Thursday, July 9, 2009

Tómas Björnsson genginn í raðir TV

Sagt var frá því á vef Taflfélags Vestmannaeyja að Tómas Björnsson hafi gengið til liðs við T.V. Reyndar er ekki útséð um þau félagsskipti og við óskum honum velfarnaðar í nýjum skákklúbb ef hann ákveður að ganga til liðs við þá. Víkingaklúbburinn er hins vegar ekki eiginlegur skákklúbbur og því mun Tómas áfram gegna stjórnarstörfum fyrir Víkingaklúbbinn, enda er hann meðstjórnadi í stjórn Víkingaklúbbsins. Víkingaklúbburinn er opinn fyrir alla þá sem vilja tefla Víkingaskák og skiptir þá engu máli í hvaða félagi menn stunda knattspyrnu, handknattleik eða skák. Skákdeild félagsins er hins vegar félagi í Skáksambandi Íslands, en það þýðir samt ekki að félagar í Víkingaskákklúbbnum megi ekki tefla fyrir annað skákfélag.
Tómas genginn til liðs við TV.

No comments:

Post a Comment