Saturday, December 31, 2011

Skákmaður og Víkingaskákmaður ársins hjá Víkingaklúbbnum-Þrótti

Stjórn Víkingaklúbbsins-Þróttar (Víkingaskákdeildar Þróttar) hefur kjörið Davíð Kjartansson skákmann ársins hjá Víkingaskákdeildinni og Gunnar Fr. Rúnarsson sem Víkingaskákmann ársins. Aðrir sem fengu atkvæði í kjörinu voru m.a Magnús Örn Úlfarsson í skákinni og Sveinn Ingi Sveinsson í Víkingaskákinni. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi kosning fer fram og hún verður vonandi árviss viðburður eins og hjá öðrum íþróttafélögum sem vilja láta taka sig alvarlega. Einungis stjórnarmenn klúbbsis höfðu atkvæðisrétt í kosningunum, en þeir máttu að sjálfsögðu ekki kjósa sjálfa sig í kjörinu.


Skákmaður ársins: Davíð Kjartansson


Davíð náði feikigóðum árangri á árinu. Komst m.a í landsliðsflokk, eftir að hafa verið í 2. sæti í Áskorendaflokki á Skákþings Islands. Varð í 2. Sæti í Haustmóti TR 2011. Hraðskákmeistari Víkingaklúbbs/Þróttar 2011. Íslandsmeistari í Netskák 2010 og 2011. Var með 3,5/4 í Íslandsmóti skákfélaga 2011-2012. Varð 13 sæti á Islandsmótinu í hraðskák í desember. Davíð varð efstur á Skákþingi Norðlendinga 2011 og vann svo jólamót VINJAR og KR í desember, auk Íslandsmótsins í netskák, eins og áður hefur verið sagt.


Víkingaskákmaður ársins: Gunnar Fr. Rúnarsson


Gunnar Fr. Rúnarsson var í feiknaformi í Víkingaskákinni á þessu ári, eftir að hafa verið í lægð árið á undan. Gunnar byrjaði janúarmánuð á að verða efstur í B-heimsmeistaramótinu ásamt Inga Tandra Traustasyni. Í april var hann svo á 1. borði og fyrirliði Forgjafarklúbbsins í Íslandsmóti Víkingaskákfélaga sem lenti í 2. sæti á Íslandsmótinu. Í september sigraði hann svo á afmælismóti formanns örugglega, þar sem teflt var hið svokallaða hróksafbrigði. Í nóvember sigraði Gunnar á sjálfu Íslandsmótinu í Víkingaskák, sem haldið var í Þróttaraheimilinu og endaði þar með 7.5 vinninga af níu mögulegum. Á jólamótinu í Víkingaskák, sem jafnframt er Íslandsmótið í Vikingahraðskák sigraði Gunnar einnig með 6.5 vinninga af sjö mögulegum. Gunnar vann svo 50% af þeim almennu æfingum sem klúbburinn hélt á síðasta ári. Í almennu skákinni var hann hins vegar ekki mikið að tefla, en hann var liðstjóri allra liðanna á Íslandsmóti skákfélaga, en tefldi sjálfur í B-liðinu í 3. deild og stóð sig ágætlega. Einnig stóð hann sig vel á nokkrum skákmótum, m.a varð hann Íslandsmeistari skákmanna 2000 ísl. elo og lægri á Friðriksmótinu í hraðskák í desember!





Tuesday, December 27, 2011

Ólafur B. Þórsson og Gunnar Fr. jólavíkingar 2011

Ólafur B. Þórsson og Gunnar Fr. Rúnarsson sigruðu á jólamóti Víkingaklúbbsins-Þróttar sem haldið var þriðjudaginn 27 des. Ólafur sigraði á skákmótinu og tapaði aðeins einni skák, fyrir Davíð Kjartanssyni sem varð í 2. sæti með 5.5 vinninga, en Davíð hafði leitt mótið fram að síðustu umferð, en tapaði óvænt fyrir Óliver Jóhannssyni, sem náði þriðja sæti á skákmótinu með 5.5 vinninga. Gunnar Fr. Rúnarsson varð fjórði með 5. vinninga, en hann tapaði tveim fyrstu skákunum og náði svo að vinna fimm í röð. Vigfús Óðinn Vigfússon endaði svo einn í fimmta sæti með 4.5 vinninga. Keppendur í skákinni voru 22, þar sem tímamörk voru 5. mínútur og umferðirnar sjö.

Í Víkingaskákinni varð Gunnar Fr. Rúnarsson langsterkastur, en hann endaði með 6.5 vinninga af sjö mögulegum. Annar varð Sveinn Ingi Sveinsson með 6. vinninga, en í þriðja til fjórða sæti urðu Dagur Ragnarsson og Hallgerður Þorsteinsdóttir með 4.5 vinninga. Keppendur í Víkingaskákinni voru tólf, þar sem tímamörk voru 7. mínútur og umferðirnar sjö. Gaman var að sjá nýju keppendur blómstra á sínu fyrsta Víkingaskákmóti, eins og Hallgerði, Jóhönnu Jóhannsdóttir. Einnig stóðu ungu strákarnir Dagur, Óliver og Kristófer sig frábærlega, en þeir eru nýliðar í víkingaskák eins og stúlkurnar.

Á mótinu var einnig keppt um nýjan titil í annað skipti, en sérstakur bikar var fyrir besta árangur í báðum mótunum. Gunnar Fr. fékk titilinn Tvískákmeistari með 11.5 vinninga. Ólafur B. Þórsson kom næstur með 10.5 vinninga og Sveinnn Ingi varð þriðji með með 9. vinninga. Hallgerður varð efst kvenna með 8.5 vinninga og Dagur Ragnarsson efstur unglinga í tvískákinni með 8.5 vinninga.

Mótið var glæsilegt í alla staði og veitingar voru veittar án endurgjalds. Mótið í fyrra var heppnaðist einnig mjög vel, en hér má sjá úrslit og myndir frá 2009 og 2010.

Mótið 2009
Mótið 2010

Úrslitin á hraðskákmótinu

* 1. Ólafur B. Þórsson 6.0
* 2. Davíð Kjartansson 5.5
* 3. Óliver Jóhansson 5.5
* 4. Gunnar Fr. Rúnasson 5.0
*5. Vigfús Ó. Vigfússon 4.5
*6. Hallgerður Þorsteinsdóttir 4.0
*7. Dagur Ragnarsson 4.0
*8. Jóhanna B. Jóhannsdóttir 4.0
*9. Svein Ingi Sveinsson 4.0
*10. Gunnar Björnsson 3.5
* 11. Hilmir Freyr 3.5
*12. Kristófer Jóhannsson 3.5
*13. Magnús Magnússon 3.5
*14. Stefán Þór Sigurjónsson 3.5
*15. Guðmundur Gunnlaugsson 3.0
*16. Jón Úlfljótsson 3.0
*17. Jón Trausti 3.0
*18. Vignir Vatnar 2.5
*19. Jón Birgir Einarsson 2.0
*20. Óskar Long Einarsson 2.0
*21. Arnar Valgeirsson 1.0
*22. Árni Thoroddsen 0.5


Aukaverðlaun í hraðskákinni

Kvennaverðlaun
1. Hallgerður Þorsteinsdóttir

Unglingaverðlaun 20 ára og yngri
1. Óliver Jóhannsson

Úrslitin á Víkingahraðskákmótinu
(Íslandsmótið í Víkingahraðskák)

* 1. Gunnar Fr. Rúnarsson 6.5
* 2. Sveinn Ingi Sveinsson 6.0
* 3. Dagur Ragnarsson 4.5
*4. Hallgerður Þorsteinsdóttir 4.5
*5. Ólafur B. Þórsson 4.5
*6. Vigfús Ó. Vigfjússon 4.0
*7. Jóhanna Jóhannsdóttir 3.5
*8. Arnar Valgeirsson 3.5
*9. Óliver Jóhannsson 2.0
*10. Kristófer J'ohannsson 1.5
*11. Árni Thoroddsen 1.5
*12. Orri Víkingsson 0.0

Úrslitin í Tvískákinni

*1. Gunnar Fr. Rúnarsson 11.5
* 2. Ólafur B. Þórsson 10.5
* 3. Sveinn Inig Sveinsson 9.0
*4-5. Hallgerður Þorsteinsdóttir 7.5
*4-5. Dagur Ragnarsson 7.5


Aukaverðlaun í Vîkingaskákinni

Öldungur 35 ára og eldri
1. Ólafur B. Þórsson

Öldungaverðlaun II 45 ára og eldri
1. Sveinn Ingi Sveinsson

Kvennaverðlaun
1. Hallgerður Þorsteinsdóttir

Unglingaverðlaun 20 ára og yngri
1. Dagur Ragnarsson





Saturday, December 24, 2011

Jólamót Víkingaklúbbsins-Þróttar

Jólamót Víkingaklúbsins verður haldið þriðjudaginn 27. des og hefst það kl 19.30. Teflt verður bæði skák og Víkingaskák. Fyrst 7 umf skákmót með 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir það verða 7 umferðir í Víkingaskák, þs 7 umferðir 7. mínútur. Mótið fer fram í húsnæði Skáksambands Íslands að Faxafeni. Vegleg verðlaun í boði og ókeypis veitingar. Þeir sem ætla bara að tefla Vîkingaskák mæta ekki seinna en kl 21.00.

Thursday, December 15, 2011

Davíð Kjartansson hraðskákmeistari Víkingaskákdeildar Þróttar 2011!

Hörkuspennandi hraðskákmeistaramóti Þróttar-Víkingaklúbbsins 2011 lauk með látum í Þróttaraheimilinu í kvöld. Mættir voru fjórtán vaskir keppendur, m.a nokkrir unglingar sem Svavar Viktorsson er að þjálfa auk nokkra sterka skákmanna úr Haukum og Íslandsmeistara kvenna í skák. Fidemeistararnir Davíð Kjartansson og Tómas Björnsson voru í sérflokki framan af móti, en Gunnar Fr. Víkingaskákmeistari kom óvænt sterkur inn í seinni hluta mótsins, vann m.a Tómas og Davíð í miklum baráttuskákum. Gunnar vann sex síðustu skákir sínar og náði öðru sætinu af Tómasi, en Davíð sigraði með átta vinninga af níu mögulegum og náði að verja hraðskákmeistaratitil sinn frá árinu 2010.

ÚRSLIT:

* 1 Davíð Kjartansson 8.0 v.
* 2 Gunnar Fr. Rúnarsson 7.5
* 3 Tómas Björnsson 7.0
* 4-5 Stefán Þór Sigurjónsson 5.5
* 4-5 Elsa María 5.5
* 6 Jón Úlfljótsson 5.0
* 7. Sigurður Ingason 4.5
* 8 Ingi Tandri Traustason 4.0
* 9-10 Björn Stefánsson 3.5
* 9-10 Tómas Marteinsson 3.5
* 11-12 Gunnar Gunnarsson 3.0
* 11-12 Jóhannes K. Sólmundarson 3.0
* 13 Rafnar Friðrik 2.5
* 14 Arnar Ingi 0.5

Hraðskákmeistari Víkingaskákdeildar Þróttar 2011: Davíð Kjartansson
Hraðskákmeistari kvenna: Elsa María
Hraðskákmeistari unglinga: Jóhannes Kári Sólmundarson




Tuesday, December 13, 2011

Hraðskákmeistaramót Þróttar

Hraðskákmeistaramót Víkingaklúbbsins-Þróttar verður haldið fimmtudaginn 15. desember og hefst taflið kl. 19:30. Tefldar verða 9 umferðir með fimm mínútna umhugsunartíma. Teflt er í húsnæði knattspyrnufélagsins Þróttar Laugardal (Engjavegi 7). Verðlaunagripir verða fyrir þrjú efstu sætin og einnig sérstök unglinga og kvennaverðlaun. Mótið er opið öllum skákmönnum.