Wednesday, June 4, 2014

Sumarfrí

Víkingaklúbburinn hefur nú farið í sumarfrí eftir frábæran vetur.  Við ætluðum að enda tímabilið með firma og fyrirtækjakeppni 4. júni, en við verðum að fresta thví móti um óákveðin tíma, sennilega verður mótið sett í haust.

Víkingaskáktímabilið gekk mjög vel.  Haldin voru fjögur stór mót, thau stærstu voru Íslandsmótið í Víkingaskák í nóvember sem Sveinn Ingi Sveinsson sigraði og liðakepppnin í mai, thar sem Skákfélag Vinjar fór með sigur.  Keppnin var mjög skemmtileg og meðal theirra liða sem tóku thátt voru kvennalið frá Skákdeildinni Ó.S.K og Óli og útlendingaherdeildin.

Fullorðinsskákin gekk einnig mjög vel, en við náðum að vinna Íslandsmótið annað árið í röð.  Skákmótin voru um fimm talsins og voru vel sótt.  Sterkasta mótið var án efa Hraðskákmót Víkingaklúbbsins í desember sem Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari sigraði með fullu húsi.

Í barnastarfinu var mikill uppgangur.  Barnaæfingar voru alla miðvikudaga í vetur.  Stærstu mótin voru jólamótið, páskamótið og vormótið sem voru mjög vel sótt.

Síðasta barnaæfingin var haldin síðasta miðvikudag og thá mættu áhugasömustu og efnilegustu nemendurnir og tefldu mót sem Jón Hreiðar Rúnarsson vann.  Einnig var farið yfir skákreglur og spáð i spilin fyrir næsta vetur. Hér má sjá thá Víkinga sem stóðu sig best á æfingum í vetur, en thað eru their Jón Hreiðar Rúnarsson (fæddur 2005), Kristófer Thorgeirsson (fæddur 2004) og Guðmann Brimar Bjarnason (fæddur 2007). Thessir ungu menn munu að öllum líkindum verða í liði Víkingaklúbbsins sem keppa mun á Íslandsmóti barnaskólasveita í Garðabæ í haust.


No comments:

Post a Comment