Monday, September 22, 2014

Hraðskákkeppni taflfélaga 2014

Víkingaklúbburinn tefldi tvær viðureignir á hraðskákmóti taflfélaga í sumar.  Í  16. liða úrslitum drógumst við gegn Skákfélagi Íslands og úr varð hörku viðureign.  Fyrir umferðina var það ljóst að dregið hafði verið í 8-liða úrslit og sigurvegar viðureignarinnar átti að mæta hinu geysisterka liði sem ber nafnið Huginn.  Viðureign var mjög jöfn og spennandi.

Frétt hér: 

Víkingaklúbburinn mætti svo Huginn í 8. liða úrslitum keppninnar og leist greinahöfundi síður en svo á þessa viðureign, enda hafði Huginn gersigrað geysisterkt lið Vestmannaeyja í umferðinni á undan. Við höfðum líka ákveðið að hvíla okkar sterkustu menn, Björn Þorfinnsson og Davíð Kjartansson. Hér má sjá facebookskrif frá 2. september:

Greinahöfundur leist síður en svo á þennan bardaga, en hefur samt marga fjöruna sopið á skáksviðinu. Við mættum þarna firnasterku nýju liði, sem hafði nokkrum dögum áður kafsiglt sjálfa Vestmannaeyinga. Í keppninni við Hugingsmenn vorum við án okkar bestu fallbyssna theirra Davíðs Kjartanssonar og Bjarnar Þorfinnssonar. Formaður Víkingaklúbbsns átti því von á slátrun og hann tjáði félögum sínum að honum væri ekki á móti skapi þótt við myndum sleppa því að mæta til leiks, en einbeita okkur í staðin að deildinni. Þeir félagar Stefán Þór og Ólafur Brynjar tóku það ekki í mál og á endanum ákvað formaðurinn að mæta til leiks ásamt bardagaköppum sínum. Leikar fóru hins vegar svo að við börðumst eins og ljón og náðum heilum 19. vinningum í hús gegn ofurliði Huginsmanna. Orustan tapaðist en stríðinu er ekki lokið.

Frétt hér:


No comments:

Post a Comment