Tuesday, October 20, 2009
Æfing á 108 bar
Önnur sérstök æfing fyrir Íslandsmótið í Víkingaskák var haldin á 108 bar í Ármúla í kvöld. Æfingin heppnaðist mjög vel og eru væntanlegir keppendur að komast í feiknaform. Annað kvöld verður svo sérstök æfing með skákfélagi heimspekinema. Sérstakar aukaæfingar verður svo hægt að skipuleggja í samvinnu við Skákfélg Vinjar og formans þess, Arnar Valgeirssonar. Við viljum endilega hvetja konur til að skrá sig til leiks því í húfi er fyrsti Íslandsmeistartitill kvenna í Víkingaskák. Einnig eru veitt sérstök unglinga & öldungaverðlaun.




Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment