Fyrst má nefna hin glæsilega árangur í keppni stuðningsmanna liðanna þar sem Þróttarar urðu óvænt í 2. sæti á Reykjarvíkurmóti íþróttafélaga á Hlíðarenda, en lið Vals og Fram var skipuð tómum titilhöfum. Það voru hinir vösku Ingvar Þór Jóhannesson fyrirliðið liðsins, Svavar Viktorsson og Þorgeir Einarsson sem áttu stærstan þátt í að koma Þróttaraliðinu saman.
Úrslit hér:
Skákdeild Þróttar og Víkingaklúbbsin náði svo frábærum árangri í hraðkeppni taflfélaga sem er að ljúka. Víkingaskákdeildin vann þrjár viðureignir gegn sterkum liðum. Fyrst var 1. deildarlið Fjölnis lagt að velli. Síðan var röðin komin að Haukum og í 8. liða úrslitum var Skákfélag Íslands lagt að velli. Í 4. liða úrslitum vann svo Hellir Skákdeildina í hörkubardaga, en teflt var í Þróttaraheimilinu í Laugardal. Niðurstaðan var 3-4 sæti, sem er frábær árangur í keppni sterkustu skákfélaga landsins í hraðskák.
Kynning á hraðkeppni taflfélaga, frétt hér:
Víkingar lögðu Fjölni í undankeppni, frétt hér:
Víkingar lögðu Hauka í 16. liða úrslitum, frétt hér:
Víkingar lögðu Skákfélag Íslands í 8. liða úrslitum, frétt hér:
Undanúrslit hér:

No comments:
Post a Comment