Félagsstarfið hefur gengið vel í ár, en toppurinn var þegar félagið náði að vinna Íslandsmót skákfélaga í annað sinn í vor. Í haust var svo fókusinn settur á innra starfið.
Unglingastarfið: Barnaæfingum fjölgaði, m.a eru æfingar alla miðvikudaga í Víkinni yfir vetrartímann, en einnig á þriðjudögum í Ingunnarskóla. Æfingarnar eru opnar öllum skákkrökkum í öðrum taflfélögum. Félagið náði svo að senda heilar þrjár sveitir á Íslandsmót barnaskólasveita í Garðarbæ í nóvember. Stóru barnamótin voru páskamótið í mars, vormótið í mai og jólamótið í desember. Jólamótið í desember var stærst þessara móta, en 83 krakka tóku þátt, en flytja þurfti mótið í Fram-heimilið við Safamýri vegna fjölda þátttakenda.
Skákin: Á Íslandsmóti skákfélag í haust sendi félagið þrjár sveitir að þessu sinni (1, 2 og 4 deild). C lið félagsins var skipuð efnilegum krökkum í bland við eldri skákmenn stendur sig með prýði í 4. deild. B liðið er í erfiðri baráttu í 2. deild og í efstu deild er A lið félagsins í hörkubaráttu í neðri hluta deildarinnar. Að öðru leiti var skákstarf félagsins með svipuðum hætti og á síðasta ári. Haldin voru fjögur skákmót á árinu, þar af tvö hraðskákmót og tvö atskákmót. Fjöldi annara viðburða fóru fram, en einnig voru skákmenn félagsins í miklu stuði á árinu. Davíð Kjartansson vann fjölda móta og hækkaði á stigum. Ólafur B. Þórsson varð efstur á Íslandsmótinu í hraðskák 2200 stiga og undir og Gunnar Fr. vann sinn stigaflokk á Íslandsmótinu í netskák, 2100 stiga og undir. Aðrir skákmenn stóðu sig vel, m.a í Deildarkeppninni.
Víkingaskákin: Víkingaskákin var með svipuðu sniði og í fyrra, tefld voru nokkur mót, en þau stærstu voru Meistaramót Vìkingaklúbbsins, Íslandsmót Víkinaskákfélaga, Íslandsmótið og Jólamót Víkingaklúbbsins í lok ársins, sem jafnframt í Íslandsmótið í Víkingahraðskák. Margt skemmtilegt gerðist á Víkingamótum ársins, m.a á Íslandsmóti Víkingaskákfélaga, þar sem stúlknalið frá Skákfélaginu Ó.S.K sendi lið til keppni,en auk þess tóku tveir erlendir keppendur þátt í liðakeppninni. Á Íslandsmótinu í desember tók svo þátt alheimsmeitarinn í Víkingaskák frá árinu 2003, Gylfi Ólafsson og kom hann sterkur til baka í Víkingaskákina eftir áratuga fjarveru. Stefnt er að því í mars á næsta ári að endurvekja sjálft alheimsmeistaramótið á Ísafirði og yrði það mikil lyftistöng fyrir Víkingaskákina.
Eins og undanfarin ár hefur ritstjórinn valið bestu skákmenn félagsins í skák og Víkingaskák fyrir árið sem liðið er. Niðurstaðan er þessi:
Skákmaður ársins hjá Víkingaklúbbnum: Davíð Kjartansson. Davíð vann fjölda móta á árinu, varð m.a Íslandsmeistari með Víkingum annað árið í röð í vor, vann einnig Meistarmót Hugsins, Meistarmót Víkings, auk fjölda annara móta, núna síðast varð hann Íslandsmeistari í netskák í fimmta sinn í lok desember.
Víkingaskákmaður ársins hjá Víkingaklúbbnum: Ingi Tandri Traustason. Ingi telfdi manna best á árinu í heildina, varð m.a Íslandsmeistari með Vin í annað skipti í röð, þar sem hann vann allar skákir sínar fimm á efsta borði. Hann vann auk þess tvö sterk mót og endaði í 2-3 sæti á Íslandsmótinu í Víkingaskák í byrjun Desember. Valið á Víkingaskákmanni ársins fer ekki eftir félagsaðild, en eins og menn vita þá er Ingi Tandri félagi í Skákfélgi Vinjar.
Ritstjóri vefsíðurnnar óskar öllum skákfélögum til sjávar og sveita bestu kveðjur á nýja árinu.
Gunnar Fr. Rúnarsson
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment