Sunday, November 15, 2015

Ölstofumótið 2015

Ölstofumótið 2015 fór fram miðvikduaginn 11. nóvember á samnefndum stað. Fámennt en góðmennt var á þessari fyrstu æfingu vetrarins í Víkingaskák. Keppnin var geysihörð og voru þrír sem komu efstir og jafnir í mark, þeir Sigurður Ingason, Stefán Þór Sigurjónsson og Gunnar Fr. Rúnarsson. Gunnar hafði svo betur í bráðabanakeppni, en Halldór Ólafsson vermdi hins vegar Júmbósætið, en hann átti ekki góðan dag. Riddaramátarinn sjálfur lét máta sig nokkrum sinnum mjög illa með riddaranum og því má segja að hann hafi gjörsamlega fallið á eigin bragði.

Lokastaðan:

1. Gunnar Fr. Rúnarsson 4. vinninga
2. Stefán Þór Sigurjónsson 3. v
3. Sigurður Ingason 3. v
4. Halldór Ólafsson 0. v






No comments:

Post a Comment