Friday, December 4, 2020

Víkingaklúbburinn á facebook

 Við erum að mestu komin á facebook með fréttir af skákstarfi okkar.  Þangað til annað kemur í ljós.  Þið finnið grúbbuna undir Víkingaklúbburinn.
Thursday, October 1, 2020

Golfmót Víkingaklúbbsins 2020

Meistaramót Víkingaklúbbsins í golfi 2020 verður haldið á Gufudalsvelli Hveragerði (Mýrinni Garðabæ til vara), sunnudaginn 4. október og hefst mótið kl:12.30.  Mæting kl. 12.00.  Spilaðar verða 18 holur og keppt verður bæði í höggleik án forgjafar og punktakeppni með fullri forgjöf. Sigurvegarinn í höggleik hlýtur sæmdarheitið: Golfmeistari Víkingaklúbbsins 2020. 


Um kl. 16.00 verður skákmót í golfskála, þar sem fer fram 5. mínútna hraðskákmót (9. umferðir), þar sem keppt verður í samanlögðum árangri í golfskák, með og án forgjafar.  Nánari upplýsingar um mótið gefur Gunnar Fr. Rúnarsson (gsm:  8629744).Sunday, March 1, 2020

Stjórn Víkingaklúbbsins

Breytingar í stjórn. Á fundi Víkingaklúbbsins í febrúarmánuði var Stefán Bjarnason tekin í sjórn Víkingaklúbbsins. Ólaur Guðmundsson gengur úr stjórn. Stjórn Víkingaklúbbsins skipa nú:

Gunnar Fr Rúnarsson formaður
Haraldur Baldursson meðstjórnandi
Stefán Bjarnarson meðstjórnandi.

Að gefnu tilefni vil stjórnin árétta, að engin fjáröflun er í gangi á vegum klúbbsins, sb sala á harðfiski eða öðrum varningi. Allir styrkir fara í gegnum reikning Víkingaklúbbsins í Landsbankanum og Markaðsmenn ehf hafa séð um fjáröflun fyrir félagið fyrir hið árlega Kringlumót og aðra viðburði. Annað fyrirtæki eða einstaklingar eru ekki í fjáröflun fyrir félagið.

Monday, February 3, 2020

Skákmenn ársins 2019 hjá Víkingaklúbbnum.

Ritstjóri hefur valið skákmenn ársins hjá Víkingaklúbbnum fyrir árið 2019.  Í Víkingaskákinni varð snúið, því ritsjórinn velur sjálfan sig.  Tvö Víkingaskákmót voru haldin á árinu og vann undirrtaður þau bæði.  Skákmaður ársins hjá Víkingaklúbbnum er hinn efnilegi Einar Dagur Brynjarsson.  Einar sem fæddur er árið 2009, hefur verið mjög duglegur að mæta á æfingar í vetur, ekki bara í Víkinni, heldur einnig hjá Breiðablik og TR.  Eijnar kórónaði árangur sinn á árinu með því að verða Íslandsmeistari barna 10. ára og yngri.  Jón Viktor Gunnarsson var einnig fyrir valinu, þar sem hann vann nokkratitla, m.a Íslandsmeistari í hraðskák og Íslandsmeistari í Fischer Random. 

Ritstjórinn og formaðurinn óskar öllum Víkingaskákmönnum gleðilegs árs og friðar og von um farsæld og gott gengi í leik og starfi.

Ritað 3. febrúar 2020 á Hringbraut

Gunnar Fr Rúnarsson
formaður

Saturday, December 28, 2019

Jólamót Víkingaklúbbsins 2019

Jólamót Víkingaklúbbsins verður haldið sunnudaginn 29. des í húsnæði Skáksambands Íslands og hefst það kl 20.00. Teflt verður bæði skák og Víkingaskák. Fyrst 6. umferða skákmót með 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir það verða 6. umferðir í Víkingaskák, þs 6 umferðir 7. mínútur.  Verðlaun í boði fyrir þrjú efstu sæti og ókeypis veitingar, m.a Víkingamjöður.  Ekki er nauðsynlegt að taka þátt í báðum mótunum og þeir sem ætla að tefla einungis Vîkingaskák mæta ekki seinna en kl 21.30.  Víkingaskákmótið er jafnframt Ìslandsmótið í Víkingahraðskák.  Einnig eru veitt sérstök verðlaun fyrir besta árangur í báðum mótunum, en sá sem er með besta árangurinn úr báðum mótunum er jafnframt Íslandsmeistari í tvískák. 

Sérstök aukaverðlaun fyrir Víkingaskák:  1. sæti:  8000, 2. sæti 6000, 3. sæti 4000, 1. sæti kvenna:  5000 (2. sætið 3000 og 3. sæti 2000)  1. sæti unglinga 5000 (2. sætið 3000 og 3. sæti 2000).Wednesday, December 4, 2019

Íslandsmótið í Víkingaskák 2019

Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2019 fer fram í húsnæði Skáksambands Íslands (keppnisstaður óstaðfestur), miðvikudaginn 18. desember kl. 19.30. Tefldar verða 8 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.
Gott er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com, en einnig er hægt að skrá sig á staðnum. Veitt verða sérstök veðlaun fyrir efstu sætin, auk þess sem sérstök verðlaun fyrir besta árangur kvenna, unglinga og öldunga.

Verðlaunaféð skiptist þannig:  1. verðlaun.  10. þúsund  2. verðlaun, 8. þúsund, þriðju verðlaun 6. þúsund.  1, verðlaun í unglinga og kvennaflokki eru 7000  þúsund krónur, 5000 krónur fyrir annað sætið og 3000 krónur fyrir þriðja sætið.

Núverandi Íslandsmeistari karla er Sveinn Ingi Sveinnson og Lenka Ptacnikova er núverandi Íslandsmeistari kvenna.  Skákstjóri á mótinu verður Gunnar Fr. Rúnarsson.

Mótið er jafnframt 10. ára afmæli Víkingaklúbbsins og hluti af þeim hátíðarhöldum sem fylgja þeim tímamótum.

Mótshaldari áskilur sér rétt til að breyta fyrkomulagi mótsins, ef það telst nauðsynlegt, sb tímamörk og fjölda umferða.

Reglurnar í Víkingaskák má nálgast hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2018 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2017 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2016 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2015 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2014 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2013 má sjá hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2012 má sjá hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2011 má sjá hér:
Úrslit 2010 hér:
Úrslit 2009 hér:

Jólaæfing Víkingaklúbbsins 2019

Jólamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu mánudaginn 9. desember.  Telfdar verða 6. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann.  Mótið hefst mótið kl. 17.15. Allir krakkar/unglingar á grunnskólaaldri eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.  Veitt verða verðlaun fyrir 3. efstu sætin, auk þess sem þrjár efstu stúlkur fá verðlaun.  Einnig eru verðlaun fyrir þrjá efstu félagsmenn .

Nánari upplýsingar veitir Gunnar (gsm:  8629744).