Monday, May 9, 2016

Vormót Víkingaklúbbsins 2016

Vormót Víkingakĺúbbsins verður haldið miðvikudaginn 11. mai og hefst það kl. 17.15.  Tefldar verða 6. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótið kl. 17.15.   Allir krakkar eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.   Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin i mótinu, auk þess sem veitur verður verlaunapeningur fyrir efsta keppandi í hverjum árgangi, auk þess sem þrjár efstu stúlkur fá verðlaunapening.  Skákstjóri á mótinu verður Stefán Bergsson

Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið:  vikingaklubburinn(hjá)gmail.com, en einnig er hægt að skrá sig á staðnum.  Tilgreina skal nafn og fæðingarár.  Við vonumst til að sjá sem flesta.

Heimilisfang hér: 

Knattspyrnufélagið Víkingur
Traðarlandi 1, 108 Reykjavík

Skákæfingar í Víkinni fyrir börn og unglinga halda svo áfram alla miðvikudaga fram í miðjan júní.


No comments:

Post a Comment