Thursday, October 14, 2010

Pistill formanns

Íslandsmót skákfélaga lauk um síðustu helgi. Tefldar voru fjórar umferðir af sjö, en síðustu þrjár umferðirnar verða tefldar í mars á næsta ári. Víkingaklúbburinn sendi nú tvö öflug lið til keppni, en amk tveir sterkir skákmenn höfðu farið í önnur félg frá síðasta íslandsmóti. Þar munaði mest um að hinn feiknaöflugi Tómas Björnsson stjórnarmaður í Víkingaklúbbnum hafði gengið til liðs við Goðann. Í staðinn fengum við geysiöflugan Fidemeista Davíð Kjartansson sem leist vel á metnaðarfull áform klúbbsins um að komast í hóp þeirra beztu eftir 2-3 ár. Einnig gengu nokkrir þéttir skákmenn í okkar raðir, m.a Birgir Bendsen og Sigurður Ingason. Það skal einnig taka fram að nokkrir aðilar hafa sett sig í samband við formann og vilja taka þátt í ævintýrinu á næsta tímabili og þétta enn frekar raðir okkar.

3. deild

A-lið Víkingaklúbbsins var spáð góðu gengi í keppninni og þeir brugðust ekki væntingum aðdáenda. Í fyrstu umferð átti sveitin í kappi við vaska sveit C-liðs Vestmannaeyja. Leikar fóru svo að Víkingar unnu stórsigur á hinum efnilegu skákmönnum. Í umferð tvö mættum við svo einna sterkasta liðinu, þegar við mættum Vestamannneyingum B. Vestmanneyjingar voru með feiknisterkt lið, en af einhverjum orsökum stilltu þeir ekki upp sínu sterkasta liði gegn okkur að þessu sinni. Það gerðu þeir reyndar í umferðinni á eftir, þar sem Klímova stórmeistari kvenna, sem einnig er alþjóðlegur meistari karla tefldi á þriðja borði og sjálfur IM Sævar Bjarnason var á fjórða borði. Leikar fóru því þannig að Víkingaklúbburinn sigraði hið sterka lið 4-2 og þar munaði mestu sigur Ólafs Þórssonar á IM Sævari Bjarnasyni. Í þriðju umferð mættum við svo sterkri sveit Goðans. Hinn gamli refur Àsgeir Asbjörnsson náði að sigra okkar mann í fyrsta borði, en formaður Víkinga á sjötta borði náði að kreysta fram vinning á Sindra Goða. Í síðustu umferðinni mættum við svo KR-b, sem einnig virtist stilla upp frekar skringilega upp á móti okkur, því KR-b var liðið sem vann stórsigur á Víkingaklúbbnum í keppninni í fyrra, 5-1. Víkingaklúbburinn sigraði KR-b 4.5-1.5, en eflaust hefði sigurinn getað orðið stærri, ef Gunnar Fr. formaður hefði ekki leikið af sér hróki gegn andstæðingi sínum í spennandi endatafli, en skoðun á lokastöðu sýndi að endataflið hefði unnist auðveldlega.

Niðurstaða helgarinnar var í heildina mjög góð, en liðið er nú í efsta sæti þegar einungis þrjár umferðir eru eftir. Liðið hefur fengið flest sterku liðin, en á þó eftir að mæta amk tveim erfiðum andstæðingum. Helsti kostur liðsins er góð liðsheild og ótrúlega jafnt og þétt lið á pappírunum í elo-stigum talið. Þar munar mestu um innkomu Davíðs Kjartanssonar og endurkomu hins sterka skákmanns Arinbjarnar Gunnarsson sem loksins fékst til að mæta að skákborðinu aftur, en hann hefur verið skráður Víkingur í þrjú ár. Hver einasti Víkingur í a-sveitinni lagði sig 100% fram í fyrri hlutanum og því þurfti ekki að breyta liðinu í neinni umferð.

Framistaða einstakra liðsmanna:

Davíð Kjartansson tefldi allar skákirnar og ef frá er talin skákin við Ásgeir Ásbjörnsson í Goðanum, þá stóð Davíð sig vel og halaði inn vinninga á efsta borði.

Ólafur B. Þòrsson tefldi allar skákirnar af miklu öryggi og leyfði aðeins eitt jafntefli. Gífurlega sterkur liðsmaður sem verður seint fullþakkað innkomu hans í félagið. Teflir af mikilli ástríðu og fyllir liðið eldmóði og sjálfstrausti.

Arinbjörn Gunnarsson kom sérstaklega frá Ísafirði til að eiga ágætt come-back í skákina. Arinbjörn hafði ekki hreyft peð í mörg ár, en er geysilega stigahár og skólaður skákmaður. Arinbjörn olli ekki vonbrigðum og leyfði einungis tvö jafntefli.

Stefán Þór Sigurjónsson stóð sig vel að vanda og leyfði einungis tvö jafntefli.

Haraldur Baldursson tefldi af miklu öryggi og tapaði ekki heldur skák, en leyfði þrjú jafntefli.


Gunnar Fr. Rúnarsson tefldi nokkuð vel, var þó alltaf í einhverju tímahraki og náði að snúa á andstæðinga sína. Hann tapaði þó illa síðustu skák sinni gegn KR, en hefði annars getað endað með fullt hús vinninga. Samt þokkalegt í heildina hjá liðstjóranum.

Nánari úrslit má sjá á Chess-Results:

4. deild

Pistill um 4. deildina er í vinnzlu :)

No comments:

Post a Comment