Thursday, October 20, 2016

Íslandsmót ungmenna 2016

Frábær árangur hjá Víkingum á Íslandsmóti ungmenna sem fram fór um þarsíðustu helgi. Jökull Bjarki Ómarsson sigraði óvænt en glæsilega í flokki 8. ára og yngri. Jökull hlaut 7. vinninga af 7 mögulegum! Jökull byrjaði æfingar hjá Skákfélagi Ingunnarskóla, Víkingaklúbbnum á þriðjudögum á síðasta ári, en hefur lítið sem ekkert keppt á mótum og því kom þessi árangur verulega á óvart.  Jökull er fæddur í nóvember 2008 og er því 7. ára enn.  Einar Dagur Brynjarsson fæddur 2009 kom líka skemmtilega á óvart náði 3. sæti í sama flokk.  Guðmundur Peng stóðu í ströngu í flokki 11-12 ára og stóð sig með sóma.  Bergþóra Helga náði 4. sæti í flokki stúlkna 8. ára og yngri.

9-10. ára hér:
8. ára og yngri:  strákar hér:
8. ára og yngri: stúlkur hér:
Frétt á skak.is hér:












Thursday, October 13, 2016

Úrslit á Meistaramóti Víkingaklúbbsins

Lenka Ptacnikova sigraði með yfirburðum á Meistaramóti Víkingaklúbbsins sem lauk í kvöld. Telfdar voru atskákir og hlaut hún 5.5 v af 6 mögulegum. Í 2-4 sæti urðu Loftur Baldvinsson, Stefán Þór og Halldór Pálsson með 4. vinninga. Alls tóku 12 keppendur þátt og skákstjóri var Kristján Örn Elíasson.

Frétt á skak.is hér:
  1   Ptácníková, Lenka                   2200 5.5    20.0    14.0   20.5
 2-4  Baldvinsson, Loftur                 1920 4      19.5    13.0   15.0
      Sigurjónsson, Stefán                2030 4      19.0    12.0   14.0
      Pálsson, Halldór                    1950 4      17.0    10.5   13.5
 5-8  Úlfljótsson, Jón                    1700 3      19.5    12.0   10.5
      Elíasson, Kristján Örn              1886 3      18.5    12.0   11.0
      Rúnarsson, Gunnar Freyr             2010 3      14.5     9.5    9.0
      Ţórsson, Páll                       1784 3      14.5     9.5    7.0
9-10  Davíđsson, Óskar Víkingur           1460 2      20.0    14.0   11.0
      Ingason, Sigurđur                   1840 2      18.0    11.0    6.0
 11   Long, Óskar                         1690 1.5    17.0    12.0    3.5
 12   Geirsson, Kristján                  1600 1      18.5    13.0    5.0







Tuesday, October 11, 2016

Meistaramót Víkingaklúbbsins 2016

Meistaramót Víkingaklúbbsins verður haldið miðvikudaginn 12. október, í Víkinni Víkingsheimilinu og hefst taflið kl 20.00.  Tefldar verða sex umferðir með 11. mínútna umhugsunartíma.  Sigurvegari mótsins hlýtur titilinn Skákmeistari Víkingaklúbbsins 2016.  Þátttaka er ókeypis og öllum skákmönnum er heimil þátttaka.  Núverandi Skákmeistari Víkingaklúbbsins (Atskákmeistari Víkingaklúbbsins) er Ólafur B. Þórsson.  Skráning er á staðnum og líkur henni kl. 19.55.

Mótið 2015 hér:
Mótið 2014 hér:
Mótið 2013 hér:
Mótið 2012 hér: