Tuesday, February 22, 2011

Næstu æfingar!

Áríðandi tilkynning! Næstu þrjár æfingar verða tileinkaðar gömlu skákinni, vegna Íslandsmóts skákfélaga helgina 4-5 mars. Næsta æfing verður að heimili formanns, miðvikdaginn 23. feb og hefst hún kl. 20.15. Svo verður annað heimamót á sama stað, laugardaginn 26. feb. Síðasta æfingin fyrir deildó verður svo í félagsheimilinu Kjartansgötu ÞRIÐJUDAGINN 1. mars kl. 20.15. Þeir sem ætla að mæta til formanns eru beðnir um að hafa samband á facebook! Næsta hefbundna Víkingaskákæfing verður miðvikudaginn 10 mars á Kjartansgötu og hefst hún kl 20.15.

Æfingin 10 febrúar

Víkingaklúbbsæfingin 10 febrúar var mjög skemmtileg. Einungis þrír meistarar mættu til leiks, enda æfingin ekki mikið auglýst að þessu sinni. Gunnar Fr. Rúnarsson náði að sigra eftir mikla baráttu við Sigurð Ingason. Þeir mættust reyndar í 1. umferð. Sigurður var með vænlegt tafl og Gunnar notaði mikinn tíma. Gunnar var svo kominn í það mikið tímahrak að nær útilokað var fyrir hann að bjarga skákinni. Átti einungis nokkra sekúntur eftir á klukkunni. I lokinn kom svo eitthvað bjölluhljóð. Siguður tilkynnti að Gunnar væri fallinn, en stoppaði ekki klukkuna sín megin. Gunnar var reyndar ekki fallinn heldur var bjölluhljóðið einungis viðvörun um að Gunnar ætti c.a 2. sekúntur eftir á tímanum. En Siguður féll því á tíma frekar óverðskuldað. Teflt var með 10 mínútna umhugsunartíma.

Úrslit

1. Gunnar Fr. Rúnarsson 3. vinn
2. Sigurður Ingason 2. v
3. Halldór Ólafsson 1. v
4. Orri Víkingsson 0 v

Monday, February 7, 2011

Breytt mótaáætlun!

Æfing/mót í Víkingaskákinni verður miðvikudaginn 9. feb. kl 20.15.

Athuga breytta mótaáætlun. Úrvalsmótið verður haldið einhvertíman á milli Reykkjavík Open og Íslandsmótsins í skák, þs eftir miðjan mars.

Mikill áhugi er fyrir fyrsta mótinu með alvöru tímamörkum, en þar sem deildarkeppni SÍ er á næsta leyti þá er nauðsynlegt að einbeita kröftunum að því viðfangsefni. Eftir Deildarkeppni SÍ verður Vîkingaskákin aftur í forgangi.