Ingi Tandri kom sá og sigraði í Meistaramótinu í Víkingahraðskák. Tefldar voru 5. umferðir þar sem hver keppandi var með átta mínútur á skák. Ingi sigraði Gunnar formann örugglega í 2. umferð og hélt forustunni til loka. Gunnar fylgdi honum eftir sem skugginn, en missti dampinn í lokinn og endaði í 2-4 sæti. Jorge Fonsega náði öður sæti á stigum og fékk því silfrið, en Gunnar hneppti bronsið. Sigurður Ingason var með jafn marga vinninga og þeir félagar. Ingi stóð því uppi sem heimsmeistari í víkingahraðskák með styttri tímamörkum.
Úrslit:
1. Ingi Tandri Traustason 4.5 vinningar
2. Jorge Fonsega 2.5
3. Gunnar Fr. 2.5
4. Sigurður Ingasons 2.5
5. Þröstur þórsson 2.0
6. Halldór Ólafsson 1.0

No comments:
Post a Comment