Thursday, October 9, 2014

Íslandsmót skákfélaga 2014-15

Víkingaklúbburinn sendi þrjú lið á Íslandsmót skákfélaga í ár, en var með fjórar sveitir á síðasta móti, en þetta tímabilið náðist bara að manna þrjú lið og C liðið var þvi sent niður í 4. deild. Mörg félög áttu reyndar einnig erfitt uppdráttar, m.a Vestmannaeyjar, Bolunungarvík sem sendu ekki lengur b sveitir til leiks og Bridgefélagið sendi ekki sveit osf. Víkingar áttu því í smá veikindastríði fyrsta árið, eftir að íslensku stórmeistararnir réru á önnur mið. Öll þau félagaskipti voru í mikilli vinsemd, enda ákveðnum markmiðum löngu náð og önnur félög með sterkara bakland vildu gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum.  Fjórar umferðir eru nú eftir af keppni í 1. deild og Víkingar eiga eftir að mæta:  Reykjanesbæ, Skákfélag Akureyrar, Huga B og Skákdeild Fjölnis.

1. deild.
 
Tvöfaldir Íslandsmeistarar A-lið Víkinga mættu með einn erlendan stórmeistara til leiks, auk "Íslendingsins" og stórvinar okkar, Luis Galegó. Markmiðið var að halda sér í deildínni, þs stefna á 5-8 sætið. Í fyrstu fjórum umferðunum, mættum við fjórum sterkustu liðunum þanngig að staðan eftir fyrri hluta er ekki alveg að marka, en liðið er nú í 8. sæti í deildinni og ætti því að vera sloppið við falldrauginn.

2. deild.

B liðið átti í miklum erfiðleikum í 2. deild, en sú deild hefur sjaldan verið eins sterk. B liðið sýndi mikinn karakter gegn margfalt stigahærri keppenum í öllum viðureignum og mættu í hverja umferð með bros á vör. Sigurður Ingason 1. borðsmaður Víkinga var mjög ánægður með hversu frábær liðsheild skapaðist í liðinu, þrátt fyrir að leiðin liggi nú beint niður í 3. deild.

4. deild.

Í fjórðu deild mætti blandað lið eldri skákmanna sem hafa ekki teflt í áratugi og ungra meistara. Liðið í ár var stolt okkar, sverð og skjöldur og siglir lygnan sjó í 4. deild. 1. umferð byrjaði með stórsigri á Taflfélag Reykjavíkur ung-b, 5.5-0.5. Yngsti leikmaður Víkinga er bara 7. ára, Guðmann Brimar Bjarnason.

Seinni hluti keppninar verður haldin helgina, 19-22 mars 2015.

 Nánari úrslit má sjá hér:




No comments:

Post a Comment