Sunday, January 29, 2012

Víkingaskákþing Reykjavíkur

Víkingskákþingið var haldið í tilefni skákdagsins mikla og afmæli Friðriks Ólafssonar fimmtudaginn 26. janúar. Mótið var haldið á veitingastaðnum The Dubliner og átta keppendur mættu til leiks í stórskemmtilegu móti. Mikið gekk á og víkingar og valkyrjur áttust við á reitunum 85. Lea þýðversk dama frá Nurnberg sem hér starfar á vegum Rauða Krossins tefldi á sínu fyrsta víkingamóti og stóð sig með prýði. Tefldar voru sjö umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Sigurðvegari varð Gunnar Fr. Rúnarsson. Unglingaverðlaun hlaut Dagur Ragnarsson og kvennaverðlaun hlaut Lea.

Úrslit:

1. Gunnar Fr. Rúnarsson 7.0 vinn af 8.
2. Dagur Ragnarsson 5.0 v.
3-4. Halldór Ólafsson 4.0 v.
3-4. Ólafur B. Þórsson 4.0 v.
5-6. Kristófer Jóhannsson 3.0
5-6. Arnar Valgeirsson 3.0
7. Jón Trausti 2.0
8. Lea 0.5

Friday, January 27, 2012

Wednesday, January 25, 2012

Mótaáætlun í endurskoðun

Mótaáætlun Víkingaklúbbsins og skákdeildar Þróttar er nú í endurskoðun. Feld var niður skákæfing í Laugarlækjaskóla sem halda átti miðvikudaginn 25 janúar vegna Skákþings Reykjavíkur, en í staðin verður Víkingaskákmót á The Dubliner daginn eftir í tilefni skákdagsins mikla. Hefst það mót kl 19.00.

Næstu æfingar og mót, með fyrirvara um breytingar:

Fimmtudagur 26 jan. Víkingaskákmót á The Dubliner í tilefni skákdagsins mikla, kl 19.00.
Miðvikudagurinn 8. feb Víkingaskákæfing (Þróttaraheimilinu) kl 20.00
Miðvikudagurinn 22. feb. skákæfing, atskák, kl 20.00.
föstudagur&laugardagur 2-3 mars. íslandsmót skákfélaga á Selfossi
Miðvikudagurinn 7. mars. Víkingaskákæfing, kl 20.00
Miðvikudagurinn 21. mars skákæfing (Laugarlækjaskóli), kl 20.00
Miðvikudagurinn 4. april. Íslandsmót Víkingaskákfélaga, kl 19.30
Miðvikudagurinn 18. april. skákæfing (Laugarlækjaskóli), kl 20.00
Miðvikudagurinn 2. mai. Víkingaskákæfing, Meistaramót í 10 mín (Þróttur), kl 20.00
Laugardaginn 5-6 mai. Meistaramót Víkingaskákdeildar í Víkinga-kappskák
Miðvikudagurinn 16. mai. skákæfing (Laugarlækjaskóli), kl 20.00
Miðvikudagurinn 30. mai. Víkingaskákæfing. (Þróttur), kl 20.00
....
Sumarfrí

Tuesday, January 24, 2012

Skákdagurinn mikli 26. janúar!

Víkingaklúbburinn verður með Víkingaskákþing Reykjavíkur á Nýja-Dubliner fimmtudaginn 26. janúar kl. 19.00 í tilefni skákdagsins. Tefldar verða 6. umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Víkingakráin Dubbliners er staðsett milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis. Sigurvegarinn fær titiliinn Víkingaskákmeistari Reykjavíkur!http://www.blogger.com/img/blank.gif

Dubliner er hörku víkingakrá. Heimasíða hér:

Friday, January 20, 2012

Víkingaskákkynning í Laugarlækjaskóla

Þeir Gunnar Fr. og Tómas Björnsson fóru í vikunni á skákæfingu hjá Svavari Viktorssyni í Laugarlækjaskóla og kynntu Víkingaskákina fyrir unglingunum. Krakkarnir voru fljótir að ná reglunum og stefnt er að Víkingaskákfjölteflið í skólanum í næstu viku. Þetta verður fyrsta Víkinaskákfjölteflið í sögunni!



Allt um Víkingaskák

Á þessari vefslóð má nálgast margvíslegar upplýsingar um Víkingaskák, reglur í Vikingaskák, gamlar myndir, höfund Víkingaskákarinnar og Víkingaklúbbinn osf. Allt efni sem hægt er að gefa út síðar:
Allt um Víkingaskák á: http://www.viking-chess.blogspot.com/

Thursday, January 12, 2012

Miðvikudagsæfingin i Víkingaskák

Miðvikudagsæfingin var fámenn en góðmenn, en keppt var heima hjá Gunnari Fr. formanni. Tómas Goði Björnsson kom sterkur til leiks varð í efsta sæti, vann þrjár og gerði eina jafntefli. Næstur kom Gunnar, vann tvær og með tvö jafntefli. Sigurður Ingason varð þriðji með tvö vinninga. Skemmtileg uppákoma varð í næst síðustu umferð þegar Gunnar Fr. var að reyna að vinna Þröst í miklu tímahraki, þar sem Gunnar var með hrók, biskup og kóng gegn kóngi. Halldór Faaborg fullyrti í miðju tímahraki að staðan væri fræðilegt jafntefli og Gunnar ætti að semja. Þetta var reyndar ekki rétt hjá Halldóri og af þessu hlaust mikil truflun, sem varð til þess að Gunnar pattaði Þröst ;)

Úrslit:

1. Tómar Björnsson 3.5 vinn.
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 3.0 v.
3. Sigurdur Ingason 2.0 v.
4. Þröstur Þórsson 1 v.
5. Halldór Ólafsson 0. v.

Tuesday, January 10, 2012

Víkingaskákæfing

Fyrsta víkingaskákæfing 2012 verður miðvikudaginn 11. janúar. Teflt verður að þessu sinni heima hjá Gunnari Fr. formanni, Álftamýri 56 (3.h.h) og hefst æfingin kl. 20.30. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig í gsm: 8629744.

Monday, January 2, 2012

Mótaáætlun vorið 2012

Hér má sjá drög að mótaráætlun vorið 2012. Stefnt er að æfingum hálfsmánaðarlega, en mótaáætlunin er sett fram með fyrirvara um breytingar.

Miðvikudagur 11. jan æfing (Víkingaskák) kl. 20.30 heima hjá Gunnari Fr. Álftamýri 56
Miðvikudagur 25 jan. Skákæfing Laugarlækjaskóla
Miðvikudagurinn 8. feb Víkingaskákæfing (Þróttaraheimilinu)
Laugardaginn 18-19 febrúar. Meistaramót Víkingaskákdeildar í kappskák (Þróttur)
Miðvikudagurinn 22. feb. skákæfing ? Meistaramót Víkingaskákdeildar í kappskák
föstudagur&laugardagur 2-3 mars. íslandsmót skákfélaga á Selfossi
Miðvikudagurinn 7. mars. Víkingaskák
Laugardaginn 10-11 mars. Meistaramót Víkingaskákdeildar í Víkinga-kappskák
Miðvikudagurinn 21. mars skákæfing (Laugarlækjaskóli)
Miðvikudagurinn 4. april. Íslandsmót Víkingaskákfélaga.
Miðvikudagurinn 18. april. skákæfing (Laugarlækjaskóli)
Miðvikudagurinn 2. mai. Víkingaskákæfing, Meistaramót í 10 mín (Þróttur)
Miðvikudagurinn 16. mai. skákæfing (Laugarlækjaskóli)
Miðvikudagurinn 30. mai. Víkingaskákæfing. (Þróttur)
....
Sumarfrí