Sunday, September 18, 2016

Úrslit á Golfskákmótinu 2016

Golfskákmótið 2016, sem jafnframt er Meistaramót Víkingaklúbbsins í golfi fór fram við bestu aðstæður á Bakkakotsvelli laugardaginn 17. september.  Spilaðar voru 18, holur (tveir hringir) og eftir stutt matarhlé og hvíld var haldið niður í Skáksamband þar sem skákmótið fór fram.  Því miður heltust nokkrir úr lestinni og gátu ekki klárað skákmótið vegna ýmissa ástæðna, en mótið var bæði golfmót og golfskákmót.  Liðakeppni taflfélaga fór fram í þriðja sinn og þar var hörkukeppni milli Víkingaklúbbsins og Garðarbæjar um Íslandsmeistaratitilinn, en Víkingaklúbburinn hafði að lokum betur.  Ekki náðist að halda liðakeppni í golfskákinni að þessu sinni vegna of fárra keppanda.  Mótið var eina golfskákmót ársins 2016 og ef einhverjir vilja efast um að um Íslandsmót hafi verið að ræða, þá er það í góðu lagi.  Skákdeild Breiðabliks (Halldór Grétar Einarsson) hefur síðustu ár verið mótshaldari á Íslandsmótinu í golfskák, en hélt ekki mótið þetta árið.  Það vantaði marga sterka golfskákmenn á mótið, m.a Andra Áss (meistara 2015), Helga Ólafsson (meistara 2014), Hrafn og Arnald Loftsyni og Halldór Grétar sjálfan svo einhverjir sér nefndir.  Halldór Grétar var þó tæknistjóri mótsins og stýrði útreikningum að leik loknum, en Páll Sigurðsson sá um mótstjórn og útreikninga á golfmótinu.  Keppendur voru sjö í golfmótinu, en sex keppendur tóku þátt í skákmótinu.

Úrslit á Íslandsmótinu 2015 hér:
Úrslit 2014 hér:
Úrslit á Meistaramóti Víkingaklúbbsins 2015 hér:
Úrslitin 2014 hér:

Golfmeistari 2016:  Stefán Bjarnason 86 högg
Golfmeistari Víkingaklúbbsins Stefán Bjarnason
Punktameistari 2016: Gunnar Fr Rúnarsson 29 punkta
Íslandsmeistari liðakeppni:  Víkingaklúbburinn
Íslandsmeistari liðakeppni (punktar):  TG
Golfskákmeistari:  Gunnar Fr Rúnarsson (rating 1787)
Golfskákmeistari punktakeppni:  Björgvin Smári Guðmundsson
Golfskákmeistari Víkingaklúbbsins:  Gunnar Fr Rúnarsson
Sigurvegari skákmóts:  Ólafur Brynjar Þórsson 9. v/ af 10

Úrslit í einstökum flokkum:

Höggleikur:

        Stefán Bjarnason:  86 högg
2.        Páll Sigurðsson:  89
3.        Björgvin Smári Guðmundsson 97
4.        Gunnar Fr Rúnarsson 101
Pálmi Ragnar Pétursson 106
Þorgeir Einarsson 106
Davíð Kjartansson 110

Punktakeppni:
1.         
        Stefán Bjarnason 30
2.        Gunnar Fr Rúnarsson 29
3.        Páll Sigurðsson 27
4.        Davíð Kjartansson 24
5.        Björgvin Smári 22
6.        Þorgeir Einarsson 22
7.        Pálmi Pétursson 17
        
        Liðakeppni:
       
        Víkingaklúbburinn 187 högg
        Garðabær 195
        Selfoss/Fjölnir 207
      
        Liðakeppni punktar
    
        Víkingaklúbburinn 59
        Fjölnir Selfoss 46
        Garðabær 44

        Skákmót

        Ólafur Brynjar Þórsson (2189):  9
        Gunnar Fr. Rúnarsson (2038):  7.5
        Þorvarður Fannar 'Olafsson (2200): 6.5
        Björgvin Guðmundsson (1987):  5
        Hörður Jónsson (1355):  2
        Hjálmar Sigvaldason (1468):  0

        Eftir útreikninga Halldór Grétars kom í ljós að Björgvin var með 1625 í golfinu og 1873 í skákinni og samtals 1749 í golfskákinni, en Gunnar var með 1525 í golfinu, 2048 í skákinni og því samtals 1787 í golfskákinni og sigurvegarinn varð því Gunnar, en Björgvin sigraði punktakeppnina.



















       


1.      

No comments:

Post a Comment