Tuesday, June 18, 2013

Hannes Hlífar Íslandsmeistari í skák 2013

Hannes Hlífar Stefánsson (Víkingaklúbbnum) varð nýlega Íslandsmeistari í skák eftir sigur á Birni Þorfinnssyni (Víkingaklúbbnum) í einvígi, 1,5-0,5. Þetta er tólfti Íslandsmeistaratitill Hannesar sem hefur unnið titilinn langoftast allra.  Björn náði með frammistöðu sinni sínum fyrsta áfanga að stórmeistatitli.  Víkingaklúbburinn óskar þessum miklu meisturum hjartanlega til hamingju með frammistöðuna.
Það urðu miklar sviptingar í lokaumferð Íslandsmótsins. Hannes Hlífar Stefánsson, sem hafði vinningsforskot fyrir hana, tapaði fyrir Héðni Steingrímssyni eftir að hafa leikið af sér manni. Á nánast sama augnabliki vann Björn Þorfinnsson Braga bróður sinn.  Hannes og Björn urðu efstir og jafnir á mótinu með 8 vinninga .

Frétt hér:
Skákþáttur Morgunblaðisins hér:   
Pistill Sigurbjörns Björnssonar um mótið hér:

Wednesday, June 5, 2013

Davíð Kjartansson í úrslitum í atskákinni

Davíð Kjartansson (Víkingaklúbbnum) tefldi magnað úrlitaeinvígi við Arnar Gunnarsson (TR) um Íslandsmeistaratitilinn í atskák um daginn.  Fyrri skák einvígisins lauk með sigri Arnars með svörtu. Davíð kom hins vegar sterkur til baka og jafnaði metin með því að vinna einnig með svörtu. Því þurfti bráðabanaskák (Armageddon) og þar hafði Arnar betur.


Það munaði því litlu að okkar maður næði að vinna titilinn í hús, eða stöngin út eins og Davíð orðaði það í viðtali eftir skákina.  Þetta var samt frábær framistað hjá Davíð, sem mun öruglega stefna á að gera betur næst reynslunni ríkari.

Frétt frá mótinu hér: 
Skákir Íslandsmótsins hér:

Davíð kom sterkur til baka daginn eftir og varð Suðurlandsmeistari í skák, sem var nokkur sárabót eftir einvígið.

Frétt hér: 

Nú sitja nokkrir Víkingar sveittir á Opna Íslandsmótinu í skák, sem nú stendur yfir í Borgartúni.  Þegar þetta er skrifað eru Víkingarnir Hannes Hlífar og Björn Þorfinnsson efstir og jafnir eftir 6. umferðir.  Alls taka sex Víkingar þátt, þeir:  Hannes Hlífar Stefánsson, Stefán Kristjánsson, Björn Þorfinnsson, Sverrir Sigurðsson, Haraldur Baldursson og Jón Úlfljótsson.  Við vonum að sjálfsögðu að einn af þessum meisturum nái að lauma sér í efsta sætið.