Stefán Bjarnason sigraði golfmótið og varði því titil sinn frá 2017 og 2016. Stefán hefur því sigrað golfið, þrjú ár í röð. Hann spilaði á 84 höggum og náði 39 punktum. Annar í golfmótinu varð Pálmi Péturssin, en hann spilaði í 99 höggum (28 punktum). Þriðji varð Páll Sigurðsson, sem kom rétt á eftir Pálma með 100 högg (28 punktar). Pálmi Pétursson varð punktameistari golfmótsins, því hann spilaði betur á seinni níu holum vallarins. Alls tóku fimm spilarar þátt í golfkeppninni, þar af voru þrír formenn stærstu skákklúbba stórhöfuðborgarsvæðisins. Vel fór þó á með mönnum, þrátt fyrir taugatitring undanfarinna ára á mótum eins og Íslandsmóti skákfélaga, þá kom það ekki að sök, enda formenn þessir dagfarsprúðir með afbrigðum.
Eftir mótið var telft í golfskálanum, en við bættust þá auka skákmenn. Ólafur B. Þórsson sigraði skákmótið með fullu húsi. Í öðru til fjórða sæti urðu þeir Pálmi Pétursson, Páll Sigurðsson og Gunnar Fr. Rúnarsson.
Pálmi Pétursson sigraði golfskákmótið þegar lagt var saman samanlagðan árangur í golfi og skák, þrátt fyrir að hann tapaði í síðustu umferð fyrir Gunnar Fr, þá var sigur Pálma í golfskákinni aldrei í hættu.
Þetta er fjórða árið í röð sem Víkingaklúbburinn heldur golfskákmót með þessu sniði og þetta er að öllum líkindum eina mótið á árinu 2018, þar sem telft er skák og spilað golf á sama tíma (Á Íslandsmóti skákmanna í golfi á Leirunni, var ekki telft skák), en það gerðist einnig 2016, þegar Íslandsmót skákmanna í golfi féll niður. Rætt er um að mót næsta árs fari fram fyrr um sumarið til að auka þátttöku og spila þá á stærri golfvelli, s.b Leirdalinn í Garðabæ.
Úrslit:
Höggleikur:
1. Stefán Bjarnason 84 högg
2. Pálmi Pétursson 99
3. Páll Sigurðsson 100
4. Gunnar Fr. Rúnarsson 115
5. Benjamín Jóhann Johnsen 129
Punktakeppni:
1. Pálmi Pétursson 28 punktar (fleirri punktar á seinni 9)
2. Páll Sigurðsson 28
3. Gunnar Fr. Rúnarsson 25
4. Benjanín Jóhann Johnsen 15
(Stefán Bjarnason fékk flesta punkta, en gat ekki unnið punktakeppnina)
Golfskák (tvíkeppni):
1. Pálmi Pétursson
2. Páll Sigurðsson
3. Gunnar Fr. Rúnarsson
4. Benjamín Jóhann Johnsen
Golfskák punktakeppni:
1. Páll Sigurðsson
2. Gunnar Fr Rúnarsson
3. Benjamín Jóhann Johnsen
Skákmót:
1. Ólafur B. Þórsson 5. v
2. Pálmi Pétursson 3. v
3. Páll Sigurðsson 3. v
4. Gunnar Fr Rúnarsson 3. v
5. Sturla Þórðarson 1. v
6. Benjamín J. Johnsen 0. v
Golfmeistari Víkingaklúbbsins 2018: Stefán Bjarnason
Golmeistari Víkingaklúbbsins 2018 punktar: Pálmi Pétursson
Golfskákmeistari Víkingaklúbbsins 2017: Pálmi Pétursson
Golfskákmeistari Víkingaklúbbsins 2017 punktakeppni: Páll Sigurðsson
Úrslit 2017 hér: Úrslit 2016 hér: Úrslit 2015 hér: Úrslit 2014 hér: og hér:

















No comments:
Post a Comment