Friday, November 23, 2012

Víkingaskákæfing 15. nóvember

Þröstur Þórsson kom sá og sigraði á Meistaramótinu í 10. mínútna Víkingaskák, sem haldið var í Víkinni fimmtudaginn 15. nóvember.   Þröstur Þórsson sem bætt hefur sig mikið í Víkingaskákinni síðustu 2. árin sigraði á sínu fyrsta móti og tefldi af miklu öryggi.  Annar varð Gunnar Fr. með tvo sigra, en undraskákvélin Rúnar Berg mætti á sína fyrstu æfingu eftir langt hlé og tefldi með miklum tilthrifum og náði thriðja sæti.  Ingi Tandri vermdi síðasta sætið, sennilega í fyrsta skiptið á ferlinum.  Íslandmótið í Víkingaskák verður svo haldið í Víkinni fimmtudaginn 29. nóvember. 

Úrslit:

1. Þröstur Þórsson 2.5 vinningar.
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 2. v.
3. Rúnar Berg 1. v.
4. Ingi Tandri Traustason 0.5 v.




No comments:

Post a Comment