Monday, September 22, 2014

Golfmót Víkingaklúbbsins 2014

Skákdeild Breiðabliks vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil, þegar þeir sigruðu í fyrstu liðakeppni í skákgolfi á Golfskákmóti Víkingaklúbbsins sem lauk á Hliðarvelli í Mosfellsbæ á laugardaginn. Halldór Grétar Einarsson og Pálmi Pétursson (Breiðablik) söfnuðu fæstum höggum í golfinu og flestum vinningum í í skákinni í hús, en þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í liðakeppni taflfélaga í golfi og skákgolfi. Víkingaklúbburinn, Stefán Bjarnason og Gunnar Fr. sigruðu í liðakeppni í golfinu (frekar óvænt). Pálmi Ragnar Pétursson sigraði skákgolfið eftir harða keppni við félaga sinn Halldór Grétar, en Gunnar Fr. Rúnarsson vann punktakeppnina.  eftir 18. holu golfhring, var haldið hraðskákmót í hinum vinalega golfskála Mosfellinga.  Keppendur í skákmótinu voru sex og telfdar voru 5. umferðir allir við alla.  Halldór Einarsson sigraði í skákmótinu, með 4.5 vinninga, en Pálmi kom næstur með 4. vinninga og Gunnar Fr. varð þriðji með 3. vinninga.  Eftir mótið varð ljóst að Pálmi Pétursson hafði sigraði í fyrsta Meistaramóti Víkingakúbbsins i skákgolfi.

Eins og sjá má voru margir sigurvegarar á golf-skákmótinu, en í liðakeppninni var keppt í tveggja manna liðum, þs.  tvö bestu skorkort hvers liðs voru lögð saman í höggleik og punktakeppni.

Golfmeistari Víkingaklúbbsins 2014:  Stefán Bjarnason
Punktameistari Víkingaklúbbsins:  Guðlaug Ágústa (35 punktar)
Meistari Víkingaklúbbsins með forgjöf:  Gunnar Fr. Rúnarsson (30 punktar)
Púttmeistari Víkingaklúbbsins:  Halldór Grétar Einarsson  (34 pútt)
Unglingameistari Víkingaklúbbsins í golfi:  Benjamín Jóhann Johnsen
Kvennameistari Víkinaklúbbsins í golfi:  Guðlaug Ágústa
Skákgolfmeistari:  Pálmi Pétursson
Skákgolfmeistari (punktar):  Gunnar Fr. Rúnarsson
Skákmót:  Halldór Grétar Einarsson
Íslandsmeistari skákfélaga í golfi:  Víkingaklúbburinn
Íslandsmeistari skákfélaga í skákgolfi:  Skákdeild Breiðabliks
Íslandsmeistari skákfélaga í golfi (punktar):  TR
Íslandsmeistari skákfélaga í skákgolfi (punktar): Víkingaklúbburinn

Nánari úrslit má nálgast hér: http://chess.is/golf/vikingagolf2014.htm









No comments:

Post a Comment