Monday, September 29, 2014

Hraðskákmót Víkingaklúbbsins 2014

Hraðskákmót Víkingaklúbbsins verður haldið miðvikudaginn 1. oktober kl 19.30 á veitingastaðnum Ríó Hverfisgötu 46.  efldar verða 7. umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma.  Við tökum á móti ofurmeisturum okkar frá Pollandi og hitum upp saman í góðri stemmingu fyrir Íslandsmót skákfélaga, sem byrjar fimmtudagin 2. október (1. deild).  Þau leiðu mistök urðu að mótið var fyrir mistök auglýst mánudaginn 29. september (í dag), en þau mistök leiðréttast hér með.

Mörg fræg skákmót hafa verið haldin á veitingarstaðnum Hverfisgötu 46, m.a Reykjavík blitz open hér um árið og einnig var minngarmótið um BöðvarBöðvarsson á menningarnótt í sumar, en Hjörvar Steinn sigraði það með glæsibrag.

.

Úrslitin komu gríðarlega á óvart og Kristján Örn stóð upp sem sigurvegari á hraðskákmóti Víkingaklúbbsins sem haldið var á Veitingarstaðnum Ríó daginn fyrir fyrri hluta Deildarkeppninnar.  Kristján tryggði sér sigur í síðustu umferð með því að ná jafntefli við sjálfa Luis Galegó.  Ólafur B. Þórsson varð í öðru sæti og er jafnframt hraðskákmeistari félagsins, því Kristján Örn er skráður í Skákfélag Íslands.  Þriðji endaði stórmeistarinn og Íslandsvinurinn Luis Galegó.

Úrslit:

1. Kristján Örn Elíasson 5.4.5vinn af 5.
2. Ólafur B. Þórsson 4.0 v.
3. Luis Galego 3.5 v.
4. Sigurður Ingason 3.0 v.
5. Robert Riis 3.0 v.
6. Stefán Þór Sigurjónsson 3.v.
7. Gunnar Fr. Rúnarsson 3.0 v.
8. Marc Ghannoum 3.0 v.
9. Arnljótur Jónsson 2.0 v.
10. Héðinn Briem 2.0 v.
11. Ingi Tandri Traustason 2.0 v.
12. Dagbjartur Taylor 1.0 v.
13. Halldór Pálsson 1.0 v.
14. Víkingur Orri Víkingsson 0.0 v

No comments:

Post a Comment