Tuesday, October 19, 2010

Úrslit á afmælismótinu

Afmælismót formanns var mjög skemmtilegt mót, þar sem níu keppendur voru mættir til leiks. Meðal þeirra voru þrír kornungir skákmenn úr Skákfélagi Íslands, sem voru komnir til að fá Vîkingatafl að gjöf frá klúbbnum fyrir góða mætingu. Tefldar voru 9. umferðir (allir við alla) með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótið var gífurlega spennandi og ungu mennirnir komu ferskir inn. Páll Andrason átti gífurlega gott mót og náði m.a að vinna sterka meistara og stóð að lokum uppi sem sigurvegari. Svo skemmtilega vildi til að hann mætti Gunnar Fr. í hreinni úrslitaskák í síðustu umferð, þar sem Gunnar þurfti að vinna skákina til að komast yfir Pál á vinningum. Jafntefli nægði Páli til sigurs og þau urðu úrslitin eftir mikið tímahrak.

Úrslit:

1. Páll Andrason 7.5 vinningar
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 7. v
3. Tómas Björnsson 6.5 v
4. Jon Birgir Einarsson 6
5. Guðmundur Lee 5.5
6. Sigurður Ingason 4.5
7. Halldór Ólafsson 3
8. Birkir Karl Sigurðsson 2
9. Arnar Valgeirsson 2
10. Orri Víkingsson (skotta) 0

No comments:

Post a Comment