Stórafmælismót formanns Víkingaklúbbsins var haldið á Barnum 108 í Ármúla fimmtudaginn 10. september. Ekki var gert ráð fyrir mörgum keppendum, þannig að þátttökufjölda var stillt í hóf vegna fárra Víkingatafla. Afmælisbarnið Gunnar f. 8. september vildi halda upp á afmælið sitt með óvenjulegum hætti. Mótið hlaut verðskuldaða athygli fastakúnna staðarins sem sýndu Víkingataflinu verðskuldaðan áhuga. Hefð er fyrir skákmótahaldi á staðnum og því gekk mótið vel fyrir sig. Úrslit mótsins urðu þau að Sveinn Ingi Sveinsson kom sá og sigraði og leyfði einungs eitt jafntefli og endaði með fimm og hálfan vinning. Nýliðinn Tómas Björnsson kom skemmilega á óvart með góðri taflmennsku, en þetta var hans fyrsta mót í Víkingaskák.
1 Sveinn Ingi Sveinsson 5,5 vinninga.
2 Gunnar Fr. Rúnarsson 4
3 Tómas Björnsson 2
4 Ólafur Guðmundsson 0,5
Sveinn Ingi Sveinsson stærðfræðigúrú hefur verið nær ósigrandi í Víkingaskákinni árið 2009. Hér á hann í kappi við Ólaf Guðmundsson sem náði jafntefli við Svein í seinni skák þeirra.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment