Thursday, September 17, 2009
Úrslit Meistaramótsins
Víkingaklúbburinn gerði innrás í fimmtudagsæfingu TR, en Meistaramót félagsins var haldið samhliða æfingunni. Svo skemmtilega vildi til að af fyrstu fjörum mönnum mótisins voru þrír Víkingar. Ólafur B. Þórsson sigraði glæsilega á mótinu, en annar var Tómas Björnsson. Í þriðja til fjórða sæti voru svo Gunnar Freyr og Stefán Þór Sigurjónsson. Nánar úrslit koma síðar. Ólafur B. Þórsson er því Meistari Víkingaklúbbsins í skák árið 2009.


Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment