Wednesday, March 13, 2019

Íslandsmót skákfélaga 2018-19. Pistill liðstjóra

Deildarkeppnin í ár var sú tólfta sem Víkingaklúbburinn tók þátt í, en það var 12. október 2007 sem klúbburinn hóf þáttöku í 4. deild í fyrsta skipti.   Í fyrra var uppskera félagsins í deildarkeppni góð, en a-liðið sigraði í efstu deild og b-liðið sigraði í þriðju deild.  Einnig náði c-liðð öðru sæti í fjörðu deild.  Í ár varð árangurinn líka framar vonum, en við náðum að verja titilinn i efstu deild og b-liðið náði óvænt öðru sæti í annari deild.

1. deild.

A-liðið var  í þriðja sæti, þegar keppni hófst aftur.  Horfurnar voru því ekki bjartar um titilvörn, því gera mátti ráð fyrir að Huginn kæmi með öflugt lið í seinni hluta keppninnar og það sama var hægt að gera ráð fyrir hjá Fjölni, sem leiddi keppnina.  Hófst nú æsispennandi seinni hluti, en við mættum Fjöni í fyrstu umferð meðan Huginn fékk frekar létt prógram, en þeir mættu botnliði KR, sem hafði ekki riðið feitum hesti í keppninni.  Leikar fóru þannig að Víkingaklúbburinn náði að vinna Fjölni með minnsta mun, meðan óvænt úrslit litu dagsins ljós í hinni topp viðureinginni.  KR-ingar náðu óvænt 3.5 vinningum, gegn ofursveit Huginsmanna.  Réði þar mestu sigur öldungsins knáa Gunnars Gunnarssonar á áttunda borði.  Í viðureing laugardagsins mættust svo Huginn og Víkingar.  Víkingar náðu að merja góðan sigur á Huginn með minnsta mun, en sigurinn hefði getað orðið stærri, ef Jón L. Árnason hefði náð að vinna Magnús Örn Úlfarsson.  Síðustu tvær umferðirnar voru svo æsispennadi, því öll þrjú liðin áttu möguleika allt til enda, en Víkingar áttu samt léttasta prógrammið eftir, og unnu 8-0 sigur á KR í næst síðustu umferð, en í síðustu umferð unnum við sigur á TR-b, 7.5-0.5.  Víkingaklúburinn varð því Íslandsmeistari í fjórða skiptið.

Úrslit í 1. deild hér: 

2. deild.

Baráttan í 2. deild var spennuþrungin, en Víkíngaklúbburinn átti á brattan að sækja fyrir seinni hluta keppninnar.  Samt munaði ekki miklu á liðunum í sex efstu sætunum þegar þrjár umferðir voru eftir, og því var fræðilegur möguleiki á að vinna deildina, ef við næðum að safna saman okkar sterkasta liðið.  Þegar á hólminn var komið, kom í ljós að Selfoss liðið hafði bætt við sig einum stórmeistara og því voru vinningslíkur þeirra mjög góðar sem var svo rauninn.  Víkingar náðu þó góðum úrslitum og í síðustu umferð gegn Bolungarvík-b, eftir að staðan hafði verið slæm á tímabili.  Víkingaklúbburinn mun því eiga tvö lið á næsta ári í efstu deild.  Það verkefni er krefjandi en skemmtileg áskorun.

Úrslit í 2. deild hér:

3. deild.

C-liðið átti á brattan að sækja í þriðju deild.  Við mættum nokkuð vel mannaðir í seinni hlutan og náðum nokkrum góðum úrslitum, en það vantaði aðeins herslumuninn að liðið náði að blanda sér í toppbaráttuna.  Liðið var skipað nokkrum úrvals skákmönnum, sem fylgt hafa klúbbnum í mörg ár.  Við gerum vonandi betur næst.

Úrslit í 3. deild hér:

D-liðið var skipað yngstu liðsmönnum okkar sem margir fengu sína fyrstu eldskírn í kappskák.  Dýrmæt reynsla, sem skilar sér vonandi síðar.  Aldrei hafa fleirri ungir liðsmenn fengið tækifæri með liðinu, en reynslumesti strákurinn var Einar Dagur Brynjarsson (fæddur 2009).  Á tveim efstu borðunum telfdu oftast eldri og reynslumeiri skákmenn sem höluðu inn nokkrum vinningum.

Úrslit í 4. deild hér:

Niðurstaðan var því nokkuð góð, eitt gull í efstu deild og silfur verðlaun í annari deild.  Við þurfum því enn að bíða eftir gulli í 2. deild, en vonandi náum við því á næstu árum, en þó ekki á næstu keppni, því við höfum ekkert lið í 2. deild í haust, en í staðin teflum við fram tveim liðum í efstu deild :)

Frétt um mótið á skak.is hér:
Skákþáttur Morgunblaðsins hér:

































No comments:

Post a Comment