Wednesday, October 2, 2013
Meistaramót Víkingaklúbbsins í atskák 2013
Davíð Kjartansson varð á miðvikudagskvöldið thriðji atskákmeistari Víkingaklúbbsins. Mótið fór fram í Víkingsheimilinu og tóku nokkri hraustir víkingar thátt. Nokkrir margir áhorfendur á foreldrafundi í Víkinni fylgdust með að áhuga. Kepppt var með atskákfyrirkomulagi, en umhugsunartíminn var 15. mínútur á skák. Báráttan um meistaratignina stóð á milli Davíðs og Gunnars Freys sem mættust í hreinni úrslitaskák í síðustu umferð. Davíð lék ónákvæmt í byrjuninni og Gunnar stóð með pálmann í höndunum lengst af. Undir lokinn var Davíð kominn með vinningstöðu, en átti bara sjö sekúntur eftir klukkunni og margir leikir eftir í skákinni. Gunnar lék sig hins vegar í mát og Davíð fagnaði sigri. Stefán Thór náði bronsinu eftir mikla baráttu.


Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment