Sunday, November 3, 2013

Íslandsmót skákfélaga (Pistill Formanns)

1. deild Íslandsmót skákfélaga fyrri hluti lauk í síðasta mánuði. Tefldar voru fimm umferðir af níu, en síðustu fjórar umferðirnar verða tefldar í mars á næsta ári. Víkingaklúbburinn sendi nú fjögur öflug lið til keppni.

 1. umferð: Víkingaklúbburinn - Skákfélag Akureyrar b 5.5 - 2.5

Akureyringar komu á óvart í fyrri hluta keppninnar og byrjuðu á að taka nokkra punkta af okkur.  Mest munaði um óvæntan sigur Rúnars Sigurpálssonar á Hjörvari Steini á 3. borði.

2. umferð: Víkingaklúbburinn-TR-a  5 - 3

Þessi viðureing var geysihörð, en við höfum betur að lokum.

 3. umferð: Víkingaklúbburinn - Vin 8 - 0

Góður sigur á thettu liði Vinjarmanna.

4. umferði:  Víkingaklúbburinn -GM Hellir-A 4.5 - 3.5

Thessi viðureign var viðeign fjand og fornvina okkar í Goðum, sem höfðu nýlega sameinast Helli.  Skilst að heppnina hafi verið með okkur.

5. umferði:  Víkingaklúbburinn - TV-A 4 - 4

Thetta var hörkuviðureing.  Formaðurinn var í afmæli dóttur sinnar og var thví ekki vitni að atgangnum. Skildist að við hefðum verið heppnir að sleppa með jafntefli við hörkulið frá Eyjum.

 Að lokum

Víkingaklúbburinn er í 3. sæti eftir fyrri hluta keppninnar, en Taflfélaga Vestmanneyja leiðir keppnina.  Fjórar síðustu umferðir keppninnar í Hörpu verða æsispennandi og ómögulegt er að spá um úrslit. Víkingaklúbburinn á eftir að mæta:  TR-B, GM Helli B, Bolungarvík A og TR-B.

 Framistaða einstakra liðsmanna:

 (GM), Grzegorz Gajewski fékk (3 af 5)

 (GM), Marcin Dziuba fékk (3 af 5)

 (GM), Hjörvar Steinn Grétarsson fékk (3 af 5)

(GM), Hannes Hlífar Stefánsson fékk (4 af 5)

 (GM), Stefán Kristjánsson fékk (4.5 af 5)

 (IM), Björn Þorfinsson (3.5 af 5)

 (FM), Magnús Örn Úlfarsson (3 af 5)

 (FM), Davíð Kjartansson fékk (3 af 5)

Greining á 2, 3 og 4 deild mun koma fljótlega.

Frétt um mótið hér: 

Úrslit á Chess-Results hér:

Skákir frá Íslandsmóti skákfélaga hér:







No comments:

Post a Comment