Sunday, November 29, 2015

Meistaramót Víkingaklúbbsins 2015

Meistaramót Víkingaklúbbsins verður haldið fimmtudaginn 3.desember, í Víkinni Víkingsheimilinu og hefst taflið kl 20.00.  Tefldar verða sex umferðir með 11. mínútna umhugsunartíma.  Sigurvegari mótsins hlýtur titilinn Skákmeistari Víkingaklúbbsins 2015.  Þátttaka er ókeypis.  Núverandi Skákmeistari Víkingaklúbbsins (Atskákmeistari Víkingaklúbbsins) er Davíð Kjartansson.

Mótið 2014 hér:
Mótið 2013 hér:
Mótið 2012 hér:

Jólamót Víkingaklúbbsins 2015

Jólamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu miðvikudaginn 9. desember.  Telfdar verða 5. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann.  Mótið hefst mótið kl. 17.00. Allir krakkar eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Allir fá verðlaun, auk þess sem veitt verða auakverðlaun í hverjum aldursflokki.  Yfirskákstjóri verður hinn reynslumikli Stefán Bergsson. 

Keppt verður nokkrum aldursflokkum á mótinu.  

A flokkur keppendur fæddir 2000-2004 (6-10 bekkur).
B flokkur keppendur fæddir 2005-2006 
C flokkur 2007-2008 
D flokkur 2009
E flokkur peðaskák (2010 og yngri)

Barna og unglingaæfingar voru vikulega í vetur, en næsta æfing eftir jólafríð verður miðvikudaginn 13. janúar og verða æfingar vikulega fram á vor. 
Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið:  vikingaklubburinn(hjá)gmail.com og á skak.is (guli kassinn)

Skráningu lýkur miðvikudaginn 16. des kl 12.00.  NAUÐSYNLEGT ER AÐ SKRÁ SIG TIL AÐ TRYGGJA ÞÁTTTÖKU.  Nánari upplýsingar veitir Gunnar (gsm:  8629744).

Í fyrra sigraði Vignir Vatnar Stefánsson eldri flokk, en Alexander Bjarnþórsson sigraði í yngri flokki.

Úrslit jólamótsins 2014 hér:
Úrslit jólamótsins 2013 hér:
Úrslit jólamótsins 2012 hér:

Heimilisfang hér: 

Knattspyrnufélagið Víkingur


Friday, November 20, 2015

Heimsmeistaramótið í Víkingaskák 2015, 19. nóvember

Heimsmeistaramótinu í Vîkingaskák lauk fimmtudaginn 19. nóvember í húsnæði Knattspyrnufélagsins Víkings í Víkinni.  Tefldar voru 7. umferðir með 10. mínútna umhugsunartíma (allir við alla).  Baráttan á mótinu snérist fljótlega upp í baráttu fjögra manna, þeirra Tómasar Björnssonar, Gunnar Fr, Stefán Þórs og Sigurður Ingasonar.  Fyrir síðustu umferð áttu Stefán, Sigurður og Gunnar möguleika á að sigra.  Gunnar náði að vinna Stefán í lokaumferðinni og endaði hann því einn í efsta sæti.  Sveinn Ingi núverandi Íslandsmeistari átti ekki góðan dag og náði ekki að blanda sér í baráttuna að þessu sinni.  Guðrún Ásta átti góða spretti, var með unnið í nokkrum skákum, en var óheppin að landa ekki vinningum í hús.  Mótið var einnig hið árlega afmælismót formanns, sem er fyrsta Víkingaskákmót hvers keppnistímabils síðustu árin.

Úrslit:

1. Gunnar Fr Rúnarsson 6.5
2. Sigurður Ingason 6.0
3. Stefán Þór Sigurjónsson 5.0
4. Tómas Björnsson 4.0
5. Sveinn Ingi Sveinsson 3.0.
6. Halldór Ólafsson 2.0
7. Sturla Þórðarson 1.5
6. Guðrún Ásta 0.0








Thursday, November 19, 2015

Meistaramót Víkingaklúbbsins 2015, yngri flokkur

Meistaramót Víkingaklúbbsins fyrir yngri flokka (Haustmótið) fór fram miðvikudaginn 11. nóvember. Jón Hreiðar náði að sigra þessa keppni þriðja árið í röð, en hann lagði alla andstæðinga sína nokkuð örugglega. Í öðru til þriðja sæti urðu Einar Dagur Brynjarsson og Sigurður Rúnar Gunnarsson með 3.5 vinninga. Einar reyndist hærri á stigum og hlaut því silfurverðlaunin. Einar er mjög efnilegur, en hann er einungis sex ára (1. bekk).

 Úrslit:

1. Jón Hreiðar 5.v.af 5.
2-3. Einar Dagur 3,5.v.
2-3 Sigurður Rúnar 3.5 v.
aðrir minna.
















Inngunnarskóli, 13 nóvember









Tuesday, November 17, 2015

Afmælismót formanns í Víkinni

Stórafmælismót formanns Víkingaklúbbsins, heimsmeistaramótið í Víkingaskák verður  haldið í Víkinni fimmtudaginn  19. nóvember kl 20.00.  Tefldar verða 7 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.






Sunday, November 15, 2015

Torgmót Fjölnis












Ölstofumótið 2015

Ölstofumótið 2015 fór fram miðvikduaginn 11. nóvember á samnefndum stað. Fámennt en góðmennt var á þessari fyrstu æfingu vetrarins í Víkingaskák. Keppnin var geysihörð og voru þrír sem komu efstir og jafnir í mark, þeir Sigurður Ingason, Stefán Þór Sigurjónsson og Gunnar Fr. Rúnarsson. Gunnar hafði svo betur í bráðabanakeppni, en Halldór Ólafsson vermdi hins vegar Júmbósætið, en hann átti ekki góðan dag. Riddaramátarinn sjálfur lét máta sig nokkrum sinnum mjög illa með riddaranum og því má segja að hann hafi gjörsamlega fallið á eigin bragði.

Lokastaðan:

1. Gunnar Fr. Rúnarsson 4. vinninga
2. Stefán Þór Sigurjónsson 3. v
3. Sigurður Ingason 3. v
4. Halldór Ólafsson 0. v