Monday, January 1, 2018

Skákmenn ársins hjá Víkingaklúbbnum

Ritstjóri hefur valið skákmenn ársins hjá Víkingaklúbbnum fyrir árið 2017.  Í Víkingaskákinni varð valið nokkuð snúið þar sem færri Víkinaskákmót voru haldin árið 2017 en undanfarin ár.  Sveinn Ingi Sveinsson var valinn Víkinaskákmaður ársins eftir framistöðu sína á Íslandsmótinu þar sem hann endaði fremstur meðal jafningja.   Skákmaður ársins hjá Víkingaklúbbnum er hinn efnilegi Einar Dagur Brynjarsson.  Einar sem fæddur er árið 2009, hefur verið mjög duglegur að mæta á æfingar í vetur, ekki bara í Víkinni, heldur einnig hjá Huginn og TR, auk þess sem hann hefur verið duglegur að mæta á mót.  Einar varð m.a í öðru sæti á Íslandsmóti barna í sínum aldursflokki og varð efstur ásamt öðrum á Jólapakkamóti Hugins fyrir jól.

Ritstjórinn og formaðurinn óskar öllum Víkingaskákmönnum gleðilegs árs og friðar og von um farsæld og gott gengi í leik og starfi.

Ritað 1. janúar 2018 í Sóltúni.

Gunnar Fr Rúnarsson
formaður