hörður Gaarðarsson 2. v
5. Þröstur Þórsson 1. v.
6. Orri Víkingsson 0 v.

Myndir frá mótinu koma síðar :)

28. september

Þriðjudagsæfingin 28. september var stíluð inn á nýja Víkingskákmenn. Halldór ólafsson og Siguðrur INgasons stjórnuðu æfingunni og tekið var létt móti. Páll Andrason sem hefur einugnis mætt tvisvar í Víkingaskákina stóð sig vel og endaði með efstu mönnum. Einnig voru mættir á svæðið þeir Birkir Karl og Þorgeir Einarsson

Úrslit:

1-4 Halldór Ólafsson 2 vinninga
1-3 Pall Andrason 2 .v
1-3 Sigurður Ingason
4. Guðmundur Lee 0 v.

Monday, October 4, 2010

Meistamót Vîkingaklúbbsins

Meistaramót Vîkingaklúbbsins (gamla skákin) verður kl. 20.00 á morgun Þriðjudag 5. október. Mótið fer fram í félagsheimili klúbbsins, Kjartansgötu 5. Núverandi meistari er Ólafur B. Þórsson

Sunday, October 3, 2010

Mótaáætlun

Mótaáætlun haustið 2010 (með fyrirvara um breytingar)

5. október Meistaramót Víkingaklúbbsins í skák (þriðjudagur)
12. október æfing(þriðjudagur)
19. október Stórafmælismót Gunnars Freyrs 1o mín (þriðjudagur)
26. október æfing (þriðjudagur)
2. nóv atkvöld þrjár hraðskákir & þrjár atskákir (þriðjudagur)
9. nóvember æfing (þriðjudagur)
16-17.nóvember Íslandsmótið í atvíking 25 min(þriðjudagur & miðvikudagur)
23. nóvember æfing (þriðjudagur)
30. nóvember æfing Íslandsmótið í Víkingaskák 15 min(þriðjudagur)
7. desember æfing (þriðjudagur)
14. desember íslandsmót Víkingaskákfélaga hraðskákkeppni (þriðjudagur)
21. desember æfing (þriðjudagur)
28. desember Jólamót Víkingaklúbbsins 7 min(þriðjudagur)

Viljum biðja félagsmenn um að fylgjast með breyttri mótaáætlun. Í sumum tilfellum verða mót og æfingar færðar yfir á miðvikudaga eða jafnvel fimmtudaga og þá verður það auglýst sérstaklega. Einnig má gera ráð fyrir að stærri mótin verða tefld annars staðar td í Vin hverfisgötu eða Skáksambandinu.

Tuesday, September 28, 2010

Þriðjudagsæfing

Æfing á Víkingaskákinni í kvöld, þriðjudaginn 28. sept i kl. 20.15. Halldór eða formaðurinn opnar húsið! Viljum skérstaklega hvetja nýliða til að mæta í kvöld!

Monday, September 27, 2010

Félagaskipti

Nokkra sviptingar urðu á félagskiptamarkaðinum fyrir Íslandsmót skákfélaga í gömlu skákinni. Einn sterkasti skákmaður síðari ára Davíð Kjartansson ætlar að leiða sterka sveit Vikingaklúbbsins í 3. deild, en Davíð var áður í Fjölni. Einnig hafa þeir Birgir Bendsen og Sigurður Ingason gengið til liðs við Víkingaklúbbinn.

Davíð gerist Víkingur:

Hinn sterki skákmaður Tómas Björnsson hefur farið yfir í Skákfélag Goðans í amk eitt ár, en Tômas er núverandi stjórnarmaður í Vîkingaklúbbbnum. Tómas mun að sjálfsögðu áfram verða félagi í Víkingaskákklúbbnum, þótt hann muni tefla fyrir Goða-pulsur í Íslandsmóti skákfélaga í gömlu skákinni. Hinn geysiöflugi hlaupari Jôn Jôhannesson hefur gengið til liðs við sitt gamla liðs Borgnesinga. Jôn stóð sig vel með klúbbnum síðustu tvö ár.

Tómas gerist Goði:


Viljum minna félagsmenn á Íslandsmót skákfélaga, þar sem Víkingaklúbburinn mun tefla fram þrem liðum, þs A-liðið mun vera í hörkubaráttu í 3. deild, en B & C liðið mun berjast af hörku í fjórðu deild.

Íslandsmót skákfélaga 2010-201
1

Friday, September 24, 2010

Þriðjudagsæfingin

Fyrsta æfing vetrarins var haldin þriðjudaginn 21. september. Mæting var mjög góð og boðið var upp á færeyskan bjór fyrir félagsmenn. Nokkrir nýliðar mættur til leiks. Sjö keppendur skráðu sig í mótið, en einnig létu þeir sjá sig þeir, Þorgeir Einarsson, Jôn Úlfljótsson, Magnús Magnússon og Hörður Garðasson. Úrslit mótsins urður þau að Gunnar Fr. sigraði og leyfði aðeins eitt jafntefli við Sigurð Ingason. Næstur kom Ingi Tandri sem tapaði bara einn skák gegn Gunnar í síðustu umferð. Gunnar Fr. var mjög heppinn í sínum skákum og var m.a með tapað í mörgum en náði að snúa á andstæðnga sína í lokinn. Ingi tefldi hins vegar af miklu öryggi, fyrir utan skákina í síðustu umferð.

Úrslit

1. Gunnar Fr. 6.5 vinninga
2. Ingi Tandi Traustason 6 v.
3-4 Sigurður Ingasons 4 v
3-4 Ólafur B. Þórsson 4. v
5. Páll Andrason 3. 5 v
6. Halldór Ólafsson 3 v
7. Birkir Karl 1 v
8. Víkingur Orrason 0 v

Monday, September 13, 2010

Breytt tímasetning

Fyrsta haust-æfing Víkingaklúbbsins verður þriðjudaginn 21. september kl 20.00. (ath ekki þri. 14 sept).

Saturday, September 4, 2010

Víkingaskákin í Kastljósi!

Víkingaklúbburinn byrjar eftir sumarfrí

Fyrsta æfing Víkingaklúbbsins eftir sumarleyfi verður þriðjudaginn 14. september og hefst hún kl 20.00 í félagsheimili Víkingaklúbbsins að Kjartansgötu 5. Við viljum hvetja félagsmenn til að mæta og ræða í leiðinni um verkefni vetrarins. Mótaáætlun vetrarins verður m.a kynnt og kennir þar marga grasa. Helstu verkefni vetrarins eru m.a : Afmælismóts Gunnars Freys, Deildarkeppni skákfélaga, Stóra Íslandsmótið í Víkingaskák í nóvember og jólamótið í desember.

Þeir sem ekki sáu Kastljós-innslagið í vor um Víkingaskákina geta nú séð það á netinu, en það er nú komið á youtube.com:
hér:

Friday, September 3, 2010

KR lagði Víkingaklúbbinn

Gömlu brýninn í KR gerðu sér lítið fyrir og lögðu Víkingaklúbbinn í hraðskákkeppni taflfélaga í ágúst. Í KR eru margir aldnir snillingar og unnu þeir sterka Víkinga með minnsta mun. Ólafur B. Þórsson á 1. borði og Tómas Björnsson á 2. borði stóðu sig með prýði, en aðrir voru því miður í óstuði, m.a 3. borðs maður okkar Gunnar Fr. sem tefldi mjög illa. Gaman var þó að sjá nýja meðlimi mæta til leiks, en þeir Birgir Berndsen og Sigurður Ingason tefldu með Víkingaklúbbnum í fyrsta skipti. Eins vantaði nokkra sterka hraðskákmenn sem hefðu breytt miklu, s.b Stefán Sigurjónsson og Harald Baldursson. Því miður komust KR-ingar upp með að fá að tefla 7. mínútna skákir, en reglur keppninnar segja að tefla skuli 5. mínútna skákir. KR-ingar mættu svo nautsterku lið Bolvíkinga í næstu umferð og steinlágu fyrir þeim, en þá þurftu þeir að tefla með 5. mínútna umhugsunartíma :)

Það gengur bara betur næst hjá Víkingum!

Úrslitin í keppninni má nálgast hér:

Friday, June 11, 2010

Víkingaskákin í Kastljósi RÚV!

Umfjöllun RÚV um Víkingaskákina má sjá hér:

Meistaramótið í 10. mínútna Víkingaskák

Síðasta mót vetrarins var haldið 10. júní og var það Meistaramót klúbbsins í 10. mínútna Víkingaskák. Nokkrir Víkingaskákmenn voru því miður uppteknir við annað, en mótíð var stórskemmtilegt og frábær endir á góðum vetri. Núna fer Víkingaskákin í sumarfrí fram á haust.

Úrslit mótsins urðu þau að Sveinn Ingi Sveinsson reyndist vera sterkastur að þessu sinni. Hann sigraði með fullu húsi. Sigurður Ingason og Jón Birgir Jónsson voru líka fyrnasterkir og náðu 2-4 sæti. Sérstaklega kemur styrkleiki Jóns Birgis á óvart, en hann hefur staðið sig með mikilli prýði í þeim tveim mótum sem hann hefur tekið þátt í.

Úrslit:

1. Sveinn Ingi Sveinsson 5.0 vinningar
2-4 Jón Birgir Jónsson 3.0
2-4 Sigurður Ingason 3.0
2-4 Gunnar Fr. Rúnarsson 3.0
5. Halldór Ólafsson 1.0
6. Orri Víkingsson 0.0

Þriðjudagsæfingin

Þriðjudagsæfingin 18. mai var skemmtileg. Þröstur Þórsson var að tefla þarna í sínu síðasta móti, en hann var á förum til Danmerkur. Vonandi kemur hann aftur með haustinu. Þetta var síðasta æfing fyrir sumarfrí Víkingaskákmanna, en svo endaði tímabilið með sumarmóti. Á þessari síðustu æfingu vetrarins náði Tómas Björnsson að sýna hvað í honum bjó og hann sigraði glæsilega með fullu húsi.

Úrslit:

1. Tómas Björnsson 3.0 vinningar
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 2. vinn
3. Sigurður Ingason 1.0
4. Þröstur Þórsson 0.0

Tuesday, June 1, 2010

Sumarfrí

Víkingaskákin er komin í sumarfrí (ekki æfing í kvöld), en við endum með stórmóti á næsta miðvikudag, 8. júní kl. 20.00. Teflt verður 10. mínútna skákir. Sjáumst þá hressir á sterkasta móti ársins.

Tuesday, May 25, 2010

Þriðjudagsæfingin

Hörku keppni varð á Þriðjudagsæfingunni 18 mai. 'olafur B. Þórsson ver enn í feiknastuði og lagði tvo gamla heimsmeistara og var efstur fyrir síðustu umferð. En þá mætti hann núverandi meistara Tómasi Björnsyni og lék illa af sér. Það urðu því þrír Víkingar efstir og jafnir að þessu sinni:

Úrslit

1-3. Ólafur B. Þórsson 2. vinninga
1-3. Tómas Björnsson 2. vinn
1-3. Gunnar Ff. 2. vinn
4. Halldór Ólafsson 0.

Þriðjudagsæfingin 25. mai færist yfir í miðvikudaginn 26. mai vegna Eurovisionkvölds. Hera á að syngja í kvöld, hvða annað :)

Tuesday, May 18, 2010

Æfing

Æfing á Víkingaskákinni í kvöld, þriðjudaginn 18. mai kl. 20.00. Halldór eða formaðurinn opnar húsið kl 20.00!

Saturday, May 15, 2010

Thursday, May 13, 2010

Gamla myndin

Þessi mynd var tekin í septembermánuði 2006 á öðru móti þess árs. Á þessum tíma var ekki fast form á mótunum, eins og seinna varð. Mangnús Ólafsson hélt mótin oftast að eigin frumkvæði og kallaði mótin Víkingaskákmót, en ekki t.d Íslandsmót. Við strákarnir nefndum þetta Reykjarvíkurmótið og sigurvegarinn varð seinna formaður í Víkingaklúbbnum.

Úrslit
1. Gunnar Fr. Rúnarsson 4,5 vinn
2. Sveinn Ingi Sveinsson 4.0
3. Halldór Ólafsson 3.5
4. Sigurður Narfi Rúnarsson 2.0
5. Hjalti Sigurjónsson 1.0
6. Silfurskottan 0.0

Tuesday, May 11, 2010

Víkingaæfing fellur niður

Æfing hjá Víkingaklúbbnum fellur niður í kvöld, þriðjudaginn 11 mai. En í næstu viku verður sterkata at-víkingaskákmót ársins. Bestu Víkingaskákmenn heims mæta, m.a Sveinn I, Jorge, Ingi Tandri, Tommi, Þröstur, Siggi I, Gunnar Fr osf..Nánar auglýst síðar

Wednesday, May 5, 2010

Hraðvíkingur

Ingi Tandri kom sá og sigraði í Meistaramótinu í Víkingahraðskák. Tefldar voru 5. umferðir þar sem hver keppandi var með átta mínútur á skák. Ingi sigraði Gunnar formann örugglega í 2. umferð og hélt forustunni til loka. Gunnar fylgdi honum eftir sem skugginn, en missti dampinn í lokinn og endaði í 2-4 sæti. Jorge Fonsega náði öður sæti á stigum og fékk því silfrið, en Gunnar hneppti bronsið. Sigurður Ingason var með jafn marga vinninga og þeir félagar. Ingi stóð því uppi sem heimsmeistari í víkingahraðskák með styttri tímamörkum.

Úrslit:

1. Ingi Tandri Traustason 4.5 vinningar
2. Jorge Fonsega 2.5
3. Gunnar Fr. 2.5
4. Sigurður Ingasons 2.5
5. Þröstur þórsson 2.0
6. Halldór Ólafsson 1.0


Tuesday, May 4, 2010

Víkingaskákmót

Í kvöld þriðjudaginn 4. mai verður stærsta Víkingahraðskákmót ársins haldið að Kjartansgötu 5 og hefst það kl 20.00. Þetta verður næstsíðasta mót vetrarins, en síðasta mótið verður haldið í lok mai. Einhverjar æfingar verða þó haldnar í sumar, en þær verða auglýstar sérstaklega. Starfið fer svo aftur í fullan gang í haust með miklum látum. Minnum þó á æfingar á hverjum þriðjudegi út mánuðinn, en í kvöld verður hins vegar keppt um fleirri verðlaun. Ef unlingarnir mæta, verða veitt sérstök unglingaverðlaun.

kv. stjórnin

Thursday, April 29, 2010

Þriðjudagsæfingin

Á vikulegu æfingu klúbbsins mættu nú fjórir félagar. Menn voru enn þreyttir eftir stóru liðakeppnina vikuna áður og því var mætingin ekki góð að þessu sinni. Þó skapast oft þægileg stemming í fámenninu. Ólafur B. Þórsson mætti nú fullur sjálfstraust eftir að hafa staðið sig vel í liðakeppninni í síðustu viku. Ólafur hefur mjög skemmtilegan og frumlegan stíl og að þessu sinni náði Ólafur efsta sæti ásamt Gunnar Fr, en Ólafur var óheppinn í lokaskákinni gegn Gunnari, en hann var þá að reyna að máta formanninn með tveim hrókum og tveim peðum, en var svo óheppinn að patta andstæðinginn. Gunnar Fr. og Óafur urðu því efstir og jafnir á mótinu, en tefldar voru skákir með 10. mínútna umhugsunartíma.

Úrslit:

1-2. Ólafur B. Þórsson 2.5 vinningar
1-2. Gunnar Fr. Rúnarsson 2.5
3. Halldór óLafsson 1.0
4. Þröstur Þórsson 0.0

Thursday, April 22, 2010

Úrslit á Íslandsmóti Víkingaskákfélaga

Fyrsta Íslandsmót Víkingaskákfélaga var haldið í húsnæði Vinjar við Hverfisgötu fimmtudaginn 22. april. Mótið heppnaðist vel, en alls mættu sjö sterkar sveitir til leiks, en ein sveit bættist við á síðustu stundu, unglingasveit Skákfélags Íslands. Tefldar voru sjö umferðir þar sem allar sveitir mættust innbyrgðis og umhugunartími á hverja skák var 12. mínútur. Fyrirfram var búist við að keppnin um efsta sætið yrði á milli Víkingaklubbsins-A, Hauka og Hellis. En spútnik-sveit Golffélags Guttorms Tudda kom gífurlega á óvart með því að vera í toppbárattunni og náðu öðru sætinu. Víkingaklúbburinn-A sigraði á mótinu, eins og margir bjuggust við, en sigurinn var mjög tæpur í lokinn. Haukar náðu þriðja sæti, en þeir eru með mjög sterka sveit undir forustu Ingvar Tandra Traustasonar.

Veitt voru sérstök verðlaun fyrir besta árangur á hverju borði, en Sveinn Ingi Sveinsson Víkingaklúbbnum-A stóð sig mjög vel og vann borðaverðlaun fyrir 1. borð með fimm vinninga af fimm mögulegum. Tómas Björnsson Víkingaklúbbnum-A stóð sig best á öðru borði og fékk fjóra vinninga af fimm og tapaði einungis fyrir Bjarna Sæmundsyni úr liði Guttorms. Á þriðja borði stóð Ingimundur Guðmundsson Guttormi Tudda sig best, en hann vann allar fimm skákir sínar og kom gríðalega á óvart með frábærum árangri. Hann vann m.a nokkra sterka Víkingaskákmenn á sínu fyrsta móti og átti stóran þátt í frábærum árangi liðs Gottorms.

Keppendur á mótinu voru alls 23 skákmenn í sjö sveitum og mun þetta mót vera fjölmennasta Víkingaskákmót sem haldið hefur verið.

Lokastaðan:

1. Víkingaklúbburinn-A 18.5 vinningar
2. Golfsveit Guttorms Tudda 16.0
3. Haukar 13.5
4. Vikingaklubburinn-B 11.0
5. Hellir 9.0
6-7 Vin 8.0
6-7 Skákfélag Íslands 8.0
8 Skotta 0.0

Sveitirnar skipuðu eftirfarandi skákmenn:

Víkingaklúbburinn-A: Sveinn Ingi Sveinsson, Tómas Björnsson & Gunnar Fr.
Guttormur: Þorgeir Einarsson, Bjarni Sæmundsson & Ingimundur Guðmundsson.
Haukar: Ingi Tandri, Jorge Foncega & Þorvarður Ólafsson
Vikingaklubburinn-B: Halldór Ólafsson, Þröstur Þórsson & Ólafur B. Þórsson
Hellir: Sigurður Ingason, Vigfús Vigfússon, Róbert Lagerman & Ólafur Guðumunds.
Vin: Kristian Guttesen, Hrannar Jónsson, Arnar Valgeirsson og Jón Birgir Einarsson.
Skákfélag Ísland: Birkir Karl Sigurðsson, Guðmundur Lee & Páll Andrason.