Sunday, January 30, 2011

Úrslit B-heimsmeistaramótsins

Annað B-heimsmeistaramót Vîkingaklúbbsins var haldið miðvikudaginn 25. jan. Môtið var fyrnasterkt, en sex keppendur mættu til leiks. Tilgangur mótsins var að velja keppendur á sjálft al-heimsmeistaramótið sem haldið verður á næstunni. Úrslit mótsins urður þau að Ingi Tanri Traustason og Gunnar Fr. Rúnarsson urður efstir með 4. vinninga. Í þriðja til fimmta sæti urðu þeir Halldór Ólafsson, Sigurður Ingason og Þröstur Þórsson. Ingi Tandri vann svo Gunnar í einvígisskák um hinn forláta verðlaunagrip.

Úrslit B-heimsmeistaramótsins:

1-2. Ingi Tandri Traustason 4.0 vinningar.
1-2. Gunnar Fr. Rúnarsson 4.0.
3-5 Halldór Ólafsson 2.0 v.
3-5. Sigurður Ingason 2.0 v.
3-5. Þröstur Þórsson 2.0 v.
6. Ólafur B. Þórsson 1.0 v.

Þeir sem hafa unnið sér rétt til að tefla á al-heimsmeistaramótinu eru:

Sveinn Ingi Sveinnson
Tômas Björnsson
Jose Fonseca
Guðmundur Lee
Gunnar Fr. Rûnarsson
Ingi Tandri Traustason
Inga Bjarnadóttir
Sigurður Ingason
Halldór Ólafsson
Þröstur Þórsson
Ólafur B. Þórsson
Páll Andrason

Ekki er enn frágengið hvernig al-heimsmeistaramótið fer fram, en það verða tefldir allir við alla og umhugsunartími verður 25. mínútur. Ekki er víst að allir þeir sem unnið hafa sér þátttökurétt geti eða hafi áhuga á að taka þátt í sjálfu heimsmeistaramótinu. Varamenn munu taka sæti þeirra sem ekki geta tekið sæti á mótinu. Það er því enn amk eitt sæti laust á mótinu, sem verður haldið fljótlega eftir deildarkeppni S.Í í sḱák.


Tuesday, January 25, 2011

Æfing/mót

Æfing/mót í Víkingaskákinni í kvöld miðvikudaginn 26. jan. kl 20.15. Mótið er úrtökumót fyrir úrvalsmótið.

Sunday, January 16, 2011

Mótaáætlun 2011

Hér kemur mótaáætlun fyrir fyrri hluta ársins. Menn eru endilega beðnir að koma með athugasemdir við mótaáætlunina eða hugmyndir að mótum nýjum mótum eða viðburðum fyrir klúbbinn. Eitt úrvalsmót (heimsmeistaramót) verður haldið í febrúar og hraðmót vikuna þar á eftir. Einungis þeir sem hafa unnið sér rétt geta tekið þátt í úrvalsmótinu, sem verður með atskáksniði og tekur amk tvö kvöld þar sem allir tefla við alla (nánar auglýst síðar). Svo verða m.a þrjú vegleg mánaðarmót í samvinnu við Skákfélag Factory. Þau mót verða vonandi mjög frumleg.

Miðvikudagur 12. jan æfing
Miðvikudagur 26 jan. B-heimsmeistaramótið, úrtökumót fyrir úrvalsmótið 7. umf (10 min)
Miðvikudagurinn & fim 9-10. feb Úrvalsmótið 9. umf (20 min)
Sunnudagurinn 16 feb. Úrvalsmótið hraðskák 2x7 umf (7.min)
Miðvikudagurinn 23. feb Meistaramótið í skák (15 min)
Sunnudagurinn 27 feb Stórmót Factory í skák og víkingaskák 10 umf (5.min)
Deildarkeppni í skák 4-5 mars
Miðvikudagurinn 9. mars Reykjavíkurmótið í Víkngaskák
laugardagur 12. mars Meistaramót Víkingaklúbbsins í Víkingaskák (10 min, lokað)
Miðvikudagurin 23. mars íslandsmótið í atvíking
Sunnudagurinn 27. mars Stórmót Factory í Víkingaskák (10 umf (5.min)
Miðvkikudagurinn 6. april Deildarkeppnin í Víkingaskák (c.a 6 sveitir, 15 min)
Miðvikudagurinn 20 april æfing
Miðvikudaginn 4. mai Meistaramótið í skák (10 min)
Sunnudagurinn 8. mai Stórmót Factory í skák og víkingakskák 10 umf (5.min)
Miðvikudaurinn 18. mai Lokamótið, Íslandsmótið í hraðvíking 2x7 umf (5.min)

Miðvikudagsæfingin

Miðvikudagsæfingin 12. jan var skemmtileg og spennandi. Fáir góðir mættu til leiks, enda Skákþing Reykjavíkur í fullum gangi og menn þreyttir eftir hátíðarnar. Sigurvegari kvöldsins varð Gunnar Fr. formaður eftir mjög spennandi úrslitaskák við Sigurð Ingason, en þeir félagar urðu efstir og jafnir að vinningum í mótslok.

Úrslit janúarhraðskákmótsins:

1-2. Gunnar Fr. Rúnarsson 2. vinningar.
1-2. Sigurður Ingason 2.0 v.
3. Halldór Ólafsson 1.0 v.
4. Orri Kjartans Víkingsson 0.0. v.

Thursday, January 6, 2011

Áramóptapistill

Árið 2010 var bezta ár í sögu Vìkingaskákarinnar. Aldrei hafa verið fleirri mót, fleirri æfingar og fleirri iðkenndur. Meiri hefð er að skapast í kringum félagstarfið. Íslandsmót í nóvember ár hvert þar sem keppt er með atskákfyrirkomulagi og fjölmennt jólamót í desember. Keppt var í deildakeppni í Víkingaskák í fyrsta sinn í vor þar sem keppendur voru 23 í 7 félögum. Þetta var án efa fjölmennasta víkingaskákmót frá upphafi. Æfingarnar voru ekki eins fjölmennar en fámenn mót geta verið oft miklu skemmtilgeri en fjölmenn mót. Fámennið er einnig okkar styrkur og þjappar okkur enn meira saman. Mikla athygli vakti Kastljósinnslag í vor um Vìkingaskákina og sögu hennar.

Víkingaklúbburinn stóð sig einnig mjög vel í Íslandsmóti skákfélaga og sigrði 4. deildina í vor. Keppnin í 3. deild byrjaði einnig með látum þar sem klúbburinn er efstur eftir fyrri hlutann og b. liðið er ofarlega í fjórðu deild. Með þvi að vera blandaður skákklúbbur höfum við haldið tengslin við gömlu skákina og lokkað til okkar nýja iðkenndur. Aldrei hafa m.a fleirri konur og unglingar tekið þátt í Víkingaskák, en á þessu ári.

Mörg spennandi verkefni eru framundan, m.a að koma víkingaskákinni á internetið. Þá mun verða algjör sprengja í útbreiðslunni. Einnig að framleiða fleirri töfl og dúka, en það stendur vonandi til bóta.

Fyrsta æfingin eftir áramót verður miðvikudaginn 12. janúar og verður hún að venju haldin á Kjartansgötu 5 í kjallara. Ný mótaáætlun fyrir árið 2011 mun koma ekki seinna en í næstu viku. Þó mun vera nauðsynlegt að færa til dagsetningar og mót, en það verður allt auglýst sérstaklega.