Wednesday, April 20, 2016

Deildarkeppnin 2015-16, seinni hluti

Víkingaklúbburinn sendi þrjár sveitir á Íslandsmót skákfélaga sem lauk í Rimaskóla um helgina. Fyrri hlutinn fór fram síðasta haust, en síðari hlutinn kláraðist um helgina. Árangurinn var svona upp og niður, en allir voru að gera sitt besta þrátt fyrir veikindi og kuldahroll. A-liðið endaði í 6. sæti í 1. deild, sem er á pari. B-liðið átti í basli í 3. deild, en fékk 17.5 vinninga, en aðeins 4 MP stig og 13 sæti og líðið féll niður í 4. deild. Það er enginn heimsendir, en stefnt á upprisu næsta haust. C-liðið sem skipað var ungum og efnilegum skákmönnum í bland við reynslubolta endaði í 9. sæti í 4. deild. B og C liðin munu því tefla saman í 4. deild á næsta ári sem verður bara skemmtileg barátta. Nokkrir nýjir meðlimir telfdu í fyrsta skipti fyrir Víking, m.a Halldór Kristjánsson, Guðmundur Peng og Einar Dagur Brynjarsson sem er einungis 6. ára. (Myndir Brynjar Einarsson)

Chess results 1. deild hér:
Chess results 3. deild hér:
Chess results 4. deild hér: 
Skákir 1 og 2 deild hér:

















No comments:

Post a Comment