4. deild
Víkingaklúbbnum-b var spáð góðu gengi í 4.deild enda valinn maður í hverju rúmi. Gengi sveitarinnar var þó örlítið lakara en vonast var til, en nýtt kerfi hefur nú tekið gildi í 3 & 4 deild svokallað match-point. Það er því mjög slæmt að tapa viðureign í toppbaráttu deildarinnar. Því miður töpuðust tvær viðureignir með minnsta mun, en nokkrir þéttir skákmenn gátu ekki mætt í fyrri hluta keppninnar, m.a þeir Sverrir Sigurðsson, Þröstur Ingibergsson, Ágúst Örn Gíslason, Kári Elíson og Óskar Haraldsson svo fáeinir séu nefndir. Í seinni hlutanum verða flestir þessa manna klárir í slaginn og því er ekkert útilokað að liðið komist upp um deild.
Í fyrstu umferð mótsins sigrði Vìkingaklúbburinn sterkt d-lið TR með minnsta mun. Sú sveit er frekar sterk á pappírunum. Í næstu umferði mætti sveitin svo hinum geysiöflugu nýliðum í Skákfélagi Íslands. Sú viðureign tapaðist því miður með minnsta mun. Í þriðju umferð vannst svo góður sigur á sveit frá Akureyri, en í lokaumferð fyrri hluta Íslandsmótisins kom svo tap gegn þéttri sveit "unglinganna " í Skáksambandi Asturland.
Fyrri hlutinn er lokið, en því miður töpuðust dýrmæt stig. Framtíðin er þó björt og liðsmenn b-sveitar geta borið höfuðið hátt. Þriðja sætið ætti að vera raunhæft markmið, ef það næst að smala saman sterku b-liði í seinni hluta keppninnar í mars.
Framistaða einstakra liðsmanna
Jónas Jónasson tefldi bara tvær skákir og stóð sig þokkalega á fyrsta borði. Ef hann hefði mætt í fleirri umferðir eins og upphafleg stóð til, hefði sveitin styrkst til muna niður á við. Jónas tapaði einni og vanna eina
Jón Úlfljóttsson tefldi af miklu öryggi og gerðir allar fjórar skákirnar jafntefli. Bara nokkuð góð niðurstaða á 1 & 2 borði þar sem andstæðingarnir eru alla jafna mjög sterkir.
Birgir Berndsen stóð sig mjög vel og vann þrjár fyrstu skákirnar, en tapaði óvænt í fjórðu umferð. Mjög góður árangur hjá Birgi.
Sveinn Ingi Sveinsson gerði tvö jafntefli og stóð fyrir sínu. Getur gert enn betur í seinni hlutanum.
Sigurður Ingason tefldi af miklu öryggi og vann eina skák og gerði tvö jafntefli.
Svavar Viktorsson tefldi þrjár skákir og tapaði tveim en gerði eitt jafntefli. Svavar hefur oft teflt betur og mun örugglega gera betur næst
Þröstur Þórsson tefldi tvær skaḱir og tapaði annari en gerði hina tafntefli. Þröstur hefur oft gert betur og bað um að láta taka sig út í síðustu umferðunum. Hann kemur sterkur inn síðar.
Ingimundur Guðumundsson tefldi þrjár skákir og vann tvær og leyfði aðeins eitt jafntefli. Ingimundur hefur alltaf staðið fyrir sínu og er þettur liðsmaður.
Gunnar Ingibergsson tefldi aðeins eina skák og gerðir janftefli við Akureyri-d. Gunnar fær örugglega að spreyta sig meira á næstunni, enda í örri framför.
Sjá nánar á Chess-results:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment