Monday, February 24, 2014

Veitingastaðurinn Fish Skólavörðustíg 23

Veitingastaðurinn Fish Restaurant Reykjavik, Skólavörðustíg 23 er er einn helsti styrktaraðili Víkingaklúbbsins. Eigandi staðarins er hinn mikli Heiðurs-Víkingur og skákáhugamaður Stefán Bjarnason leikari með meiru. Veitingastaðurinn Fish, er opinn alla daga frá kl 11.30-21.00. Boðið er upp á ferskan fisk með miklu og hollu meðlæti. Einnig er boðið upp á kaffi, samlokur, vöfflur og margt margt fleira.

Sunday, February 23, 2014

Þorsteinn Gauti Sigurðarson fær fyrsta Víkingataflsettið

Í fyrsta skipti í amk tvo áratugi, er nú hægt að kaupa Víkingatafl í heilu lagi. Víkingatafl, Víkingatafldúkurdúkur, tafldúkur og handbók kr. 8000 kr. Fyrsta frumútgáfa af hinu nýja taflsetti seldist til tónlistar- og skákáhugamannsins, Þorsteins Gauta Sigurðarsonar. Víkingataflsettið fékk hann afhent við hátíðlega viðhöfn á skákmóti hjá Forgjafarklúbbnum, heima hjá Eiríki Björnsyni. Áhugasamir hafi samband við Víkingaklúbbinn (Vikingchessclubiceland(hja)gmail.com) eða Bobby skákverslun (skakverslun.com).


Barnaæfing 19. febrúar

Thursday, February 20, 2014

Úrslit á atmóti Víkings 2014

Atmót Víkings var haldið miðvikudagskvöldið 19. febrúar í Víkinni. Mættir voru nokkrir mjög öflugir Víkingar og gestir þeirra, m.a Þrír nýliðar í félaginu.  Þeir stóðu sig allir með sóma, m.a Dagbjartur Eðvarðsson, en hann náði að vinna nokkra sterka og var með betri stöðu á móti efsta manni mótsins Stefáni Þór Sigurjónssyni í síðustu umferð, en lék þá ölöglegum leik (lék af sér kóngnum).  Efstir á mótinu urðu þeir Stefán Þór Sigurjónsson og Tómas Björnsson með 9.5 vinninga af 11 mögulegum.  Þeir tefldu svokallaða "Harmageddon" skák um efsta sætið, þar sem Tómas stýrði svörtu mönnunum (og nægði jafntefli) og 4. mínutur, en Stefán fékk 5. mínútur og var með hvítt.  Leikar fóru svo að Tómas lék sig í mát með betri stöðu í miklu tímahraki og Stefán hneppti efsta sætið.  Þriðji á mótinu varð Gunnar Fr. Rúnarsson með 9. vinninga af 11, en hann tapaði fyrstu tveim skákunum, en vann svo rest.  Tefldar voru 11. umferðir allir við alla, þar af voru 4. umferðir atskákir, en hinar voru með 5. mínútna umhugsunartíma. 

Úrslit:

* 1 Stefán Þór Sigurjónsson 9.5 v.
* 2 Tómar Björnsson  9.5
* 3 Gunnar Fr. Rúnarsson 9 
* 4 'Ólafur B. Þórsson 8.0
* 5 Óskar Long 7.0
* 6 Halldór Pálsson 6.5
* 7 Dagbjartur Eðvarðsson 5.5 
* 8 Arnar Ingólfsson 5.0
* 9 Gunnar Ingibergsson 3.5
* 10 Héðinn Briem 2.5
* 11 Kristófer Montgomery 1.0
* 12 Orri Víkingsson 0.0Friday, February 14, 2014

Atskákmót Víkings

Atmót Víkings verður haldið í Víkinni miðvikudaginn 19. febrúar og hefst mótið kl. 20.00.  Tefldar verða 7. umferðir.  Þrjár fyrstu umferðirnar eru hraðskákir með 5. mínútna umhugsunartíma, en síðustu fjórar umferðirnar verða atskákir með 15. mínútna umhugsunartíma.  Mótið er ágætis æfing fyrir Íslandsmót skákfélaga og Reykjavíkurskákmótið, en Íslandsmót skákfélaga verður haldið í Menntaskólanum við Hamrahlíð dagana 27. febrúar til 1. mars.  Reykjavík Open hefst 4. mars og stendur til 12. mars.  Margir skákmenn Víkingaklúbbsins er skráðir til leiks á Reykjavík Open.
Dagskrá fram á vor:
19. febrúar. Skákmót Vìkings. Víkin. kl 20.00 (7. umferðir, 3 umf 5. min og 4 umf 15. mínútur)
27. febrúar-1. mars. Íslandsmót skákfélaga
4. mars - 12. mars. N1 Reykjavíkurmótið 2014.
5. mars. Æfing fellur niður vegna Reykjavíkurskákmótsins.
19. mars. Víkingaskákæfing.  Staðsetning óákveðin. kl. 20.00
2. april. Hraðskákmót Víkings. (11. umferðir, 5. mínútur). Víkin. kl. 20.00.
16. april. Meistaramót Víkingaklúbbsins í Víkingaskák. Víkin. Kl. 20.00
30. apríl. Víkingaskákæfing. Staðsetning óákveðin. Kl. 20.00.
14. mai. Íslandsmót Víkingaskákfélaga. Víkin. kl. 20.00.

Áætlun þessi getur tekið breytingum. Reynt er að láta ekki æfingar rekast á aðra viðburði í skákinni, sjá mótaáætlun S.Í, hér:

Þorramótið 2014

Barnamót Víkings, Þorramótið var haldið miðvikudaginn 12. febrúar. Jón Hreiðar fór nokkuð létt í gegnum mótið og sigraði með 5 vinninga, en Guðmann Brimar 6. ára náði óvænt öðru sæti, með fjóra vinninga. Þriðji varð Stefán Björn með þrjá vinninga. Tefldar voru skákir með 10. mínútna umhugsunartíma. Úrslit: 1. Jón Hreiðar Rúnarsson 5. vinninga. 2. Guðmann Brimar Bjarnason 4.v. 3. Stefán Stepensen 3.v. 4. Alexander Snæbjörnsson 2. v. 5. Sigurður Rúnar Gunnarsson 1.v. 6. Bergþóra Helga Gunnarsdóttir 0.v

VÍKINGASKÁKÆFING Á ÖLSTOFUNNI

FJÖLTEFLI Á BARNAÆFINGU

Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari tefldi fjöltefli á barnaæfingu  í Víkinni miðvikudaginn 5. febrúar Mæting var ágæt miðað við að fyrirvarinn var stuttur.  Enginn hafði roð í meistarann að þessu sinni, nema að Róbert Luu 8. ára drengur úr TR var með jafnteflislegt hróksendatafl, sem hann missti niður í tap.
Tuesday, February 4, 2014

Víkingaskákæfing 5. febrúar

Vegna óska félagsmanna verða almennar Víkingaskákæfingar haldnar miðsvæðis í bænum.  Næsta Víkingaskákæfing verður á Ölstofunni   Miðvikudaginn 5. febrúar kl 20.00.

Ölstofa Kormáks og SkjaldarVið minnum á að fyrsta skákmót ársins verður haldið í Víkinni miðvikudaginn 19. febrúar.

 Fullorðinsæfingar í Skák og Víkingaskák.

22. janúar.  Vikingaskákæfing. Dillon. kl 20.00
26. janúar. (sunnudagur). Skákdagurinn (Víkingaskák, Klassik Rock)
5. febrúar. Vikingaskákæfing. Ölstofan. kl 20.00
19. febrúar. Skákmót Vìkings. Víkin. kl 20.00 (6. umferðir, 15. mínútur)
27. febrúar-1. mars. Íslandsmót skákfélaga
4. mars - 12. mars. N1 Reykjavíkurmótið 2014.
5. mars. Æfing fellur niður vegna Reykjavíkurskákmótsins.
19. mars. Víkingaskákæfing. Staðsetning óákveðin. kl. 20.00
2. april. Hraðskákmót Víkings. (11. umferðir, 5. mínútur). Víkin. kl. 20.00.
16. april. Meistaramót Víkingaklúbbsins í Víkingaskák. Víkin. Kl. 20.00
30. apríl. Víkingaskákæfing. Staðsetning óákveðin. Kl. 20.00.
14. mai. Íslandsmót Víkingaskákfélaga. Víkin. kl. 20.00.

Áætlun þessi getur tekið breytingum. Reynt er að láta ekki æfingar rekast á aðra viðburði í skákinni, sjá mótaáætlun S.Í, hér:

Hjörvar Steinn með fjöltefli í Víkinni

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson annar stigahæsti íslenski skákmaður Víkingaklúbbsins verður með fjöltefli í Víkinni Víkingsheimilinu miðvikudaginn 5. febrúar kl. 17.10-18.30.  Allir krakkar velkomnir að tefla við meistarann meðan næg töfl eru til staðar (öruggast að taka tafl og dúk með sér).  Yngstu krakkarnir fá svo að tefla peðaskák við meistarann.  Víkingaklúbburinn og Knattspyrnufélagið Víkingur hafa verið með barnaæfingar kl. 17.10 á miðvikudögum í vetur.

Barnaæfing 29. janúar