Æfingin í gær heppnaðist mjög vel. Þó þurfti formaður klúbbsins að vera viðstaddur mikilvægan húsfund og bað menn um að byrja án sín, en þeir vildu frekar taka nokkra skákir og því hófst mótið ekki fyrr en klukkan var rúmlega 21.00. Því var ákveðið að tefla 7. mínútna skákir og allir við alla. Einn nýliði bættist í hópinn, gamli unglingameistarinn Þröstur Þórsson fékk þarna sína eldskírn og stóð sig mjög vel miðað við aðstæður. Gunnar Fr. náði að sigra allar skákir sínar og var í feikna stuði eftir krefjandi húsfund. Sveinn Ingi byrjaði mótið frekar illa og endaði í 3. sæti, sem er mjög óvenjulegt, sem sýnir þó að hversu standartinn í Víkingaskákinni er að verða hár. Sveinn Ingi gerði jafntefli við Sigurð Ingason og Inga Tandra, en tapaði fyrir Gunnari Fr. Ingi Tandri náði öðru sæti á mótinu og tapaði m.a í æsispennandi skák við Gunnar. Ingi er orðinn mjög sterkur í leiknum og endar yfirleitt ekki neðar en í öðru sæti.
Úrslit
1. Gunnar Fr. Rúnarsson 5.0 vinninga
2. Ingi Tandri Traustason 3.5
3. Sveinn Ingi Sveinsson 3.0
4. Halldór Ólafsson 2.0
5. Sigurður Ingason 1.5
6. Þröstur Þórsson 0.0
No comments:
Post a Comment