Thursday, January 12, 2012

Miðvikudagsæfingin i Víkingaskák

Miðvikudagsæfingin var fámenn en góðmenn, en keppt var heima hjá Gunnari Fr. formanni. Tómas Goði Björnsson kom sterkur til leiks varð í efsta sæti, vann þrjár og gerði eina jafntefli. Næstur kom Gunnar, vann tvær og með tvö jafntefli. Sigurður Ingason varð þriðji með tvö vinninga. Skemmtileg uppákoma varð í næst síðustu umferð þegar Gunnar Fr. var að reyna að vinna Þröst í miklu tímahraki, þar sem Gunnar var með hrók, biskup og kóng gegn kóngi. Halldór Faaborg fullyrti í miðju tímahraki að staðan væri fræðilegt jafntefli og Gunnar ætti að semja. Þetta var reyndar ekki rétt hjá Halldóri og af þessu hlaust mikil truflun, sem varð til þess að Gunnar pattaði Þröst ;)

Úrslit:

1. Tómar Björnsson 3.5 vinn.
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 3.0 v.
3. Sigurdur Ingason 2.0 v.
4. Þröstur Þórsson 1 v.
5. Halldór Ólafsson 0. v.

No comments:

Post a Comment