Monday, June 30, 2014

Meistaramót Víkingaklúbbsins í golfi 2014

Meistaramót Víkingaklúbbsins í golfi 2014 verður haldið á Hlíðarvelli laugardaginn 20. september (með fyrirvara um breytingar) og hefst mótið kl:13.30.  Spilaðar verða 18. holur og keppt verður bæði í höggleik án forgjafar og punktakeppni með fullri forgjöf. Sigurvegarinn í höggleik hlýtur sæmdarheitið:  Golfmeistari Víkingaklúbbsins 2014. 

Einnig verður á sama móti haldið liðakeppni milli skákfélaga, en veitt verða verðlaun fyrir besta samanlagða árangur liða, en tveir keppendur eru í hvoru liði.  Liðið sem sigrar á fæstum samanlögðum höggum fær titilinn Íslandsmeistari Víkingaskákfélaga í golfi 2014. Þau lið sem reiknað er með að mæti til leiks, eru m.a:

Víkingaklúbburinn (liðstjóri, Gunnar Fr. Rúnarsson), Skákfélag Vinjar (Ingi Tandi Traustason), Breiðablik (Halldór Grétar Einarsson), Huginn (Jón Þorvaldsson) og TR (Þorvarður Fannar Òlafsson).  Mótið er opið öllum golfskákmönnum.  Reiknað er með að keppendur verði á bilinu 8 -12 (2-3 holl).

Mótsgjald er 1500 kr og skráning fer fram á netfangið gunnarrunarsson(hjá)gmail.com.

Eftir mótið verða léttar veitingar í golfskála og 5. mínútna hraðskákmót (allir við alla), thar sem keppt verður í samanlögðum árangri í skák, með og án forgjafar.  Vonast er til að Halldór Grétar Einarsson mæti með formúlurnar sínar meðferðis.



Wednesday, June 4, 2014

Sumarfrí

Víkingaklúbburinn hefur nú farið í sumarfrí eftir frábæran vetur.  Við ætluðum að enda tímabilið með firma og fyrirtækjakeppni 4. júni, en við verðum að fresta thví móti um óákveðin tíma, sennilega verður mótið sett í haust.

Víkingaskáktímabilið gekk mjög vel.  Haldin voru fjögur stór mót, thau stærstu voru Íslandsmótið í Víkingaskák í nóvember sem Sveinn Ingi Sveinsson sigraði og liðakepppnin í mai, thar sem Skákfélag Vinjar fór með sigur.  Keppnin var mjög skemmtileg og meðal theirra liða sem tóku thátt voru kvennalið frá Skákdeildinni Ó.S.K og Óli og útlendingaherdeildin.

Fullorðinsskákin gekk einnig mjög vel, en við náðum að vinna Íslandsmótið annað árið í röð.  Skákmótin voru um fimm talsins og voru vel sótt.  Sterkasta mótið var án efa Hraðskákmót Víkingaklúbbsins í desember sem Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari sigraði með fullu húsi.

Í barnastarfinu var mikill uppgangur.  Barnaæfingar voru alla miðvikudaga í vetur.  Stærstu mótin voru jólamótið, páskamótið og vormótið sem voru mjög vel sótt.

Síðasta barnaæfingin var haldin síðasta miðvikudag og thá mættu áhugasömustu og efnilegustu nemendurnir og tefldu mót sem Jón Hreiðar Rúnarsson vann.  Einnig var farið yfir skákreglur og spáð i spilin fyrir næsta vetur. Hér má sjá thá Víkinga sem stóðu sig best á æfingum í vetur, en thað eru their Jón Hreiðar Rúnarsson (fæddur 2005), Kristófer Thorgeirsson (fæddur 2004) og Guðmann Brimar Bjarnason (fæddur 2007). Thessir ungu menn munu að öllum líkindum verða í liði Víkingaklúbbsins sem keppa mun á Íslandsmóti barnaskólasveita í Garðabæ í haust.